Íhuga að endurtaka kosningu í Garðabæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 14:37 Starfsfólk Garðabæjar tekur í það minnsta ekki þátt í fyrstu verkfallsaðgerðum BSRB. Vísir/Vilhelm Hluti félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar, STAG, hefur lýst yfir óánægju með hvernig atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun var afgreidd í vikunni. STAG, sem er aðildarfélag að BSRB, er eina aðildarfélagið þar sem verkfallsboðun var ekki samþykkt. Ástæðan var dræm þátttaka. Formaður STAG áréttar að félagsmenn fái allar þær kjarabætur sem vonir standi til að fáist. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga BSRB samþykkti verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 17. til 19. febrúar. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var víðast hvar á bilinu 70-90 prósent. 221 kaus í Garðabæ af 544 sem voru á kjörskrá. Kristján Hilmarsson, formaður STAG, segist í samtali við fréttastofu merkja óánægju hjá hluta starfsfólks. Hópurinn sé þó ekki stór. Gekk illa að finna netföng Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og sama dag var tölvupóstur sendur út á starfsmenn í Garðabæ. Það var ekki auðvelt að sögn Kristjáns þar sem fjölmörg netfang starfsfólks vantaði. Þau hjá STAG hafi leitað að vinnunetföngum hjá starfsfólki á vefsíðu Garðabæjar og sent út á rúmlega fimm hundruð netföng. Sjö skiluðu sér til baka, voru ekki lengur í gildi, og tveir til þrír tölvupóstar bárust ekki fyrir mannleg mistök. Svo hafi bæst við að í Garðabæ sé vetrarfrí og starfsmenn sumir hverjir sagst ekki skoða vinnupóstinn sinn á meðan fríiinu stóð. Fá sömu kjarabætur „Það eru sumir óánægðir en ekki stór hópur. Þetta er eins og í mörgum málum, fáir sem láta hátt í sér heyra,“ segir Kristján. Fólk eigi fullan rétt á því en dregið hafi úr óánægju fólks þegar það hafi fengið skýringar. „Sumir hafa haldið að þeir fengju ekki þær launahækkanir sem koma en við erum með fullan stuðning félagnna í kringum okkur og virðum úrslit kosninganna.“ Félagsmenn STAG eigi því von á þeim kjarabætum sem vonir standa til að náist í kjaraviðræðunum. Enginn verkfallssjóður Kristján segir að um sé að ræða fyrstu rafrænu kosningu sem félagið fari í. Sumir framkvæmdi kosninguna með SMS-kerfi en þá þurfi að hafa símanúmer hjá öllum. Sem þau hafi ekki. „Þú finnur ekki margt fólk undir þrítugu á Já.is,“ segir Kristján. Aðspurður hversu mikil óánægjan sé segir Kristján að líklega hafi í kringum fimmtán tjáð óánægju í ummælum á Facebook-síðu STAG. Þá hafi hann líklega fengið fimm tölvupósta og nokkrir starfsmenn mætt á skrifstofuna. Fólk yfirgefi staðinn mun sáttara en þegar það kom. Hins vegar sé eitt vandamál sem snúi að því að STAG eigi engan verkfallssjóð. „Efling, sem er eitt heitasta félagið í fréttum í dag á rosalegan digran verkfallssjóð, sem er bara vel. En hér hefur aldrei verið byggður upp verkfallssjóður frekar en í öðrum félögum,“ segir Kristján. Fólk hafi verið að spyrja hvað það fái í bætur ef það fari í verkfall og þá hafi verið fátt um svör hjá honum. „Það er enginn sjóður en við erum traust félag sem getur tekið lán eða veðsett eignir. En það er eitthvað sem þyrfti að ræða á næsta aðalfundi.“ Gætu lagt niður störf á seinni stigum verkfalls Félagsmenn í STAG starfa víða í bæjarfélaginu, halda því gangandi eins og Kristján kemst að orði. Fólk í skólunum , íþróttamiðstöðum, áhaldahúsum, sambýlum og víðar. Einhverjir ósáttir hafi velt fyrir sér hvort það hafi verið að yfirlögðu ráði hjá STAG að draga úr kosningaþátttöunni. Kristján segir það af og frá. „Við erum með það til skoðunar að kjósa aftur. Við náum ekki þessum fyrstu verkfallsdögum en getum kosið seinna og komið inn á seinni stigum.“ Fundað verði með trúnaðarmönnum eftir helgi og í framhaldinu skýrist staðan. Garðabær Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 88 prósent BSRB-fólks samþykkti verkfallsboðun Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 11:06 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Hluti félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar, STAG, hefur lýst yfir óánægju með hvernig atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun var afgreidd í vikunni. STAG, sem er aðildarfélag að BSRB, er eina aðildarfélagið þar sem verkfallsboðun var ekki samþykkt. Ástæðan var dræm þátttaka. Formaður STAG áréttar að félagsmenn fái allar þær kjarabætur sem vonir standi til að fáist. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga BSRB samþykkti verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 17. til 19. febrúar. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var víðast hvar á bilinu 70-90 prósent. 221 kaus í Garðabæ af 544 sem voru á kjörskrá. Kristján Hilmarsson, formaður STAG, segist í samtali við fréttastofu merkja óánægju hjá hluta starfsfólks. Hópurinn sé þó ekki stór. Gekk illa að finna netföng Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og sama dag var tölvupóstur sendur út á starfsmenn í Garðabæ. Það var ekki auðvelt að sögn Kristjáns þar sem fjölmörg netfang starfsfólks vantaði. Þau hjá STAG hafi leitað að vinnunetföngum hjá starfsfólki á vefsíðu Garðabæjar og sent út á rúmlega fimm hundruð netföng. Sjö skiluðu sér til baka, voru ekki lengur í gildi, og tveir til þrír tölvupóstar bárust ekki fyrir mannleg mistök. Svo hafi bæst við að í Garðabæ sé vetrarfrí og starfsmenn sumir hverjir sagst ekki skoða vinnupóstinn sinn á meðan fríiinu stóð. Fá sömu kjarabætur „Það eru sumir óánægðir en ekki stór hópur. Þetta er eins og í mörgum málum, fáir sem láta hátt í sér heyra,“ segir Kristján. Fólk eigi fullan rétt á því en dregið hafi úr óánægju fólks þegar það hafi fengið skýringar. „Sumir hafa haldið að þeir fengju ekki þær launahækkanir sem koma en við erum með fullan stuðning félagnna í kringum okkur og virðum úrslit kosninganna.“ Félagsmenn STAG eigi því von á þeim kjarabætum sem vonir standa til að náist í kjaraviðræðunum. Enginn verkfallssjóður Kristján segir að um sé að ræða fyrstu rafrænu kosningu sem félagið fari í. Sumir framkvæmdi kosninguna með SMS-kerfi en þá þurfi að hafa símanúmer hjá öllum. Sem þau hafi ekki. „Þú finnur ekki margt fólk undir þrítugu á Já.is,“ segir Kristján. Aðspurður hversu mikil óánægjan sé segir Kristján að líklega hafi í kringum fimmtán tjáð óánægju í ummælum á Facebook-síðu STAG. Þá hafi hann líklega fengið fimm tölvupósta og nokkrir starfsmenn mætt á skrifstofuna. Fólk yfirgefi staðinn mun sáttara en þegar það kom. Hins vegar sé eitt vandamál sem snúi að því að STAG eigi engan verkfallssjóð. „Efling, sem er eitt heitasta félagið í fréttum í dag á rosalegan digran verkfallssjóð, sem er bara vel. En hér hefur aldrei verið byggður upp verkfallssjóður frekar en í öðrum félögum,“ segir Kristján. Fólk hafi verið að spyrja hvað það fái í bætur ef það fari í verkfall og þá hafi verið fátt um svör hjá honum. „Það er enginn sjóður en við erum traust félag sem getur tekið lán eða veðsett eignir. En það er eitthvað sem þyrfti að ræða á næsta aðalfundi.“ Gætu lagt niður störf á seinni stigum verkfalls Félagsmenn í STAG starfa víða í bæjarfélaginu, halda því gangandi eins og Kristján kemst að orði. Fólk í skólunum , íþróttamiðstöðum, áhaldahúsum, sambýlum og víðar. Einhverjir ósáttir hafi velt fyrir sér hvort það hafi verið að yfirlögðu ráði hjá STAG að draga úr kosningaþátttöunni. Kristján segir það af og frá. „Við erum með það til skoðunar að kjósa aftur. Við náum ekki þessum fyrstu verkfallsdögum en getum kosið seinna og komið inn á seinni stigum.“ Fundað verði með trúnaðarmönnum eftir helgi og í framhaldinu skýrist staðan.
Garðabær Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 88 prósent BSRB-fólks samþykkti verkfallsboðun Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 11:06 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32
88 prósent BSRB-fólks samþykkti verkfallsboðun Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 11:06