Björgunarsveitir í Grímsnesi og frá Laugavatni eru nú á leið til göngufólks eftir að stúlka í hópnum slasaði sig. Hópurinn er sagður vera skammt frá Þingvallavatni en stúlkan getur ekki haldið áfram för sinni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg nú á þriðja tímanum.
Áverkar stúlkunnar eru ekki taldir alvarlegir en björgunarfólk mun þurfa að bera stúlkuna allnokkra vegalengd þar sem svæðið er erfitt yfirferðar. Sjúkrabíll mun bíða eftir stúlkunni við veginn að því er fram kemur í tilkynningunni.