Kvenfrelsun og lögbundin kvenhollusta Arnar Sverrisson skrifar 2. mars 2020 08:00 Rituð löggjöf á langa sögu að baki og sprettur úr gildandi siðum og viðmiðum hinna ýmsu ættflokka og þjóða. Meginsiðboðið um samskipti kynjanna hefur frá alda öðli verið, að karlar skyldu hlífa konum, framfleyta þeim, vernda og virða. Mátti þá einu gilda, hvort samfélagið væri flokkað sem móðurveldis- eða föðurveldissamfélag eða blendingsafbrigði – í mannfræðilegum skilningi hugtakanna. Í fornum lögum Egypta t.d. voru kynin jafnrétthá fyrir lögum. Þetta átti m.a. við um þátttöku í opinberu lífi, stjórnmálum, um eignarrétt og réttinn til hjónaskilnaðar. Bæri svo við, að karl væri illskeyttur og léti handalögmál gilda, mátti sekta hann eða húðstrýkja. (Húðstrýking er reyndar algeng refsing karla í sögunni, en fátíð, þegar konur eiga í hlut.) Stúlkur erfðu mæður sínar. Hittaþjóðin er einnig áhugaverð í þessu sambandi. Hittar voru forn menningarþjóð, sem bjó að mestu leyti á því landsvæði, sem nú er Tyrkland (Anatolía) á fjórtándu öld f. Kr. Réttur karla og kvenna var áþekkur með tilliti til þátttöku í samfélaginu, þ.m.t. réttur til eigna og athafna. Kynferðislegt frjálsræði var óátalið hjá báðum kynjum. Aftur á móti mátti taka af lífi gifta konu fyrir framhjáhald. Það átti ekki við um gifta karla. Konur nutu sérstakrar virðingar sem mæður og uppalendur. Karli var refsað fyrir nauðgun, sem einungis gat átt sér stað utan helgi heimilisins. Lög Hammurabis (1810? – 1750) í hinni fornu Babýlon taka m.a. til ofbeldis kynjanna. Hammurabi var harður í horn að taka. Dauðarefsing lá við framhjáhaldi bæði karla og kvenna. Hins vegar var það i valdi karls að náða kerlu sína. Það var reyndar auðvelt konu að sleppa við ákæru, væri hún ekki beinlínis staðin að verki. Hún sór eið um sakleysi sitt. Neyddi brúðgumi brúði sína til samræðis, byggi hún enn í heimahúsum, var hann gerður höfðinu styttri. Faðir, sem drýgði slíka ódáð gagnvart dóttur, skyldi útlægur gerr. Í Gyðingalandi hinu forna voru á þriðju öld f.Kr. samin lög þjóðar Gyðinga eða Hebrea, sem skráð eru í trúarritunum, „Thorah,“ „Talmud“ og „Maimonides.“ Það er m.a. kveðið á um bann við lauslæti í kynlífi. Morði voru einnig bönnuð. Ábyrgð og réttur karla og kvenna var svipaður. Þó virðist heldur hafa hallað á karla. Þegar fangaskipti fóru fram, skyldu konur mæta forgangi. Konur höfðu jafnan rétt á við karla í öllu, er laut að eignarrétti. En á sonum hvíldi sú kvöð að sjá móður og systrum farborða, þegar svo bar undir. Í hinu forna ríki Spartverja nutu giftar konur frjálsræðis í kynlífi. Þeirra meginskylda var að geta af sér hraust afkvæmi. Þær fóru því að eins og rómverskar kynsystur þeirra af betri ættum, sem fundu sér ástmenn og sæðisgjafa meðal hraustustu skylmingaþrælanna í ríkinu. Þetta æxlunarmynstur kvenna er enn í fullu gildi. Eiginkarlar Spörtukvenna hvöttu þær jafnvel til dáða í þessu efni. Víða var það einnig skylda karla að giftast ekkju, framfleyta henni og börnum hennar. Eiginkarli bar reyndar skylda til að ganga í föðurstað sérhverju afkvæmi, sem eiginkona hans bar í heiminn. Karlinn gat enga rönd við reist. Reglan er ævaforn og gildir í raun enn í dag. Í Rómarlýðveldinu voru réttindi karla og kvenna með svipuðu móti á síðari skeiðum þess. Karlar höfðu frelsi til athafa og þátttöku í samfélaginu eins og konur, m.a. við réttarhöld. Sumar kvenna urðu vellauðugar af eigin atvinnurekstri og arfi frá feðrum og eiginkörlum. Þær öðluðust með þessum hætti oft og tíðum áhrif á líf sonanna. Kynlíf utan hins frjálsa hjónabands var ólöglegt. Nauðgun var alvarlegt afbrot talið. Dauðarefsing lá við. Í drottnunartíð Konstantíns mikla (272-337) kváðu lög um, að sekt karla, sem drýgðu hór, skyldi þyngri sektinni, sem hórkerlingar fengu. Vær hórkarlinn hins vegar blankur, var hann limlestur. Konan slapp við slíka refsingu – nema hún væri nunna. Eiginkarli var heimilt að ganga af eljara sínum dauðum, en eiginkonuna mátti hann ekki snerta. (Líklega hefðu þó fæstir þeirra barið sér á brjóst, þegar kerlur þeirra læddust á vit skylmingaþrælanna að kaupa sér drátt.) Í Aþenu til forna var ekki hikað við að dæma karla til dauða fyrir hjúskaparbrot. Eiginkonur voru þó ekki gerðar höfðinu styttri. Í heimi Araba kvað Kóraninn á um jafnræði kynjanna í öllum veigamiklum atriðum. Lögð var áhersla á menntun kvenna. Þátttaka í samfélaginu var lofuð, m.a. í hernaði. Eiginkonur spámannsins, Múhammeðs, voru lifandi dæmi. Khadijah var viðskiptajöfur og Aisha herforingi og fræðimaður. (Annar fræðimaður úr röðum kvenna, Fatima bint Muhammad Al-Fihriya Al Quarashiya/Fatima al-Fihri (800? – 880?) stofnaði Háskólann í Al Qarawiyyin í Marokkó árið 859 fyrir föðurarfinn. Það var fyrsti háskólinn í veraldarsögunni.) Viðurlög við afbrotum voru að mestu viðlík. Bæði hjón gátu beðið um skilnað. Óskráð lög og siðir nánast allra ættflokkasamfélaga hafa verið með svipuðu sniði. Konur virtu sjálfar sig sem mæður og húsfreyjur. En þær voru samt sem áður engir veifiskatar í hernaði og veiðum heldur. Siðir buðu, að þeirra skyldi hefnt. Sá heiður féll fyrst og fremst í skaut nákomnum körlum. Konur og karlar nutu áþekkra réttinda, ábyrgðar og frelsis á öllum sviðum. Lýðræðisleg foringjaþing eða ráð túlkuðu lög og siði - og dæmdu. Þegar völd færðust á færri hendur þróuðust ráðin til fulltrúaþinga Þau voru mýmörg á síðmiðöldum (1250-1450), en voru næsta máttlítil, nema það enska, sem varð býsna öflug stofnun. Eins og áður er bent á eru löggjafarsamkundur þekktar í árdaga germanskra þjóða og keltneskra, t.d norrænna manna, bæði sem ráðgefandi þing og löggjafarþing. Í lögum þessum lifir enn arfur germanskra þjóðflokka. T.d. í ákvæðum um vígsbætur eða vergjöld (þ.wargeld). Þau réðust af kyni eða stöðu hins vegna. Hinn germanski Alamanni þjóðflokkur mat t.d. gildi kvenna sinna tvöfalt gildi karla, en Saxar til helmings karla. Samtímis tilburðum einstakra drottnara til að leggja undir sig ættflokka og ættbálka með vopnavaldi, beittu þeir sér fyrir samningu lagasafna. En eins og kunnugt er beita drottnarar bæði lögum og hugmyndafræði í kúgun sinni. Þekkt eru t.d. lög (salverskra) Franka (germansks ættflokks) frá miðöldum eða frá því snemma á sjöttu öld, Lex Salica (Salian law). Samantekt laganna var fyrir tilstuðlan Klovis fyrsta (466? – 511), sem stofnaði fyrsta ættarveldi Franka (Frakka). Hann lét kristnast fyrir atbeina Klóthildar, drottningar sinnar. Eingyðistrú var einmitt vel til þess fallin að styðja við einveldi. Lögin Klóvis höfðu mótandi áhrif á löggjöf mið- og norður Evrópu. Þar er m.a. útlistun á sök og sekt. Samkvæmt þeim var karli t.d. refsað fyrir að snerta frjálsa konu með fingri. Hindraði karlmaður för konu eða sló, var sektin þrisvar sinnum hærri. Sekta mátti karlmann fyrir samræði í meinum við frjálsa stúlku, jafnvel þótt með samþykkti hennar væri. Vergjöld eða vígsbætur fyrir konu voru almennt margfalt hærri, heldur en fyrir karl í sömu stöðu. Andi og bókstafur þessara laga lifði góðu lífi á miðöldum. T.d. var karlmönnum, sem áreittu konur, bannað að taka þátt í burtreiðum. Siðboðið um sérstaka kvenvernd eða kvenskjöld tók á sig forvitnilega mynd á siðmiðöldum eða þegar drottnarar Evrópu réðust til landvinninga í austurveg undir trúarlegu yfirskini. Í hernaðarhugmyndafræðina var öðrum þræði fléttað inn í hugmyndinni um Maríu guðsmóður, hina óspjölluðu mey, sem karlmenn skyldu lifa fyrir, deyja fyrir og hefna. Kvendrottnarar beittu völdum sínum til mótunar ákveðinna siðaregla fyrir karla. M.a. var undirgefni af þeirra hálfu meitluð í giftingarheitið og settir voru á stofn sérstakir dómstólar, er dæma skyldu um misbresti á samskiptum karla og kvenna. Sagnfræðingurinn, Amy Ruth Kelly (1877-1962), lýsir starfi dómstólsins svo: „Hér var um að ræða kvendómara, sem vildu beisla spennu karla við burtreiðar, veiðar, teningaspil og leiki í þágu hins kvenlega samfélags. Útrýma skyldi ruddahætti og knýja fram hollustu við skjalldýrkun kvenlegrar hátignar.“ Heiðursmannaréttlætið eða karlfórnarréttlætið (e. chivalry justice) hafði nú skotið rótum í rituðum lögum. Eðlislæg sjálfsfórn karla hafði tekið á sig nýja mynd. Á þeim tíma, sem hér um ræðir, hafði Ísland verið numið af Keltum og norrænum mönnum, sem í farteskinu höfðu lög og siði heimalandana. Grágás var lögbók Íslendinga á þjóðveldistímanum eða fram yfir miðja þrettándu öld, þegar þeir játuðu hollustu við Noregskonung. Fyrirmynd þessara laga var sótt til Gulaþings í Noregi, skrifuð upp í tveim mismunandi handritum. Að áliðinni þrettándu öldinni samdi Magnús konungur sjötti ný lög fyrir Íslendinga, Járnsíðu. Um áratugi síðar tók Jónsbók gildi. Enn er við hana stuðst. Á þjóðveldisöld virðist jafnræði hafa ríkt milli kynja í öllum aðalatriðum. Frjálsbornar konur voru stríðsmenn (skjaldmeyjar), skáld, seiðkonur, búhöldar (óðalskvinnur), drottnarar, frillur, eiginkonur og mæður. Íslendingar urðu á síðmiðöldum leppríki Dana. Löggjöf hins danska einveldis var til þess gerð að tryggja einvaldinn í sessi. Krafist var hlýðni og hollustu við konung þessa heims svo og við konung ljóssins á himninum. Kirkja og konungur höfðu lengi vel – eða fram að siðaskiptum – deilt sömu sæng, ef svo má að orði komast. Kúgun og ofbeldi endurspeglaðist í löggjöfinni. Með húsagatilskipun (Anordning om Hustugt paa Island) Kristjáns sjötta, konungs vors, lýðum gjörð kunnug 1746, er tekið afdrifaríkt skref af hálfu ríkisvaldsins til að ráðskast með heimilisfólk og ná á því tökum. Húsbóndann, sem lögum samkvæmt var ábyrgur gerr fyrir eiginkonu og öðru heimilisfólki, dubbaði kóngur upp til eins konar heimilishershöfðingja. Hann var ekki einungis skyldaður til að sjá heimilisfólki farborða, heldur einnig mennta, leiðbeina og tukta til, þegar svo bar undir. Lögin voru þó einum þræði barnaverndarlög. Svo segir Hildur Biering: „Fyrstu íslensku lögin sem ætlað var að tryggja börnum gott uppeldi birtast í Tilskipun um húsagann í Íslandi frá 1746. Tilskipunin, eins og núgildandi lög um barnavernd, gerði yfirvöldum bæði skylt og heimilt að fylgjast með börnum og grípa til aðgerða ef foreldrar stóðu sig ekki í uppeldishlutverkinu.“ Sagnfræðingurinn, Guðmundur Jónsson, segir í þessu sambandi: „Meðferð á fátæku fólki hvíldi á siðferðilegum grundvelli sem kalla má föðurlega forræðishyggju og boðaði undirgefni hinna lægri og ábyrgð hinna æðri. Ströng trúarviðhorf innrættu hlýðni og undirgefni fátæklinga við valdskipan samfélagsins. Húsagatilskipunin frá 1746, sem setti börn og vinnuhjú undir strangt agavald húsbænda, var í fullu gildi fram eftir 19. öldinni og var enn lesin á sumum regluheimilum í heyranda hljóði á hverju sunnudagskvöldi árið um kring.“ Vistarband fátæklinganna var í raun óslitið fram undir aldamótin nítján hundruð og húsagaskipunin gagnsýrði ennþá hug og hjarta alþýðunnar. Bændur voru eins konar forstjórar eða feður, búaliðið jafnvel talið til barna þeirra. Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur, segir: „Íslenska bændasamfélagið var [því] að mörgu leyti fyrirmyndaríhaldssamfélag, þar sem breytingar voru hægar og hver kynslóð tók við af annarri líkt og í óendanlegri röð.“ Arfur fornra siðboða og laga var með svipuðu móti á Íslandi og annars staðar í (norður) Evrópu. T.d. var framhjáhald einstaklinga af báðum kynjum litið hornauga og stundum bannað með lögum. Eins og hjá fornþjóð Hitta var framhjáhald af hálfu konu álitið sýnu afdrifaríkara og verðskuldaði refsingu, væri unnt að færa á það sönnur, væntanlega sökum þess, að væru svik í tafli með faðernið, sat eiginkarlinn upp með framfærslu-, verndar- og menntunarskylduna gagnvart afkvæminu. Ofbeldi karla gegn konum hefur ævinlega misboðið siðvitund fólks og víðast bannað með lögum, nema um afbrot konu væri að ræða. T.d. var eiginkarli í miðaldasamfélagi Kelta í Wales heimilt að löðrunga konu sína fyrir hjúskaparbrot. En að öðru leyti var slíkt ofbeldi bannað. Áþekkt lög giltu einnig á Englandi á ár- og síðmiðöldum og víðar eins og í bresku nýlendunum. Þekkt er þumalfingurreglan svonefnd, sem leyfir karli að berja kerlu sína með priki jafnþykku þumalfingri hans. Regla þessi er munnmælasaga. Kvenfrelsarinn, Dorothy Louise Taliaferro „Del“ Martin (1921-2008), tengdi árið 1976 þessa munnmælasögu við áróður skoðanasystra í sambandi við heimiliserjur (e. domestic violence). Þetta var hvalreki fyrir þær. Þarna þótti þeim komnar sönnur þess, að lög karlkúgaranna leyfðu körlum að lumbra á konum sínum. Ofríki kvenna og ofbeldi gegn körlum hefur lengst af þótt léttvægt í sögunni. Í miðaldasamfélögum Evrópu til dæmis, var ofríki eiginkvenna þekkt eins og nú. Það stoðaði lítt fyrir karla að bera sig illa undan ofbeldi kvenna sinna. Ef upp komst, var þeim refsað. Þeir voru gerðir að athlægi og reiddir öfugir á asna gegnum heimaþorpið. Ástandið er með áþekkum hætti í dag. Leiti lúbarðir karlar á náðir lögreglu, er brosað út í annað. Í kvennaathvörfunum koma þeir að luktum dyrum. Þar á bæ eru þeir sagðir kúgarar kvenna. Í nafni jafnréttis leggur hið opinbera ekki fé til sambærilegrar aðstoðar við karla. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Rituð löggjöf á langa sögu að baki og sprettur úr gildandi siðum og viðmiðum hinna ýmsu ættflokka og þjóða. Meginsiðboðið um samskipti kynjanna hefur frá alda öðli verið, að karlar skyldu hlífa konum, framfleyta þeim, vernda og virða. Mátti þá einu gilda, hvort samfélagið væri flokkað sem móðurveldis- eða föðurveldissamfélag eða blendingsafbrigði – í mannfræðilegum skilningi hugtakanna. Í fornum lögum Egypta t.d. voru kynin jafnrétthá fyrir lögum. Þetta átti m.a. við um þátttöku í opinberu lífi, stjórnmálum, um eignarrétt og réttinn til hjónaskilnaðar. Bæri svo við, að karl væri illskeyttur og léti handalögmál gilda, mátti sekta hann eða húðstrýkja. (Húðstrýking er reyndar algeng refsing karla í sögunni, en fátíð, þegar konur eiga í hlut.) Stúlkur erfðu mæður sínar. Hittaþjóðin er einnig áhugaverð í þessu sambandi. Hittar voru forn menningarþjóð, sem bjó að mestu leyti á því landsvæði, sem nú er Tyrkland (Anatolía) á fjórtándu öld f. Kr. Réttur karla og kvenna var áþekkur með tilliti til þátttöku í samfélaginu, þ.m.t. réttur til eigna og athafna. Kynferðislegt frjálsræði var óátalið hjá báðum kynjum. Aftur á móti mátti taka af lífi gifta konu fyrir framhjáhald. Það átti ekki við um gifta karla. Konur nutu sérstakrar virðingar sem mæður og uppalendur. Karli var refsað fyrir nauðgun, sem einungis gat átt sér stað utan helgi heimilisins. Lög Hammurabis (1810? – 1750) í hinni fornu Babýlon taka m.a. til ofbeldis kynjanna. Hammurabi var harður í horn að taka. Dauðarefsing lá við framhjáhaldi bæði karla og kvenna. Hins vegar var það i valdi karls að náða kerlu sína. Það var reyndar auðvelt konu að sleppa við ákæru, væri hún ekki beinlínis staðin að verki. Hún sór eið um sakleysi sitt. Neyddi brúðgumi brúði sína til samræðis, byggi hún enn í heimahúsum, var hann gerður höfðinu styttri. Faðir, sem drýgði slíka ódáð gagnvart dóttur, skyldi útlægur gerr. Í Gyðingalandi hinu forna voru á þriðju öld f.Kr. samin lög þjóðar Gyðinga eða Hebrea, sem skráð eru í trúarritunum, „Thorah,“ „Talmud“ og „Maimonides.“ Það er m.a. kveðið á um bann við lauslæti í kynlífi. Morði voru einnig bönnuð. Ábyrgð og réttur karla og kvenna var svipaður. Þó virðist heldur hafa hallað á karla. Þegar fangaskipti fóru fram, skyldu konur mæta forgangi. Konur höfðu jafnan rétt á við karla í öllu, er laut að eignarrétti. En á sonum hvíldi sú kvöð að sjá móður og systrum farborða, þegar svo bar undir. Í hinu forna ríki Spartverja nutu giftar konur frjálsræðis í kynlífi. Þeirra meginskylda var að geta af sér hraust afkvæmi. Þær fóru því að eins og rómverskar kynsystur þeirra af betri ættum, sem fundu sér ástmenn og sæðisgjafa meðal hraustustu skylmingaþrælanna í ríkinu. Þetta æxlunarmynstur kvenna er enn í fullu gildi. Eiginkarlar Spörtukvenna hvöttu þær jafnvel til dáða í þessu efni. Víða var það einnig skylda karla að giftast ekkju, framfleyta henni og börnum hennar. Eiginkarli bar reyndar skylda til að ganga í föðurstað sérhverju afkvæmi, sem eiginkona hans bar í heiminn. Karlinn gat enga rönd við reist. Reglan er ævaforn og gildir í raun enn í dag. Í Rómarlýðveldinu voru réttindi karla og kvenna með svipuðu móti á síðari skeiðum þess. Karlar höfðu frelsi til athafa og þátttöku í samfélaginu eins og konur, m.a. við réttarhöld. Sumar kvenna urðu vellauðugar af eigin atvinnurekstri og arfi frá feðrum og eiginkörlum. Þær öðluðust með þessum hætti oft og tíðum áhrif á líf sonanna. Kynlíf utan hins frjálsa hjónabands var ólöglegt. Nauðgun var alvarlegt afbrot talið. Dauðarefsing lá við. Í drottnunartíð Konstantíns mikla (272-337) kváðu lög um, að sekt karla, sem drýgðu hór, skyldi þyngri sektinni, sem hórkerlingar fengu. Vær hórkarlinn hins vegar blankur, var hann limlestur. Konan slapp við slíka refsingu – nema hún væri nunna. Eiginkarli var heimilt að ganga af eljara sínum dauðum, en eiginkonuna mátti hann ekki snerta. (Líklega hefðu þó fæstir þeirra barið sér á brjóst, þegar kerlur þeirra læddust á vit skylmingaþrælanna að kaupa sér drátt.) Í Aþenu til forna var ekki hikað við að dæma karla til dauða fyrir hjúskaparbrot. Eiginkonur voru þó ekki gerðar höfðinu styttri. Í heimi Araba kvað Kóraninn á um jafnræði kynjanna í öllum veigamiklum atriðum. Lögð var áhersla á menntun kvenna. Þátttaka í samfélaginu var lofuð, m.a. í hernaði. Eiginkonur spámannsins, Múhammeðs, voru lifandi dæmi. Khadijah var viðskiptajöfur og Aisha herforingi og fræðimaður. (Annar fræðimaður úr röðum kvenna, Fatima bint Muhammad Al-Fihriya Al Quarashiya/Fatima al-Fihri (800? – 880?) stofnaði Háskólann í Al Qarawiyyin í Marokkó árið 859 fyrir föðurarfinn. Það var fyrsti háskólinn í veraldarsögunni.) Viðurlög við afbrotum voru að mestu viðlík. Bæði hjón gátu beðið um skilnað. Óskráð lög og siðir nánast allra ættflokkasamfélaga hafa verið með svipuðu sniði. Konur virtu sjálfar sig sem mæður og húsfreyjur. En þær voru samt sem áður engir veifiskatar í hernaði og veiðum heldur. Siðir buðu, að þeirra skyldi hefnt. Sá heiður féll fyrst og fremst í skaut nákomnum körlum. Konur og karlar nutu áþekkra réttinda, ábyrgðar og frelsis á öllum sviðum. Lýðræðisleg foringjaþing eða ráð túlkuðu lög og siði - og dæmdu. Þegar völd færðust á færri hendur þróuðust ráðin til fulltrúaþinga Þau voru mýmörg á síðmiðöldum (1250-1450), en voru næsta máttlítil, nema það enska, sem varð býsna öflug stofnun. Eins og áður er bent á eru löggjafarsamkundur þekktar í árdaga germanskra þjóða og keltneskra, t.d norrænna manna, bæði sem ráðgefandi þing og löggjafarþing. Í lögum þessum lifir enn arfur germanskra þjóðflokka. T.d. í ákvæðum um vígsbætur eða vergjöld (þ.wargeld). Þau réðust af kyni eða stöðu hins vegna. Hinn germanski Alamanni þjóðflokkur mat t.d. gildi kvenna sinna tvöfalt gildi karla, en Saxar til helmings karla. Samtímis tilburðum einstakra drottnara til að leggja undir sig ættflokka og ættbálka með vopnavaldi, beittu þeir sér fyrir samningu lagasafna. En eins og kunnugt er beita drottnarar bæði lögum og hugmyndafræði í kúgun sinni. Þekkt eru t.d. lög (salverskra) Franka (germansks ættflokks) frá miðöldum eða frá því snemma á sjöttu öld, Lex Salica (Salian law). Samantekt laganna var fyrir tilstuðlan Klovis fyrsta (466? – 511), sem stofnaði fyrsta ættarveldi Franka (Frakka). Hann lét kristnast fyrir atbeina Klóthildar, drottningar sinnar. Eingyðistrú var einmitt vel til þess fallin að styðja við einveldi. Lögin Klóvis höfðu mótandi áhrif á löggjöf mið- og norður Evrópu. Þar er m.a. útlistun á sök og sekt. Samkvæmt þeim var karli t.d. refsað fyrir að snerta frjálsa konu með fingri. Hindraði karlmaður för konu eða sló, var sektin þrisvar sinnum hærri. Sekta mátti karlmann fyrir samræði í meinum við frjálsa stúlku, jafnvel þótt með samþykkti hennar væri. Vergjöld eða vígsbætur fyrir konu voru almennt margfalt hærri, heldur en fyrir karl í sömu stöðu. Andi og bókstafur þessara laga lifði góðu lífi á miðöldum. T.d. var karlmönnum, sem áreittu konur, bannað að taka þátt í burtreiðum. Siðboðið um sérstaka kvenvernd eða kvenskjöld tók á sig forvitnilega mynd á siðmiðöldum eða þegar drottnarar Evrópu réðust til landvinninga í austurveg undir trúarlegu yfirskini. Í hernaðarhugmyndafræðina var öðrum þræði fléttað inn í hugmyndinni um Maríu guðsmóður, hina óspjölluðu mey, sem karlmenn skyldu lifa fyrir, deyja fyrir og hefna. Kvendrottnarar beittu völdum sínum til mótunar ákveðinna siðaregla fyrir karla. M.a. var undirgefni af þeirra hálfu meitluð í giftingarheitið og settir voru á stofn sérstakir dómstólar, er dæma skyldu um misbresti á samskiptum karla og kvenna. Sagnfræðingurinn, Amy Ruth Kelly (1877-1962), lýsir starfi dómstólsins svo: „Hér var um að ræða kvendómara, sem vildu beisla spennu karla við burtreiðar, veiðar, teningaspil og leiki í þágu hins kvenlega samfélags. Útrýma skyldi ruddahætti og knýja fram hollustu við skjalldýrkun kvenlegrar hátignar.“ Heiðursmannaréttlætið eða karlfórnarréttlætið (e. chivalry justice) hafði nú skotið rótum í rituðum lögum. Eðlislæg sjálfsfórn karla hafði tekið á sig nýja mynd. Á þeim tíma, sem hér um ræðir, hafði Ísland verið numið af Keltum og norrænum mönnum, sem í farteskinu höfðu lög og siði heimalandana. Grágás var lögbók Íslendinga á þjóðveldistímanum eða fram yfir miðja þrettándu öld, þegar þeir játuðu hollustu við Noregskonung. Fyrirmynd þessara laga var sótt til Gulaþings í Noregi, skrifuð upp í tveim mismunandi handritum. Að áliðinni þrettándu öldinni samdi Magnús konungur sjötti ný lög fyrir Íslendinga, Járnsíðu. Um áratugi síðar tók Jónsbók gildi. Enn er við hana stuðst. Á þjóðveldisöld virðist jafnræði hafa ríkt milli kynja í öllum aðalatriðum. Frjálsbornar konur voru stríðsmenn (skjaldmeyjar), skáld, seiðkonur, búhöldar (óðalskvinnur), drottnarar, frillur, eiginkonur og mæður. Íslendingar urðu á síðmiðöldum leppríki Dana. Löggjöf hins danska einveldis var til þess gerð að tryggja einvaldinn í sessi. Krafist var hlýðni og hollustu við konung þessa heims svo og við konung ljóssins á himninum. Kirkja og konungur höfðu lengi vel – eða fram að siðaskiptum – deilt sömu sæng, ef svo má að orði komast. Kúgun og ofbeldi endurspeglaðist í löggjöfinni. Með húsagatilskipun (Anordning om Hustugt paa Island) Kristjáns sjötta, konungs vors, lýðum gjörð kunnug 1746, er tekið afdrifaríkt skref af hálfu ríkisvaldsins til að ráðskast með heimilisfólk og ná á því tökum. Húsbóndann, sem lögum samkvæmt var ábyrgur gerr fyrir eiginkonu og öðru heimilisfólki, dubbaði kóngur upp til eins konar heimilishershöfðingja. Hann var ekki einungis skyldaður til að sjá heimilisfólki farborða, heldur einnig mennta, leiðbeina og tukta til, þegar svo bar undir. Lögin voru þó einum þræði barnaverndarlög. Svo segir Hildur Biering: „Fyrstu íslensku lögin sem ætlað var að tryggja börnum gott uppeldi birtast í Tilskipun um húsagann í Íslandi frá 1746. Tilskipunin, eins og núgildandi lög um barnavernd, gerði yfirvöldum bæði skylt og heimilt að fylgjast með börnum og grípa til aðgerða ef foreldrar stóðu sig ekki í uppeldishlutverkinu.“ Sagnfræðingurinn, Guðmundur Jónsson, segir í þessu sambandi: „Meðferð á fátæku fólki hvíldi á siðferðilegum grundvelli sem kalla má föðurlega forræðishyggju og boðaði undirgefni hinna lægri og ábyrgð hinna æðri. Ströng trúarviðhorf innrættu hlýðni og undirgefni fátæklinga við valdskipan samfélagsins. Húsagatilskipunin frá 1746, sem setti börn og vinnuhjú undir strangt agavald húsbænda, var í fullu gildi fram eftir 19. öldinni og var enn lesin á sumum regluheimilum í heyranda hljóði á hverju sunnudagskvöldi árið um kring.“ Vistarband fátæklinganna var í raun óslitið fram undir aldamótin nítján hundruð og húsagaskipunin gagnsýrði ennþá hug og hjarta alþýðunnar. Bændur voru eins konar forstjórar eða feður, búaliðið jafnvel talið til barna þeirra. Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur, segir: „Íslenska bændasamfélagið var [því] að mörgu leyti fyrirmyndaríhaldssamfélag, þar sem breytingar voru hægar og hver kynslóð tók við af annarri líkt og í óendanlegri röð.“ Arfur fornra siðboða og laga var með svipuðu móti á Íslandi og annars staðar í (norður) Evrópu. T.d. var framhjáhald einstaklinga af báðum kynjum litið hornauga og stundum bannað með lögum. Eins og hjá fornþjóð Hitta var framhjáhald af hálfu konu álitið sýnu afdrifaríkara og verðskuldaði refsingu, væri unnt að færa á það sönnur, væntanlega sökum þess, að væru svik í tafli með faðernið, sat eiginkarlinn upp með framfærslu-, verndar- og menntunarskylduna gagnvart afkvæminu. Ofbeldi karla gegn konum hefur ævinlega misboðið siðvitund fólks og víðast bannað með lögum, nema um afbrot konu væri að ræða. T.d. var eiginkarli í miðaldasamfélagi Kelta í Wales heimilt að löðrunga konu sína fyrir hjúskaparbrot. En að öðru leyti var slíkt ofbeldi bannað. Áþekkt lög giltu einnig á Englandi á ár- og síðmiðöldum og víðar eins og í bresku nýlendunum. Þekkt er þumalfingurreglan svonefnd, sem leyfir karli að berja kerlu sína með priki jafnþykku þumalfingri hans. Regla þessi er munnmælasaga. Kvenfrelsarinn, Dorothy Louise Taliaferro „Del“ Martin (1921-2008), tengdi árið 1976 þessa munnmælasögu við áróður skoðanasystra í sambandi við heimiliserjur (e. domestic violence). Þetta var hvalreki fyrir þær. Þarna þótti þeim komnar sönnur þess, að lög karlkúgaranna leyfðu körlum að lumbra á konum sínum. Ofríki kvenna og ofbeldi gegn körlum hefur lengst af þótt léttvægt í sögunni. Í miðaldasamfélögum Evrópu til dæmis, var ofríki eiginkvenna þekkt eins og nú. Það stoðaði lítt fyrir karla að bera sig illa undan ofbeldi kvenna sinna. Ef upp komst, var þeim refsað. Þeir voru gerðir að athlægi og reiddir öfugir á asna gegnum heimaþorpið. Ástandið er með áþekkum hætti í dag. Leiti lúbarðir karlar á náðir lögreglu, er brosað út í annað. Í kvennaathvörfunum koma þeir að luktum dyrum. Þar á bæ eru þeir sagðir kúgarar kvenna. Í nafni jafnréttis leggur hið opinbera ekki fé til sambærilegrar aðstoðar við karla. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar