Prikið áfram vegan: Enginn munur á að leggja sér svín eða hund til munns Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:48 Veitingastaður Priksins, B12, dregur nafn sitt af vítamíninu og staðsetningu Priksins, Bankastræti 12. Vísir/vilhelm Aðstandendur Priksins hafa tekið ákvörðun um að kaffihúsið verði vegan til frambúðar. Tilraun þess efnis hafi gefið góða raun í janúar. Einn aðstandenda kaffihússins segir fólk hafa fjarlægst uppruna matvælanna sem það lætur ofan í sig, dýr hafi tilvistarrétt og því enginn munur á því að leggja sér svín eða hund til munns. Veitingastaður Priksins, B12, kynnti stefnubreytingu í upphafi janúar. Ákveðið var að segja skilið við dýraafurðir og innleiða matseðil sem var „100% vegan og grængerður, þó ekkert sé skafað af Prikstemmingunni,“ eins og því var lýst. Breytingin gaf góða raun að sögn Arnar Tönsberg, einn aðstandenda þessa elsta kaffihúss landsins, og því ákveðið að framlengja veganvæðinguna út í hið óendanlega. Hann segir í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman á Útvarpi 101 að breytingin hafi átt sér langan aðdraganda. Veganréttir hafi smám saman rutt sér til rúms á matseðli Priksins, réttirnir hafi notið vinsælda samhliða aukinni veganvæðingu neytenda - sem séu ekki einsleitur hópur fólks. Þróunin hafi verið hröð; úrval veganrétta hafi þannig aukist mikið í matvörubúðum. „Við þurfum ekki hitt [dýraafurðir] lengur,“ segir Örn. „Þetta er leiðin áfram, tvímælalaust.“ Örn segist sjálfur hafa verið vegan í fimm ár. Hann hafi fengið uppljómun eftir að hafa horft á heimildarmynd um matvælaframleiðslu, með fullan maga af svínakjöti. „Ég horfði á hundinn minn, eftir að vera nýbúinn að borða beikon, og sagði: „Heyrðu, það er enginn munur á þessu dýri og svíninu sem ég var að borða,“ segir Örn. Örn telur fólk hafa fjarlægst matvælaframleiðsluferlið, neysluvenjurnar væru aðrar ef fólk væri í meiri samskiptum við dýr. „Það er kannski þessi tenging sem við erum búin að missa. Það hefur orðið rof við náttúruna, dýrin og matinn sem við erum að borða. Við bara kaupum þetta úti í búð, þessu er pakkað inn fyrir okkur og við erum ekkert að spá í því hvaðan þetta kemur eða hvað liggur að baki,“ segir Örn. Þessari tengingu við uppruna matvælanna verði að halda. Bæði umhverfis- og siðferðissjónarmið búa þar að baki. Landnýting, vatnsnotkun og útblástur sé langtum meiri við dýraframleiðslu heldur en grænkeraiðnað, auk þess sem það hafi gildi í sjálfu sér að minnka þjáningar í heiminum. „Við myndum læra að verða betri við hvort annað ef við værum betri við dýr,“ segir Örn. „Dýr hafa sínar tilfinningar og sinn tilvistarrétt.“ Vegan sé því „bara kærleikur.“ Þrátt fyrir að vera siðferði- og umhverfisvænni er þó ekki þar með sagt að veganmaturinn á Prikinu sé eitthvað hollustufæði. Örn lýsir nýja matseðlinum sem sveittum og góðum - „ekkert endilega eitthvað heilsudót,“ segir Örn; hamborgarar, burrito, súpur og „fullt af sósu.“ Viðtalið við hann í heild sinni má heyra hér að ofan. Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Veitingastaðir Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Aðstandendur Priksins hafa tekið ákvörðun um að kaffihúsið verði vegan til frambúðar. Tilraun þess efnis hafi gefið góða raun í janúar. Einn aðstandenda kaffihússins segir fólk hafa fjarlægst uppruna matvælanna sem það lætur ofan í sig, dýr hafi tilvistarrétt og því enginn munur á því að leggja sér svín eða hund til munns. Veitingastaður Priksins, B12, kynnti stefnubreytingu í upphafi janúar. Ákveðið var að segja skilið við dýraafurðir og innleiða matseðil sem var „100% vegan og grængerður, þó ekkert sé skafað af Prikstemmingunni,“ eins og því var lýst. Breytingin gaf góða raun að sögn Arnar Tönsberg, einn aðstandenda þessa elsta kaffihúss landsins, og því ákveðið að framlengja veganvæðinguna út í hið óendanlega. Hann segir í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman á Útvarpi 101 að breytingin hafi átt sér langan aðdraganda. Veganréttir hafi smám saman rutt sér til rúms á matseðli Priksins, réttirnir hafi notið vinsælda samhliða aukinni veganvæðingu neytenda - sem séu ekki einsleitur hópur fólks. Þróunin hafi verið hröð; úrval veganrétta hafi þannig aukist mikið í matvörubúðum. „Við þurfum ekki hitt [dýraafurðir] lengur,“ segir Örn. „Þetta er leiðin áfram, tvímælalaust.“ Örn segist sjálfur hafa verið vegan í fimm ár. Hann hafi fengið uppljómun eftir að hafa horft á heimildarmynd um matvælaframleiðslu, með fullan maga af svínakjöti. „Ég horfði á hundinn minn, eftir að vera nýbúinn að borða beikon, og sagði: „Heyrðu, það er enginn munur á þessu dýri og svíninu sem ég var að borða,“ segir Örn. Örn telur fólk hafa fjarlægst matvælaframleiðsluferlið, neysluvenjurnar væru aðrar ef fólk væri í meiri samskiptum við dýr. „Það er kannski þessi tenging sem við erum búin að missa. Það hefur orðið rof við náttúruna, dýrin og matinn sem við erum að borða. Við bara kaupum þetta úti í búð, þessu er pakkað inn fyrir okkur og við erum ekkert að spá í því hvaðan þetta kemur eða hvað liggur að baki,“ segir Örn. Þessari tengingu við uppruna matvælanna verði að halda. Bæði umhverfis- og siðferðissjónarmið búa þar að baki. Landnýting, vatnsnotkun og útblástur sé langtum meiri við dýraframleiðslu heldur en grænkeraiðnað, auk þess sem það hafi gildi í sjálfu sér að minnka þjáningar í heiminum. „Við myndum læra að verða betri við hvort annað ef við værum betri við dýr,“ segir Örn. „Dýr hafa sínar tilfinningar og sinn tilvistarrétt.“ Vegan sé því „bara kærleikur.“ Þrátt fyrir að vera siðferði- og umhverfisvænni er þó ekki þar með sagt að veganmaturinn á Prikinu sé eitthvað hollustufæði. Örn lýsir nýja matseðlinum sem sveittum og góðum - „ekkert endilega eitthvað heilsudót,“ segir Örn; hamborgarar, burrito, súpur og „fullt af sósu.“ Viðtalið við hann í heild sinni má heyra hér að ofan.
Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Veitingastaðir Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira