Fól Pence varaforseta að sjá um viðbrögð við veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 10:36 Pence og Trump á blaðamannafundinum um kórónuveiruna í gærkvöldi. Trump fól Pence að stýra viðbrögðum við veirunni. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr mögulegri hættu af kórónuveirunni sem hefur breiðst víða um heim um leið og hann setti Mike Pence, varaforseta sinn, yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna hennar. Yfirlýsingar Trump um veiruna stönguðust á við það sem sérfræðingar stjórnvalda höfðu áður sagt opinberlega. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi talaði Trump af bjartsýni um ástandið og lofaði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við veirunni. Hélt hann því fram að Bandaríkjamönnum stafaði „mjög lítil“ hætta af henni og að faraldurinn ætti fljótt eftir að réna, að sögn Washington Post. „Við erum mjög, mjög undirbúin fyrir þetta,“ fullyrti forsetinn sem notaði fundinn einnig til að ráðast á pólitíska keppinauta sína og spá uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum. Sakaði hann demókrata um að bera hluta ábyrgðar á falli á mörkuðum sem hefur verið rakið til veirunnar undanfarna daga. Sérfræðingar stjórnvalda í sóttvörnum hafa engu síður varað við því undanfarna daga að kórónuveiran sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eigi óumflýjanlega eftir að berast til Bandaríkjanna og setja daglegt líf fólks úr skorðum. Þegar hefur verið staðfest að sextíu manns í Bandaríkjunum eru smitaðir af veirunni. Jafnvel þeir embættismenn sem deildu sviðinu með Trump forseta á blaðamannafundinum drógu upp dekkri mynd en hann af horfum í Bandaríkjunum. „Við getum búist við fleiri tilfellum í Bandaríkjunum,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherrann. Anne Schuchat, aðstoðarforstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), sagðist einnig búast við fleiri smitum. Tilkynnt var um fyrsta smitið sem greinst hefur í Bandaríkjunum og ekki hefur verið tengt beint við ferðalög erlendis í Kaliforníu í gær. Sóttavarnastofnunin telur það fyrstu vísbendinguna um að veiran sé mögulega byrjuð að breiðast út þar í landi. Átti þátt í að ágera HIV-faraldur í Indiana Ákvörðun Trump um að setja Pence yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum hefur reynst umdeild. Pence hefur ítrekað vefengt vísindaleg gögn og bent er á að þegar hann var ríkisstjóri í Indiana hafi ákvarðanir hans átt þátt í að HIV-faraldur braust út þar árið 2015. Sem ríkisstjóri neitaði Pence að samþykkja tillögur sérfræðinga um að hreinum sprautunálum væri komið til fíkla með verkefni þar sem þeim væri gert kleift að skila notuðum sprautunálum í skiptum fyrir nýjar þrátt fyrir að tæplega tvöhundruð ný HIV-smit hefðu greinst í Scott-sýslu á nokkrum mánuðum. Indiana var þá á meðal ríkja sem bannaði dreifingu eða eign á sprautunálum án lyfseðlis. Tveimur mánuðum eftir að faraldurinn hófst sagðist Pence ætla að biðja fyrir lausn á faraldrinum. Hann lét á endanum undan og samþykkti að leyfa nálaskiptin. Nýjum smitum fækkaði í kjölfarið. Árið 2000 skrifaði Pence skoðanagrein þar sem hann hélt því ranglega fram að reykingar yllu ekki mannslátum. „Mike mun svara beint til mín en hann hefur sannarlega ákveðinn hæfileika í þessum efnum,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um að hann hefði sett Pence yfir kórónuveirumál í gær. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr mögulegri hættu af kórónuveirunni sem hefur breiðst víða um heim um leið og hann setti Mike Pence, varaforseta sinn, yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna hennar. Yfirlýsingar Trump um veiruna stönguðust á við það sem sérfræðingar stjórnvalda höfðu áður sagt opinberlega. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi talaði Trump af bjartsýni um ástandið og lofaði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við veirunni. Hélt hann því fram að Bandaríkjamönnum stafaði „mjög lítil“ hætta af henni og að faraldurinn ætti fljótt eftir að réna, að sögn Washington Post. „Við erum mjög, mjög undirbúin fyrir þetta,“ fullyrti forsetinn sem notaði fundinn einnig til að ráðast á pólitíska keppinauta sína og spá uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum. Sakaði hann demókrata um að bera hluta ábyrgðar á falli á mörkuðum sem hefur verið rakið til veirunnar undanfarna daga. Sérfræðingar stjórnvalda í sóttvörnum hafa engu síður varað við því undanfarna daga að kórónuveiran sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eigi óumflýjanlega eftir að berast til Bandaríkjanna og setja daglegt líf fólks úr skorðum. Þegar hefur verið staðfest að sextíu manns í Bandaríkjunum eru smitaðir af veirunni. Jafnvel þeir embættismenn sem deildu sviðinu með Trump forseta á blaðamannafundinum drógu upp dekkri mynd en hann af horfum í Bandaríkjunum. „Við getum búist við fleiri tilfellum í Bandaríkjunum,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherrann. Anne Schuchat, aðstoðarforstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), sagðist einnig búast við fleiri smitum. Tilkynnt var um fyrsta smitið sem greinst hefur í Bandaríkjunum og ekki hefur verið tengt beint við ferðalög erlendis í Kaliforníu í gær. Sóttavarnastofnunin telur það fyrstu vísbendinguna um að veiran sé mögulega byrjuð að breiðast út þar í landi. Átti þátt í að ágera HIV-faraldur í Indiana Ákvörðun Trump um að setja Pence yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum hefur reynst umdeild. Pence hefur ítrekað vefengt vísindaleg gögn og bent er á að þegar hann var ríkisstjóri í Indiana hafi ákvarðanir hans átt þátt í að HIV-faraldur braust út þar árið 2015. Sem ríkisstjóri neitaði Pence að samþykkja tillögur sérfræðinga um að hreinum sprautunálum væri komið til fíkla með verkefni þar sem þeim væri gert kleift að skila notuðum sprautunálum í skiptum fyrir nýjar þrátt fyrir að tæplega tvöhundruð ný HIV-smit hefðu greinst í Scott-sýslu á nokkrum mánuðum. Indiana var þá á meðal ríkja sem bannaði dreifingu eða eign á sprautunálum án lyfseðlis. Tveimur mánuðum eftir að faraldurinn hófst sagðist Pence ætla að biðja fyrir lausn á faraldrinum. Hann lét á endanum undan og samþykkti að leyfa nálaskiptin. Nýjum smitum fækkaði í kjölfarið. Árið 2000 skrifaði Pence skoðanagrein þar sem hann hélt því ranglega fram að reykingar yllu ekki mannslátum. „Mike mun svara beint til mín en hann hefur sannarlega ákveðinn hæfileika í þessum efnum,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um að hann hefði sett Pence yfir kórónuveirumál í gær.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33
Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44