Markaðsstarf er besta fjárfestingin Jóhannes Þór Skúlason skrifar 24. febrúar 2020 07:00 Í vikunni steig menntamálaráðherra fram fyrir skjöldu ríkisstjórnarinnar og sló skýran takt um að nú væri nauðsynlegt að ríkisvaldið sýndi myndarleg efnahagsleg viðbrögð við niðursveiflunni, m.a. með fjárfestingum í innviðum. Lilja benti réttilega á að staða íslenska ríkisins til slíkra viðbragða hefur líklega aldrei verið jafn góð og nú, erlend staða ríkisins er fádæma góð, ríkisskuldir eru ekki nema 18% af landsframleiðslu, lánshæfismatið er í toppmálum. Hafi einhvern tíma verið færi til að reka ríkissjóð með svolitlum halla um tíma til að veita bráðnauðsynlega innspýtingu í hagkerfið er það einmitt nú. Þessum orðum Lilju er fagnað í atvinulífinu, ekki síst í ferðaþjónustunni hverrar forystufólk (m.a. undirritaður) hafa talað um mikilvægi efnahagslegra viðbragða af hálfu ríkisins allt síðastliðið ár, eða frá því að ferðamannastraumur fór að dragast saman og WOW Air féll í kjölfarið. Því miður hefur ekki bólað á slíku viðbragði hingað til. En nú virðist vera að kvikna á ríkisvélinni. Strax samdægurs tilkynnti forsætisráðherra að von væri á slíkum viðbrögðum í formi tilkynningar um væntanlegar fjárfestingar á vegum ríkisins í innviðum landsins strax á næstu vikum. Er þar væntanlega átt við fjármálaáætlun sem kynna á í mars, og er vel. Í umræðum á Alþingi í kjölfarið komu svo sams konar sjónarmið fram hjá fjármálaráðherra. Allt er þetta ákaflega jákvætt, bæði fyrir forsvarsfólk fyrirtækja sem eftir árið er orðið langeygt eftir skýrum aðgerðum af hálfu ríkisins til að hemja niðursveifluna, en ekki síður fyrir almenning í landinu því að hemill á niðursveifluna er besta leiðin til að koma í veg fyrir að hún bitni að lokum óþarflega mikið á lífskjörum fólks. Getur fjárfesting aukið gjaldeyristekjur? Eitt er það sem þó vantar inn í þessa mynd. Því að þótt það séu vissulega hefðbundin og langreynd viðbrögð við niðursveiflu að ríkið auki fjárfestingar í innviðum þá verður ekki hjá því litið að fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland er ekki síður mikilvægt viðbragð að auka gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Enda verður ekki hjá því litið að sá efnahagslegi öldudalur sem við erum nú að fara í gegn um er magnaður af minnkandi gjaldeyrissköpun í atvinulífinu. Loðnubrestur, lækkandi álverð og minnkandi eftirspurn í ferðaþjónustu leggja sameiginlega til megineldsneytið á niðursveiflubálið. Það má margt gott segja um innviðaframkvæmdir en þær skapa ekki gjaldeyri. Bygging snjóflóðavarnargarða og vegaframkvæmdir eru góðar og örvandi fjárfestingar en búa samt ekki til gjaldeyristekjur sem komið geta í stað loðnubrests eða lækkandi álverðs. Nú er það svo að ef loðnan finnst ekki búum við hana ekki til. Við ráðum heldur ekki við álverð á heimsvísu. En það er ein atvinnugrein þar sem aðgerðir stjórnvalda geta sannarlega skilað árangri og búið til auknar gjaldeyristekjur, og það er ferðaþjónustan. Með því að beina með markvissum hætti auknu fjármagni til markaðssetningar í ferðaþjónustu, sem hluta af aðgerðum til að örva efnahagslífið, getur ríkið unnið að því að ferðamenn komi hingað sem annars hefðu valið aðra áfangastaði. Hjá Íslandsstofu er allt til reiðu og aukið fjármagn sem beint er til markaðssetningar nýtist strax úti á verðmætum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Markaðssetning í ferðaþjónustu er árangursríkasta fjárfestingin Í samhengi fjárfestinga í innviðum til að örva hagkerfið hafa tölur upp á tugi milljarða verið nefndar, jafnvel 50 milljarðar króna. Það fjármagn sem þarf til að ná árangri í aukinni gjaldeyrissköpun af ferðaþjónustu er hvergi nærri þeim tölum að upphæð. Með því að auka framlög ríkisins til markaðssetningar í ferðaþjónustu næstu fimm ár þannig að það jafnist á við framlög samkeppnislandanna Noregs og Finnlands, þ.e. aukningu um c.a. 500 milljónir á ári, má nær tafarlaust ná fram aukningu í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins og þar með í skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Jafnvel aukning um aðeins 100 milljónir á ári (aðeins 1% af 50 milljörðunum sem Lilja nefndi) myndi skila sér beint til baka í auknum gjaldeyristekjum og styðja við atvinnulíf og skapa stjórnvöldum tekjur á móti kostnaði við framkvæmdirnar. Ég fullyrði að ódýrasta og árangursríkasta fjárfestingin fyrir ríkið nú, þ.e. sú fjárfesting sem nær fram mestu efnahagslegu mótvægi fyrir minnst fé, felst í því að leggja aukið fjármagn til markaðssetningar fyrir ferðaþjónustu. Nýlegt dæmi úr markaðssetningarstarfi Íslandsstofu sýnir að fyrir aðeins 18 milljóna króna kostnað við auglýsingabirtingar haustið 2019 mun þjóðarbúið fá inn tvo milljarða króna í gjaldeyristekjur af þeim ferðamönnum sem bókuðu ferðir til Íslands eftir að hafa séð viðkomandi auglýsingaherferð. Tveir milljarðar græddir fyrir átján milljónir greiddar. Ávinningurinn af markaðsfénu er hundrað og ellefu faldur – þ.e. fyrir hverja milljón sem varið var í markaðssetninguna skila 111 milljónir sér til ríkisins í formi gjaldeyristekna. Er til fjárfestir sem myndi fúlsa við slíku fjárfestingatækifæri? Ríkisstjórnin stendur því með mikil tækifæri í höndum á næstu mánuðum, því með því að blanda saman hefðbundum aðgerðum í fjárfestingu í innviðum til að örva hagkerfið getur það varið lágum fjárhæðum í því samhengi til að búa til miklar tekjur inn í hagkerfið. Saman munu þessar tvær aðferðir geta unnið sem myndarlegt efnahagslegt viðbragð stjórnvalda sem mun stytta niðursveifluna, auðvelda atvinnulífi róðurinn í gegn um öldudalinn og forða óþarfa tjóni á lífskjörum almennings.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni steig menntamálaráðherra fram fyrir skjöldu ríkisstjórnarinnar og sló skýran takt um að nú væri nauðsynlegt að ríkisvaldið sýndi myndarleg efnahagsleg viðbrögð við niðursveiflunni, m.a. með fjárfestingum í innviðum. Lilja benti réttilega á að staða íslenska ríkisins til slíkra viðbragða hefur líklega aldrei verið jafn góð og nú, erlend staða ríkisins er fádæma góð, ríkisskuldir eru ekki nema 18% af landsframleiðslu, lánshæfismatið er í toppmálum. Hafi einhvern tíma verið færi til að reka ríkissjóð með svolitlum halla um tíma til að veita bráðnauðsynlega innspýtingu í hagkerfið er það einmitt nú. Þessum orðum Lilju er fagnað í atvinulífinu, ekki síst í ferðaþjónustunni hverrar forystufólk (m.a. undirritaður) hafa talað um mikilvægi efnahagslegra viðbragða af hálfu ríkisins allt síðastliðið ár, eða frá því að ferðamannastraumur fór að dragast saman og WOW Air féll í kjölfarið. Því miður hefur ekki bólað á slíku viðbragði hingað til. En nú virðist vera að kvikna á ríkisvélinni. Strax samdægurs tilkynnti forsætisráðherra að von væri á slíkum viðbrögðum í formi tilkynningar um væntanlegar fjárfestingar á vegum ríkisins í innviðum landsins strax á næstu vikum. Er þar væntanlega átt við fjármálaáætlun sem kynna á í mars, og er vel. Í umræðum á Alþingi í kjölfarið komu svo sams konar sjónarmið fram hjá fjármálaráðherra. Allt er þetta ákaflega jákvætt, bæði fyrir forsvarsfólk fyrirtækja sem eftir árið er orðið langeygt eftir skýrum aðgerðum af hálfu ríkisins til að hemja niðursveifluna, en ekki síður fyrir almenning í landinu því að hemill á niðursveifluna er besta leiðin til að koma í veg fyrir að hún bitni að lokum óþarflega mikið á lífskjörum fólks. Getur fjárfesting aukið gjaldeyristekjur? Eitt er það sem þó vantar inn í þessa mynd. Því að þótt það séu vissulega hefðbundin og langreynd viðbrögð við niðursveiflu að ríkið auki fjárfestingar í innviðum þá verður ekki hjá því litið að fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland er ekki síður mikilvægt viðbragð að auka gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Enda verður ekki hjá því litið að sá efnahagslegi öldudalur sem við erum nú að fara í gegn um er magnaður af minnkandi gjaldeyrissköpun í atvinulífinu. Loðnubrestur, lækkandi álverð og minnkandi eftirspurn í ferðaþjónustu leggja sameiginlega til megineldsneytið á niðursveiflubálið. Það má margt gott segja um innviðaframkvæmdir en þær skapa ekki gjaldeyri. Bygging snjóflóðavarnargarða og vegaframkvæmdir eru góðar og örvandi fjárfestingar en búa samt ekki til gjaldeyristekjur sem komið geta í stað loðnubrests eða lækkandi álverðs. Nú er það svo að ef loðnan finnst ekki búum við hana ekki til. Við ráðum heldur ekki við álverð á heimsvísu. En það er ein atvinnugrein þar sem aðgerðir stjórnvalda geta sannarlega skilað árangri og búið til auknar gjaldeyristekjur, og það er ferðaþjónustan. Með því að beina með markvissum hætti auknu fjármagni til markaðssetningar í ferðaþjónustu, sem hluta af aðgerðum til að örva efnahagslífið, getur ríkið unnið að því að ferðamenn komi hingað sem annars hefðu valið aðra áfangastaði. Hjá Íslandsstofu er allt til reiðu og aukið fjármagn sem beint er til markaðssetningar nýtist strax úti á verðmætum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu. Markaðssetning í ferðaþjónustu er árangursríkasta fjárfestingin Í samhengi fjárfestinga í innviðum til að örva hagkerfið hafa tölur upp á tugi milljarða verið nefndar, jafnvel 50 milljarðar króna. Það fjármagn sem þarf til að ná árangri í aukinni gjaldeyrissköpun af ferðaþjónustu er hvergi nærri þeim tölum að upphæð. Með því að auka framlög ríkisins til markaðssetningar í ferðaþjónustu næstu fimm ár þannig að það jafnist á við framlög samkeppnislandanna Noregs og Finnlands, þ.e. aukningu um c.a. 500 milljónir á ári, má nær tafarlaust ná fram aukningu í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins og þar með í skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Jafnvel aukning um aðeins 100 milljónir á ári (aðeins 1% af 50 milljörðunum sem Lilja nefndi) myndi skila sér beint til baka í auknum gjaldeyristekjum og styðja við atvinnulíf og skapa stjórnvöldum tekjur á móti kostnaði við framkvæmdirnar. Ég fullyrði að ódýrasta og árangursríkasta fjárfestingin fyrir ríkið nú, þ.e. sú fjárfesting sem nær fram mestu efnahagslegu mótvægi fyrir minnst fé, felst í því að leggja aukið fjármagn til markaðssetningar fyrir ferðaþjónustu. Nýlegt dæmi úr markaðssetningarstarfi Íslandsstofu sýnir að fyrir aðeins 18 milljóna króna kostnað við auglýsingabirtingar haustið 2019 mun þjóðarbúið fá inn tvo milljarða króna í gjaldeyristekjur af þeim ferðamönnum sem bókuðu ferðir til Íslands eftir að hafa séð viðkomandi auglýsingaherferð. Tveir milljarðar græddir fyrir átján milljónir greiddar. Ávinningurinn af markaðsfénu er hundrað og ellefu faldur – þ.e. fyrir hverja milljón sem varið var í markaðssetninguna skila 111 milljónir sér til ríkisins í formi gjaldeyristekna. Er til fjárfestir sem myndi fúlsa við slíku fjárfestingatækifæri? Ríkisstjórnin stendur því með mikil tækifæri í höndum á næstu mánuðum, því með því að blanda saman hefðbundum aðgerðum í fjárfestingu í innviðum til að örva hagkerfið getur það varið lágum fjárhæðum í því samhengi til að búa til miklar tekjur inn í hagkerfið. Saman munu þessar tvær aðferðir geta unnið sem myndarlegt efnahagslegt viðbragð stjórnvalda sem mun stytta niðursveifluna, auðvelda atvinnulífi róðurinn í gegn um öldudalinn og forða óþarfa tjóni á lífskjörum almennings.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun