Töluvert berst af fyrirspurnum um afbókanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. mars 2020 20:00 Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu um allan heim. vísir/vilhelm Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Okkur sýnist núna undanfarna daga, að eftir því sem útbreiðslan hefur orðið meiri í Evrópu, að þetta sé að hafa heldur hraðari áhrif en við áttum von á fyrir viku síðan. Við erum farin að fá töluvert mikið af fyrirspurnum um afbókunarskilmála og hvernig staðan sé á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir hópar hafa verið að afbóka ferðir til Íslands vegna veirunnar í nokkurn tíma. Nú fjölgar Evrópubúum sem eru að spyrjast fyrir og er þá oft um hópa að ræða. „Við erum líka að fá fyrirspurnir frá Bandaríkjunum auk þess sem ákvarðanir sem fyrirtæki og yfirvöld eru að taka hér og þar eru að hafa áhrif á þetta,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Óvissan er mikil og sést glögglega hjá Icelandair sem felldi um helgina úr gildi afkomuspá sína og sagði að ekki væri mögulegt að gefa út spá á þessum tímapunkti vegna veirunnar. Hann segir þetta áhyggjuefni en að ferðaþjónustan fylgist náið með stöðunni með stjórnvöldum. „Það er náttúrulega mjög mikið af fyrirtækjum í ferðaþjónustunni sem þreyja veturinn, jafnvel í taprekstri sex mánuði ársins, til þess að ná inn tekjum fyrir árið yfir sumarið. Þannig það má ekki mikið út af bregða fyrir mörg fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Ef allt fer á versta veg erum við að horfa upp á mjög erfiðan vetur á næsta ári.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Okkur sýnist núna undanfarna daga, að eftir því sem útbreiðslan hefur orðið meiri í Evrópu, að þetta sé að hafa heldur hraðari áhrif en við áttum von á fyrir viku síðan. Við erum farin að fá töluvert mikið af fyrirspurnum um afbókunarskilmála og hvernig staðan sé á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir hópar hafa verið að afbóka ferðir til Íslands vegna veirunnar í nokkurn tíma. Nú fjölgar Evrópubúum sem eru að spyrjast fyrir og er þá oft um hópa að ræða. „Við erum líka að fá fyrirspurnir frá Bandaríkjunum auk þess sem ákvarðanir sem fyrirtæki og yfirvöld eru að taka hér og þar eru að hafa áhrif á þetta,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Óvissan er mikil og sést glögglega hjá Icelandair sem felldi um helgina úr gildi afkomuspá sína og sagði að ekki væri mögulegt að gefa út spá á þessum tímapunkti vegna veirunnar. Hann segir þetta áhyggjuefni en að ferðaþjónustan fylgist náið með stöðunni með stjórnvöldum. „Það er náttúrulega mjög mikið af fyrirtækjum í ferðaþjónustunni sem þreyja veturinn, jafnvel í taprekstri sex mánuði ársins, til þess að ná inn tekjum fyrir árið yfir sumarið. Þannig það má ekki mikið út af bregða fyrir mörg fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Ef allt fer á versta veg erum við að horfa upp á mjög erfiðan vetur á næsta ári.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira