Lífið

Eminem kom óvænt upp úr gólfinu á Óskarnum og tók eitt sitt þekktasta lag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eminem sló í gegn á Óskarnum í nótt.
Eminem sló í gegn á Óskarnum í nótt.

Rapparinn Eminem stal heldur betur senunni á Óskarnum í Los Angeles í nótt þegar hann birtist allt í einu á sviðinu og flutti lagið vinsæla Lose Yourself.

Fyrir 18 árum vann hann einmitt Óskarinn fyrir lagið sem var aðallag kvikmyndarinnar 8 Mile sem kom út árið 2002.

Marshall Mathers, betur þekktur sem Eminem, komst ekki á Óskarsverðlaunahátíðina á sínum tíma og gat ekki tekið við styttunni en mætti loksins á Óskarinn í nótt eins og hann talar sjálfur um á Twitter.

Rétt áður en Eminem steig á sviðið var talað um það að sum lög geti hreinlega gert kvikmyndir að því sem þær eru í raun og veru.

Lagið Lose Yourself er gott dæmi um það og má segja það sama um fjölmargar kvikmyndir í sögunni eins og farið var yfir á Óskarnum í nótt.

Stjörnurnar í salnum fengu vægt sjokk þegar þau sáu rapparann stíga á sviðið og vakti það mikla athygli hversu vel gestirnir Óskarsins kunnu lagið. Þegar Eminem kláraði lagið stóðu allir gestir Óskarsins upp og klöppuðu fyrir rapparanum.


Tengdar fréttir

Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun

Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.