Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 11. mars 2020 23:07 Klopp í leikslok. vísir/getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. Atletico varðist lengi vel með kjafti og klóm í leiknum en stærstan hluta af leiknum voru þeir með alla sína leikmenn á sínum eigin vallarhelmingi þar sem þeir vörðust sterku liði Liverpool. Sá þýski er ekki hrifinn af leikstíl Atletico. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er erfitt að spila gegn svona liði. Ég skil ekki með öll þessi gæði sem þeir hafa að þeir geti ekki spilað almennilegan fótbolta. Þeir standa neðarlega á vellinum og beita skyndisóknum,“ sagði Klopp við BT Sport."It's difficult to explain these goals, to be honest. The boys fought hard." "We will come again, and go again. But for now, we are out." A disappointed Jurgen Klopp is keen to not get too despondent despite the Reds losing hold of their European crown...@TheDesKellypic.twitter.com/6f74I8jlen— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 11, 2020 „Við þurfum að taka því en mér líður ekki vel. Ég veit að ég er bara tapsár, sérstaklega þegar drengirnir leggja svona mikið á sig gegn tveim fjögurra manna línum.“ „Við vissum það að á síðustu tveimur árum vorum við heppnir á tímapunktum í Meistaradeildinni en í dag var allt á móti okkur á lykilaugnablikum en aðalmistökin voru að skora ekki fimm mínútum fyrr. Við skoruðum í framlengingunni en ekki í venjulegum leiktíma.“ „Strákarnir voru stórkostlegir þessar 90 mínútur. Þeir spiluðu frábæran fótbolta. Þú sást að við eigum ekki að fá þessi mörk á okkur sem við fengum á okkur. Það er erfitt að útskýra þessi mörk sem við fengum á okkur en við munum koma aftur. Nú erum við úr leik,“ sagði sá þýski. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. Atletico varðist lengi vel með kjafti og klóm í leiknum en stærstan hluta af leiknum voru þeir með alla sína leikmenn á sínum eigin vallarhelmingi þar sem þeir vörðust sterku liði Liverpool. Sá þýski er ekki hrifinn af leikstíl Atletico. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er erfitt að spila gegn svona liði. Ég skil ekki með öll þessi gæði sem þeir hafa að þeir geti ekki spilað almennilegan fótbolta. Þeir standa neðarlega á vellinum og beita skyndisóknum,“ sagði Klopp við BT Sport."It's difficult to explain these goals, to be honest. The boys fought hard." "We will come again, and go again. But for now, we are out." A disappointed Jurgen Klopp is keen to not get too despondent despite the Reds losing hold of their European crown...@TheDesKellypic.twitter.com/6f74I8jlen— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 11, 2020 „Við þurfum að taka því en mér líður ekki vel. Ég veit að ég er bara tapsár, sérstaklega þegar drengirnir leggja svona mikið á sig gegn tveim fjögurra manna línum.“ „Við vissum það að á síðustu tveimur árum vorum við heppnir á tímapunktum í Meistaradeildinni en í dag var allt á móti okkur á lykilaugnablikum en aðalmistökin voru að skora ekki fimm mínútum fyrr. Við skoruðum í framlengingunni en ekki í venjulegum leiktíma.“ „Strákarnir voru stórkostlegir þessar 90 mínútur. Þeir spiluðu frábæran fótbolta. Þú sást að við eigum ekki að fá þessi mörk á okkur sem við fengum á okkur. Það er erfitt að útskýra þessi mörk sem við fengum á okkur en við munum koma aftur. Nú erum við úr leik,“ sagði sá þýski.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira