Agndofa þegar allir stóðu upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna. Vísri/getty Hildur Guðnadóttir tónskáld, sem í kvöld varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, segist hafa verið agndofa þegar henni var litið yfir áhorfendasalinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í kvöld, undir dynjandi lófataki, og sá viðstadda standa upp. Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. Hildur vann í nótt Óskarinn í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Hildur svaraði spurningum fréttamanna eftir að hún steig niður af Óskarssviðinu í nótt, líkt og venja er. Hún var m.a. spurð að því hvort hún hefði áttað sig á því að miklir máttarstólpar í bransanum hefðu veitt henni standandi lófatak. Í því samhengi nefndi fréttamaðurinn m.a. tónskáldin John Williams og Alexandre Desplatt, sem einnig voru tilnefndir í flokki kvikmyndatónlistar í kvöld. „Ég veit, ég sá það,“ sagði Hildur. „Það er villt augnablik. Ég heyri nafnið mitt og mér er bylt við og ég geng upp á svið, og ég er bara: Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta. Og þegar ég kom á sviðið og sá alla standa upp, ég var agndofa.“ Hér að neðan má sjá þakkarræðu Hildar, sem og standandi lófatak viðstaddra. #Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020 Þá kvað Hildur aðspurð það hafa verið yfirþyrmandi að etja kappi við „kanónur“ í bransanum á borð við áðurnefnda Williams og Desplatt. Hún hefði þó hitt þessa menn margoft á verðlaunahátíðum síðustu vikna og það væri frábært að fá að kynnast þeim. Hildur ræddi einnig hugarástandið og tilfinningaflóðið sem hún nýtir sér við sköpun tónverka á borð við tónlistina í Jókernum. Í þessu tilviki hafi hún þurft að kafa djúpt í þankagang Arthur Flecks, aðalpersónunnar. Ræða Hildar á verðlaunaafhendingunni er strax farin að vekja athygli. Hún minnti konur á að láta heyra í sér. Þess væri þörf. „Ég reyndi eins og ég gat að reyna að koma mér í hugarástand hans og reyna að ímynda mér hvernig það myndi hljóma. Það var minn helsti innblástur.“ Hildur lýsti því jafnframt að það hefði verið magnað þegar hún sá Baðherbergisdansinn með Joaquin Phoenix í fyrsta sinn. Phoenix hefði tekist að kalla fram nákvæmlega sömu tilfinningar með dansinum og Hildur fann fyrir þegar hún samdi tónlistina. Að endingu sagðist Hildur ekki ætla að flytja til Hollywood. Þar væri aðeins of sólríkt, sem hæfði ekki tónlistinni sem hún semur. Viðtalið við Hildi má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld, sem í kvöld varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, segist hafa verið agndofa þegar henni var litið yfir áhorfendasalinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í kvöld, undir dynjandi lófataki, og sá viðstadda standa upp. Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. Hildur vann í nótt Óskarinn í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Hildur svaraði spurningum fréttamanna eftir að hún steig niður af Óskarssviðinu í nótt, líkt og venja er. Hún var m.a. spurð að því hvort hún hefði áttað sig á því að miklir máttarstólpar í bransanum hefðu veitt henni standandi lófatak. Í því samhengi nefndi fréttamaðurinn m.a. tónskáldin John Williams og Alexandre Desplatt, sem einnig voru tilnefndir í flokki kvikmyndatónlistar í kvöld. „Ég veit, ég sá það,“ sagði Hildur. „Það er villt augnablik. Ég heyri nafnið mitt og mér er bylt við og ég geng upp á svið, og ég er bara: Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta. Og þegar ég kom á sviðið og sá alla standa upp, ég var agndofa.“ Hér að neðan má sjá þakkarræðu Hildar, sem og standandi lófatak viðstaddra. #Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020 Þá kvað Hildur aðspurð það hafa verið yfirþyrmandi að etja kappi við „kanónur“ í bransanum á borð við áðurnefnda Williams og Desplatt. Hún hefði þó hitt þessa menn margoft á verðlaunahátíðum síðustu vikna og það væri frábært að fá að kynnast þeim. Hildur ræddi einnig hugarástandið og tilfinningaflóðið sem hún nýtir sér við sköpun tónverka á borð við tónlistina í Jókernum. Í þessu tilviki hafi hún þurft að kafa djúpt í þankagang Arthur Flecks, aðalpersónunnar. Ræða Hildar á verðlaunaafhendingunni er strax farin að vekja athygli. Hún minnti konur á að láta heyra í sér. Þess væri þörf. „Ég reyndi eins og ég gat að reyna að koma mér í hugarástand hans og reyna að ímynda mér hvernig það myndi hljóma. Það var minn helsti innblástur.“ Hildur lýsti því jafnframt að það hefði verið magnað þegar hún sá Baðherbergisdansinn með Joaquin Phoenix í fyrsta sinn. Phoenix hefði tekist að kalla fram nákvæmlega sömu tilfinningar með dansinum og Hildur fann fyrir þegar hún samdi tónlistina. Að endingu sagðist Hildur ekki ætla að flytja til Hollywood. Þar væri aðeins of sólríkt, sem hæfði ekki tónlistinni sem hún semur. Viðtalið við Hildi má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira