Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 13:00 Breiðablik er á leið í erfiðan leik við Rosenborg næsta fimmtudag. Fyrst mætir liðið Gróttu í Pepsi Max-deildinni á morgun. VÍSIR/BÁRA Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. Einhver óvissa ríkti um leikinn, sem er í undankeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta, eftir að Ísland var sett á „rauðan lista“ í Noregi. Blikar fá hins vegar undanþágu frá sóttkví í landinu, enda verða þeir lokaðir af allan sinn tíma þar utan einnar æfingar og leiksins, sem fram fer fyrir luktum dyrum. Það hentaði Blikum ekki að verða við ósk forráðamanna Rosenborg og reglur UEFA kveða ekki á um að lið þurfi að mæta á leikstað fyrr en degi fyrir leik. „Þeir könnuðu þennan möguleika vegna þess að það tekur einhvern ákveðinn tíma að klára sýnatöku við komuna til Noregs. En það er búið að leysa það þannig að við komum bara út daginn fyrir leik,“ sagði Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bíða þess að vita hvað gerist við heimkomu Upphaflega gerðu Blikar reyndar ráð fyrir að fara út 25. ágúst, til að geta æft ytra þar sem það mátti ekki hér á landi, en hætt var við það og ákveðið að ferðast snemma degi fyrir leik. Enn er óljóst hvað tekur við þegar Blikar koma heim til Íslands en vinna er í gangi við að fá úr því skorið hvort fótboltalið geti farið í svokallaða vinnusóttkví við komu til Íslands, og þannig haldið áfram æfingum, eða verið undanþegin sóttkví. „Við fylgjumst bara með og vonum að KSÍ sé að vinna að því fyrir félögin að af þessu verði. Annars gæti það haft ansi mikil áhrif á Íslandsmótið. Auðvitað myndi maður helst vilja sleppa við sóttkví, vegna þess að við erum í raun í sóttkví úti í Noregi, og hittum bara menn sem hafa verið testaðir í bak og fyrir. En við tökum bara því sem að höndum ber,“ segir Sigurður. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31 Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. Einhver óvissa ríkti um leikinn, sem er í undankeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta, eftir að Ísland var sett á „rauðan lista“ í Noregi. Blikar fá hins vegar undanþágu frá sóttkví í landinu, enda verða þeir lokaðir af allan sinn tíma þar utan einnar æfingar og leiksins, sem fram fer fyrir luktum dyrum. Það hentaði Blikum ekki að verða við ósk forráðamanna Rosenborg og reglur UEFA kveða ekki á um að lið þurfi að mæta á leikstað fyrr en degi fyrir leik. „Þeir könnuðu þennan möguleika vegna þess að það tekur einhvern ákveðinn tíma að klára sýnatöku við komuna til Noregs. En það er búið að leysa það þannig að við komum bara út daginn fyrir leik,“ sagði Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bíða þess að vita hvað gerist við heimkomu Upphaflega gerðu Blikar reyndar ráð fyrir að fara út 25. ágúst, til að geta æft ytra þar sem það mátti ekki hér á landi, en hætt var við það og ákveðið að ferðast snemma degi fyrir leik. Enn er óljóst hvað tekur við þegar Blikar koma heim til Íslands en vinna er í gangi við að fá úr því skorið hvort fótboltalið geti farið í svokallaða vinnusóttkví við komu til Íslands, og þannig haldið áfram æfingum, eða verið undanþegin sóttkví. „Við fylgjumst bara með og vonum að KSÍ sé að vinna að því fyrir félögin að af þessu verði. Annars gæti það haft ansi mikil áhrif á Íslandsmótið. Auðvitað myndi maður helst vilja sleppa við sóttkví, vegna þess að við erum í raun í sóttkví úti í Noregi, og hittum bara menn sem hafa verið testaðir í bak og fyrir. En við tökum bara því sem að höndum ber,“ segir Sigurður.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31 Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31
Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38