Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. febrúar 2020 10:43 Rannveig Rist er forstjóri ISAL - álversins í Straumsvík. vísir/egill Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. Viðræðurnar séu trúnaðarmál en Rannveig segir aðalvanda álversins liggja í raforkuverðinu sem sé óhagstæðara en hjá öðrum álverum hér á landi. Rio Tinto tilkynnti í morgun að fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi ISAL svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun sem og möguleg lokun álversins. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu og hann er líka talsvert meira óhagstæðari heldur en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur,“ segir Rannveig spurð út í raforkuverðið og raforkusamning Rio Tinto við Landsvirkjun vegna ISAL. Hún segir mikið búið að spara í rekstri ISAL en taprekstur hafi verið viðvarandi frá árinu 2012. Engu að síður sé til að mynda búið að ná miklum rekstrarlegum árangri þannig að álverið sé til að mynda í hæsta gæðaflokki hjá öllum viðskiptavinum. „Við erum að framleiða vöru sem er á færi fárra álvera í heiminum þannig að við erum búin að gera allt sem hægt er að gera hér innanhúss. Það er kannski alltaf hægt að gera eitthvað aðeins meira en við erum búin að gera gríðarlega mikið í gegnum mörg ár. En þarna er aðalvandinn og aðalmunurinn á okkur og öðrum álverum, það liggur í þessu raforkuverði og nú þarf að fara að ræða það, fílinn í herberginu,“ segir Rannveig. Hvað er þessi munur mikill á heimsmarkaðnum þegar þið horfið á hina stóru mynd? „Ja, nú er vandinn sá að ég má ekki segja verðið sem við erum að greiða, því miður, það væri mjög gott ef við gætum talað um þetta opinskátt og þetta væri uppi á borðum en þannig er það ekki. Í samningnum er þetta trúnaðarmál en við erum að greiða miklu meira en aðrir.“ Spurð út í það hvort hún telji það líklegt að álverinu verði lokað segir Rannveig: „Ég get ekkert spáð í þau spil en það er allavega nýtt fyrir okkur. Það er búið að fara áður í gegnum endurskoðun og þá var meiningin að selja fyrirtækið og við erum búin að fara í tvo svoleiðis hringi. Næstum því selt til Hydro og það gekk til baka á síðustu stundu. Síðan er búið að reyna að selja aftur. Núna er það ekki í skoðun heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari hér eða loka henni alveg eða að hluta.“ Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. Viðræðurnar séu trúnaðarmál en Rannveig segir aðalvanda álversins liggja í raforkuverðinu sem sé óhagstæðara en hjá öðrum álverum hér á landi. Rio Tinto tilkynnti í morgun að fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi ISAL svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun sem og möguleg lokun álversins. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu og hann er líka talsvert meira óhagstæðari heldur en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur,“ segir Rannveig spurð út í raforkuverðið og raforkusamning Rio Tinto við Landsvirkjun vegna ISAL. Hún segir mikið búið að spara í rekstri ISAL en taprekstur hafi verið viðvarandi frá árinu 2012. Engu að síður sé til að mynda búið að ná miklum rekstrarlegum árangri þannig að álverið sé til að mynda í hæsta gæðaflokki hjá öllum viðskiptavinum. „Við erum að framleiða vöru sem er á færi fárra álvera í heiminum þannig að við erum búin að gera allt sem hægt er að gera hér innanhúss. Það er kannski alltaf hægt að gera eitthvað aðeins meira en við erum búin að gera gríðarlega mikið í gegnum mörg ár. En þarna er aðalvandinn og aðalmunurinn á okkur og öðrum álverum, það liggur í þessu raforkuverði og nú þarf að fara að ræða það, fílinn í herberginu,“ segir Rannveig. Hvað er þessi munur mikill á heimsmarkaðnum þegar þið horfið á hina stóru mynd? „Ja, nú er vandinn sá að ég má ekki segja verðið sem við erum að greiða, því miður, það væri mjög gott ef við gætum talað um þetta opinskátt og þetta væri uppi á borðum en þannig er það ekki. Í samningnum er þetta trúnaðarmál en við erum að greiða miklu meira en aðrir.“ Spurð út í það hvort hún telji það líklegt að álverinu verði lokað segir Rannveig: „Ég get ekkert spáð í þau spil en það er allavega nýtt fyrir okkur. Það er búið að fara áður í gegnum endurskoðun og þá var meiningin að selja fyrirtækið og við erum búin að fara í tvo svoleiðis hringi. Næstum því selt til Hydro og það gekk til baka á síðustu stundu. Síðan er búið að reyna að selja aftur. Núna er það ekki í skoðun heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari hér eða loka henni alveg eða að hluta.“
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45