Áhorfendur verða bannaðir á öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu næsta mánuðinn vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.
Þetta tilkynntu ítölsk stjórnvöld í kvöld. Þau tilkynntu jafnframt að skólum og háskólum yrði lokað fram til 15. mars.
Þetta þýðir væntanlega að keppni muni hefjast að nýju í ítölsku A-deildinni í fótbolta af fullum krafti um helgina en leikjum þar hefur verið frestað síðustu tvær umferðir vegna kórónuveirunnar.
Alls hafa 107 manneskjur látist af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu. Yfir 3.000 manns hafa greinst með veiruna í landinu.
Allsherjar áhorfendabann á Ítalíu í mánuð

Tengdar fréttir

Gætu seinkað Ólympíuleikunum til loka ársins
Japanski Ólympíuleikaráðherrann segir að það komi vel til greina að færa Ólympíuleikanna í Tókýó til loka ársins vegna Kórónuveirunnar.

Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu
Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér
Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna.

Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu
Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu.