Sóttu tæp fimm tonn af rusli í tvær blokkir á tuttugu mínútum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 19:30 Sorphirða hófst í Breiðholti í dag eftir að tímabundin undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Vísir/Egill Tæp fimm tonn af rusli voru hreinsuð út úr tveimur blokkum í Breiðholti í dag á aðeins tuttugu mínútum eftir að undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Borgin hefur óskað eftir frekari undanþágum. Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. Þegar fréttastofu bar að garð í dag var Magnús Magnússon og samstarfsfólk hans í óða önn við að tæma yfirfullar ruslafötur við heimili fólks í Efra-Breiðholti þar sem ekki tókst að tæma áður en ótímabundið verkfall hófst fyrir um tveimur vikum síðan. Hann segir hafa gengið nokkuð vel að tæma og svo virðist sem margir hafi farið með sorp í grenndargáma til að koma í veg fyrir að það safnist upp við húsin. „Það vantar að salta og sanda í tröppur. Við erum stundum í basli að koma þeim upp þegar við erum með þungar tunnur þegar það er mikil hálka í tröppunum,“ segir Magnús. Undanþága gildir til 6. mars en borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann brýnir einnig fyrir bæjarbúum að gæta vel að því að hreinsa frá tunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/Sigurjón „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum,“ segir Bjarni. „Við viljum auðvitað að þetta leysist sem fyrst þetta verkfall og vonumst til þess. En það eru engar viðræður í gangi eins og stendur, því miður.“ Heima í fjórtán daga Þá mætti hópur foreldra með börn sín sem ekki komast í leikskólann vegna verkfalla í Ráðhúsið í dag. „Þetta er fjórtándi dagurinn í dag sem að stelpan mín fer ekki á leikskólann. Hún hefur sem sagt ekki farið í eina mínútu allan tímann. Strákurinn minn hefur fengið að fara um helming tímans en á þeirra leikskóla hafa fjórar af sex deildum verið lokaðar með öllu,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, ein þeirra foreldra sem mættu með börn sín í ráðhúsið í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir hvetur deiluaðila til að setjast niður og reyna að semja en dóttir hennar hefur ekkert komist á leikskólann í tvær vikur.Vísir/Sigurjón Hún hvetur deiluaðila til að funda og komast að lausn á sama tíma og hún segist styðja baráttu láglaunafólks. „Gerið allt sem þið getið til að leysa málið og rísið undir ábyrgð ykkar hvað þetta varðar,“ segir Sigríður. Nokkrir leikskólastarfsmenn voru einnig mættir í Ráðhúsið sem segjast þreyttir á að vera í verkfalli og vonast til þess að það dragist ekki mikið á langinn. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Tæp fimm tonn af rusli voru hreinsuð út úr tveimur blokkum í Breiðholti í dag á aðeins tuttugu mínútum eftir að undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Borgin hefur óskað eftir frekari undanþágum. Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. Þegar fréttastofu bar að garð í dag var Magnús Magnússon og samstarfsfólk hans í óða önn við að tæma yfirfullar ruslafötur við heimili fólks í Efra-Breiðholti þar sem ekki tókst að tæma áður en ótímabundið verkfall hófst fyrir um tveimur vikum síðan. Hann segir hafa gengið nokkuð vel að tæma og svo virðist sem margir hafi farið með sorp í grenndargáma til að koma í veg fyrir að það safnist upp við húsin. „Það vantar að salta og sanda í tröppur. Við erum stundum í basli að koma þeim upp þegar við erum með þungar tunnur þegar það er mikil hálka í tröppunum,“ segir Magnús. Undanþága gildir til 6. mars en borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann brýnir einnig fyrir bæjarbúum að gæta vel að því að hreinsa frá tunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/Sigurjón „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum,“ segir Bjarni. „Við viljum auðvitað að þetta leysist sem fyrst þetta verkfall og vonumst til þess. En það eru engar viðræður í gangi eins og stendur, því miður.“ Heima í fjórtán daga Þá mætti hópur foreldra með börn sín sem ekki komast í leikskólann vegna verkfalla í Ráðhúsið í dag. „Þetta er fjórtándi dagurinn í dag sem að stelpan mín fer ekki á leikskólann. Hún hefur sem sagt ekki farið í eina mínútu allan tímann. Strákurinn minn hefur fengið að fara um helming tímans en á þeirra leikskóla hafa fjórar af sex deildum verið lokaðar með öllu,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, ein þeirra foreldra sem mættu með börn sín í ráðhúsið í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir hvetur deiluaðila til að setjast niður og reyna að semja en dóttir hennar hefur ekkert komist á leikskólann í tvær vikur.Vísir/Sigurjón Hún hvetur deiluaðila til að funda og komast að lausn á sama tíma og hún segist styðja baráttu láglaunafólks. „Gerið allt sem þið getið til að leysa málið og rísið undir ábyrgð ykkar hvað þetta varðar,“ segir Sigríður. Nokkrir leikskólastarfsmenn voru einnig mættir í Ráðhúsið sem segjast þreyttir á að vera í verkfalli og vonast til þess að það dragist ekki mikið á langinn.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira