Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 10:30 Barr (t.v.) hefur fram að þessu verið talinn einn tryggasti embættismaður Trump. Eftir ummæli hans í gær hafa vangaveltur verið um framtíð hans í embætti en aðrir efast um að ráðherranum hafi verið alvara með gagnrýninni á forsetann. AP/Charles Rex Arbogast William Barr, dómsmálaráðherra og einn tryggasti liðsmaður ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, gagnrýndi hann fyrir að gera sér ómögulegt að sinna starfi sínu sem skyldi með stanslausum árásum á saksóknara, dómara og jafnvel kviðdómendur í dómsmáli vinar forsetans. Hvíta húsið fullyrðir að Trump hafi ekki gramist ofanígjöf ráðherrans. Fjórir alríkissaksóknarar sem hafa rekið mál gegn Roger Stone, vini Trump forseta og ráðgjafa til fjölda ára, sögðu sig frá málinu á þriðjudag eftir að dómsmálaráðuneytið tók fram fyrir hendurnar á þeim eftir að þeir kröfðust sjö til níu ára fangelsisdóms yfir Stone. Ráðuneytið breytti refsikröfunni og lækkaði niður í þrjú til fjögur ár. Stone var sakfelldur af kviðdóm í nóvember fyrir meinsæri, að hindra framgang réttvísinnar og að ógna vitni. Ákvörðun ráðuneytisins varð opinber aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Trump forseti hafði tíst um hversu „ósanngjarnt“ málið gegn vini hans Stone væri. Vöknuðu í kjölfarið spurningar um hvort að ráðuneytið hefði látið undan þrýstingi frá Trump. Ráðuneytið hefur haldið því fram að það hafi ekki verið í samskiptum við Hvíta húsið um mál Stone á mánudag eða þriðjudag. Trump gróf undan þeim fullyrðingum með því að tísta skömmu síðar til að óska Barr „til hamingju“ með að hafa „tekið stjórnina“ á málinu gegn Stone sem hafi verið „stjórnlaust“ fram að því. Trump tísti ennfremur ótt og títt um saksóknarana, dómarann og jafnvel kviðdóminn í máli Stone og ýjaði að því að pólitík hafi ráðið för í málinu gegn Stone. Beryl A. Howell, forseti alríkisumdæmisdómstólsins í Washington, greip í kjölfarið til þess óvanalega ráðs að gefa út opinbera yfirlýsingu um að „opinber gagnrýni eða þrýstingur“ hefði ekki áhrif á dómara við ákvörðun refsingar. Sagði tími til kominn að Trump hætti að tísta um sakamál Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær setti Barr óvænt ofan í við Trump forseta og fullyrti að hann léti engan „ráðskast“ með sig. Á sama tíma staðfesti hann þó að hann hefði persónulega gripið inn í mál sem saksóknarar ráðuneytisins sáu um gegn Stone, vini forsetans. „Ég get ekki unnið vinnuna mína hér í ráðuneytinu með stanslausum skvaldri í bakgrunninum sem grefur undan mér. Ég held að það sé kominn tími til að hætta að tísta um sakamál dómsmálaráðuneytisins,“ sagði Barr. Sagðist hann telja að tíst forsetans gerðu honum ómögulegt um vik að sinna starfinu og að fullvissa dómstóla og saksóknara sem heyra undir ráðuneytið að þar sé unnið af heilindum. Trump hefur ekki verið þekktur fyrir að taka gagnrýni, raunverulegri eða ímyndaðri, þegjandi og hljóðalaust. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér í gær fullyrti það engu að síður að ummæli Barr hefðu ekki farið fyrir brjóstið á forsetanum. Sjá einnig: Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump „Forsetinn hefur fulla trú og traust á að Barr dómsmálaráðherra sinni starfi sínu og haldi uppi lögum,“ sagði Stephanie Grisham, blaðafulltrúi Hvíta hússins í yfirlýsingunni. New York Times segir að Barr hafi séð sig knúinn til að bregðast við árásum Trump á ráðuneyti hans. Fréttir höfðu verið um að alríkissaksóknarar væru uggandi yfir að þeir mættu vænta frekari pólitískra afskipta af saksóknum á vegum ráðuneytisins. Barr hafi á endanum komist að þeirri niðurstöðu að hann yrði að koma ráðuneyti til varnar til að hann missti ekki stuðning starfsmanna þess. Now it looks like the fore person in the jury, in the Roger Stone case, had significant bias. Add that to everything else, and this is not looking good for the “Justice” Department. @foxandfriends @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 13, 2020 Taka áhyggjuorðum Barr með fyrirvara Repúblikanar á Bandaríkjaþingi lýstu stuðningi við Barr í gær, meðal annars með því að lofa Trump forseta fyrir að hafa valið hann sem dómsmálaráðherra sinn. Þeir gerðu aftur á móti lítið úr tístfári forsetans gegn saksóknurum og dómskerfinu. „Ef dómsmálaráðherrann segir að það trufli störf hans ætti forsetinn kannski að hlusta,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni í gær. Demókratar tóku ummælum Barr með nokkrum fyrirvara. Þeir hafa sakað Trump forseta um að hlutast til í málum dómsvaldsins. „Þetta er misbeiting valds, að forsetinn reyni aftur að hafa áhrif á alríkislöggæslu til að þjóna pólitískum hagsmunum hans,“ sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins og leiðtogi demókrata. Barr hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa í ýmsum tilvikum virkað fremur sem persónulegur lögmaður Trump forseta en æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu. Þannig hafi ráðherrann reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svonefndu í fyrra, hafið rannsókn á uppruna þeirrar rannsóknar eins og Trump hefur ítrekað krafist og hjálpað forsetanum að hindra rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum hans og mögulegum fjárhagslegum hagsmunaárekstrum. Þannig telur Joe Lockhart, blaðafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton, ómögulegt að trúa því að Barr sé í raun og veru ósáttur við forsetann í ljósi alls þess sem ráðherrann hefur þegar gert fyrir hann. „Vísbending hér verður viðbrögð Trump. Ef hann svarar ekki fyrir sig vitum við öll að þetta var hreint og klárt pólitískt leikrit vegna þess að allir eru sammála um að Trump hefur enga sjálfstjórn,“ segir Lockhart við New York Times. Kelly hætti sem starfsmannastjóri fyrir rúmu ári. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá gagnrýni hans á Trump í gær. Ekki stóð á viðbrögðum frá forsetanum á Twitter.Vísir/EPA Viðbrögð Trump verði lýsandi Enn sem komið er hefur Trump ekki tjáð sig persónulega um ummæli Barr. New York Times segir að viðbrögð hans gætu ráðist af miklu leyti af því hvernig þeim er tekið á Fox-sjónvarpsstöðinni sem forsetinn horfir á löngum stundum. Lou Dobbs, einn af uppáhaldsþáttastjórnendum forsetans, lýsti yfir miklum vonbrigðum með Barr í gær. Hann hafði degi áður lofað Barr fyrir að „ganga erinda drottins“ þegar hann stytti refsikröfu yfir Stone. Trump tók gagnrýni Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, ekki sitjandi eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá orðum hans í fyrirlestri í háskóla í New Jersey í gær. Kelly kom þar fyrrverandi starfsmanni þjóðaröryggisráðsins til varnar sem Trump lét fjarlægja úr starfi eftir að ráðgjafinn bar vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum forsetans. Sakaði forsetinn Kelly um að hafa ekki verið starfi starfsmannastjóra vaxinn og að hann hafi ekki getað rekið hann „nógu fljótt“ úr starfinu. Kelly lét af starfinu í janúar í fyrra eftir að hafa gegnt því frá því í júlí 2017. „Hann kom inn með látum en fór kjökrandi en eins og svo margir fyrrverandi saknar hann hasarsins og getur bara ekki haldið sér saman,…..sem hann hefur í raun og veru hernaðarlega og lagalega skyldu til að gera“ tísti Trump í gær. Engin þagnarskylda hvílir þó að Kelly þrátt fyrir orð forsetans. When I terminated John Kelly, which I couldn't do fast enough, he knew full well that he was way over his head. Being Chief of Staff just wasn't for him. He came in with a bang, went out with a whimper, but like so many X's, he misses the action & just can't keep his mouth shut,.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 13, 2020 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra og einn tryggasti liðsmaður ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, gagnrýndi hann fyrir að gera sér ómögulegt að sinna starfi sínu sem skyldi með stanslausum árásum á saksóknara, dómara og jafnvel kviðdómendur í dómsmáli vinar forsetans. Hvíta húsið fullyrðir að Trump hafi ekki gramist ofanígjöf ráðherrans. Fjórir alríkissaksóknarar sem hafa rekið mál gegn Roger Stone, vini Trump forseta og ráðgjafa til fjölda ára, sögðu sig frá málinu á þriðjudag eftir að dómsmálaráðuneytið tók fram fyrir hendurnar á þeim eftir að þeir kröfðust sjö til níu ára fangelsisdóms yfir Stone. Ráðuneytið breytti refsikröfunni og lækkaði niður í þrjú til fjögur ár. Stone var sakfelldur af kviðdóm í nóvember fyrir meinsæri, að hindra framgang réttvísinnar og að ógna vitni. Ákvörðun ráðuneytisins varð opinber aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Trump forseti hafði tíst um hversu „ósanngjarnt“ málið gegn vini hans Stone væri. Vöknuðu í kjölfarið spurningar um hvort að ráðuneytið hefði látið undan þrýstingi frá Trump. Ráðuneytið hefur haldið því fram að það hafi ekki verið í samskiptum við Hvíta húsið um mál Stone á mánudag eða þriðjudag. Trump gróf undan þeim fullyrðingum með því að tísta skömmu síðar til að óska Barr „til hamingju“ með að hafa „tekið stjórnina“ á málinu gegn Stone sem hafi verið „stjórnlaust“ fram að því. Trump tísti ennfremur ótt og títt um saksóknarana, dómarann og jafnvel kviðdóminn í máli Stone og ýjaði að því að pólitík hafi ráðið för í málinu gegn Stone. Beryl A. Howell, forseti alríkisumdæmisdómstólsins í Washington, greip í kjölfarið til þess óvanalega ráðs að gefa út opinbera yfirlýsingu um að „opinber gagnrýni eða þrýstingur“ hefði ekki áhrif á dómara við ákvörðun refsingar. Sagði tími til kominn að Trump hætti að tísta um sakamál Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í gær setti Barr óvænt ofan í við Trump forseta og fullyrti að hann léti engan „ráðskast“ með sig. Á sama tíma staðfesti hann þó að hann hefði persónulega gripið inn í mál sem saksóknarar ráðuneytisins sáu um gegn Stone, vini forsetans. „Ég get ekki unnið vinnuna mína hér í ráðuneytinu með stanslausum skvaldri í bakgrunninum sem grefur undan mér. Ég held að það sé kominn tími til að hætta að tísta um sakamál dómsmálaráðuneytisins,“ sagði Barr. Sagðist hann telja að tíst forsetans gerðu honum ómögulegt um vik að sinna starfinu og að fullvissa dómstóla og saksóknara sem heyra undir ráðuneytið að þar sé unnið af heilindum. Trump hefur ekki verið þekktur fyrir að taka gagnrýni, raunverulegri eða ímyndaðri, þegjandi og hljóðalaust. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér í gær fullyrti það engu að síður að ummæli Barr hefðu ekki farið fyrir brjóstið á forsetanum. Sjá einnig: Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump „Forsetinn hefur fulla trú og traust á að Barr dómsmálaráðherra sinni starfi sínu og haldi uppi lögum,“ sagði Stephanie Grisham, blaðafulltrúi Hvíta hússins í yfirlýsingunni. New York Times segir að Barr hafi séð sig knúinn til að bregðast við árásum Trump á ráðuneyti hans. Fréttir höfðu verið um að alríkissaksóknarar væru uggandi yfir að þeir mættu vænta frekari pólitískra afskipta af saksóknum á vegum ráðuneytisins. Barr hafi á endanum komist að þeirri niðurstöðu að hann yrði að koma ráðuneyti til varnar til að hann missti ekki stuðning starfsmanna þess. Now it looks like the fore person in the jury, in the Roger Stone case, had significant bias. Add that to everything else, and this is not looking good for the “Justice” Department. @foxandfriends @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 13, 2020 Taka áhyggjuorðum Barr með fyrirvara Repúblikanar á Bandaríkjaþingi lýstu stuðningi við Barr í gær, meðal annars með því að lofa Trump forseta fyrir að hafa valið hann sem dómsmálaráðherra sinn. Þeir gerðu aftur á móti lítið úr tístfári forsetans gegn saksóknurum og dómskerfinu. „Ef dómsmálaráðherrann segir að það trufli störf hans ætti forsetinn kannski að hlusta,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni í gær. Demókratar tóku ummælum Barr með nokkrum fyrirvara. Þeir hafa sakað Trump forseta um að hlutast til í málum dómsvaldsins. „Þetta er misbeiting valds, að forsetinn reyni aftur að hafa áhrif á alríkislöggæslu til að þjóna pólitískum hagsmunum hans,“ sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins og leiðtogi demókrata. Barr hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa í ýmsum tilvikum virkað fremur sem persónulegur lögmaður Trump forseta en æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu. Þannig hafi ráðherrann reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svonefndu í fyrra, hafið rannsókn á uppruna þeirrar rannsóknar eins og Trump hefur ítrekað krafist og hjálpað forsetanum að hindra rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum hans og mögulegum fjárhagslegum hagsmunaárekstrum. Þannig telur Joe Lockhart, blaðafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton, ómögulegt að trúa því að Barr sé í raun og veru ósáttur við forsetann í ljósi alls þess sem ráðherrann hefur þegar gert fyrir hann. „Vísbending hér verður viðbrögð Trump. Ef hann svarar ekki fyrir sig vitum við öll að þetta var hreint og klárt pólitískt leikrit vegna þess að allir eru sammála um að Trump hefur enga sjálfstjórn,“ segir Lockhart við New York Times. Kelly hætti sem starfsmannastjóri fyrir rúmu ári. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá gagnrýni hans á Trump í gær. Ekki stóð á viðbrögðum frá forsetanum á Twitter.Vísir/EPA Viðbrögð Trump verði lýsandi Enn sem komið er hefur Trump ekki tjáð sig persónulega um ummæli Barr. New York Times segir að viðbrögð hans gætu ráðist af miklu leyti af því hvernig þeim er tekið á Fox-sjónvarpsstöðinni sem forsetinn horfir á löngum stundum. Lou Dobbs, einn af uppáhaldsþáttastjórnendum forsetans, lýsti yfir miklum vonbrigðum með Barr í gær. Hann hafði degi áður lofað Barr fyrir að „ganga erinda drottins“ þegar hann stytti refsikröfu yfir Stone. Trump tók gagnrýni Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, ekki sitjandi eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá orðum hans í fyrirlestri í háskóla í New Jersey í gær. Kelly kom þar fyrrverandi starfsmanni þjóðaröryggisráðsins til varnar sem Trump lét fjarlægja úr starfi eftir að ráðgjafinn bar vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum forsetans. Sakaði forsetinn Kelly um að hafa ekki verið starfi starfsmannastjóra vaxinn og að hann hafi ekki getað rekið hann „nógu fljótt“ úr starfinu. Kelly lét af starfinu í janúar í fyrra eftir að hafa gegnt því frá því í júlí 2017. „Hann kom inn með látum en fór kjökrandi en eins og svo margir fyrrverandi saknar hann hasarsins og getur bara ekki haldið sér saman,…..sem hann hefur í raun og veru hernaðarlega og lagalega skyldu til að gera“ tísti Trump í gær. Engin þagnarskylda hvílir þó að Kelly þrátt fyrir orð forsetans. When I terminated John Kelly, which I couldn't do fast enough, he knew full well that he was way over his head. Being Chief of Staff just wasn't for him. He came in with a bang, went out with a whimper, but like so many X's, he misses the action & just can't keep his mouth shut,.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 13, 2020
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira