Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 05:54 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undirritar hér nýja kjarasamninginn í nótt. Vísir/jkj Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. Eins og Vísir greindi frá á fjórða tímanum tókst deiluaðilum að undirrita nýjan kjarasamning, eftir rúmlega mánaðarlangar verkfallsaðgerðir Eflingar. Með undirritun samnings er verkfallsaðgerðum Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg, sem settu margvíslegan svip á daglegt líf í höfuðborginni, lokið. Samningurinn verður nú kynntur félagsmönnum og borin undir atkvæði þeirra. Efling sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í nótt þar sem stiklað er á stóru um innihald kjarasamningsins sem sagt er „mikilvægt skref í átt að kjaraleiðréttingu láglaunafólks og kvennastétta.“ Kjaradeilu Eflingar við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er þó enn ólokið.Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýstMeðal þess sem samið var um í nótt er eftirfarandi, að sögn Eflingar:Með samningnum hækka byrjunarlaun Eflingarfélaga í lægstu launaflokkum um allt að rúmlega 112.000 krónur á samningstímanum miðað við fullt starf. Hækkunum umfram 90 þúsund króna taxtahækkun að fyrirmynd almenna vinnumarkaðarins er náð fram með töflubreytingu sem skapar að meðaltali um 7.800 krónur í viðbótargrunnlaunahækkun hjá öllum Eflingarfélögum og einnig er samið um sérstaka viðbótarhækkun lægstu launa í formi sérgreiðslu.Sérgreiðslan sem um samdist er 15.000 krónur í lægstu launaflokkum og fjarar út eftir því sem ofar dregur í launaflokkum. Sérgreiðslan kemur á 26 starfsheiti Eflingar önnur en þau sem þegar hafa sérstaka kaupauka. Hún mun skila sér í stiglækkandi mynd til tæplega þriggja af hverjum fjórum Eflingarfélagum hjá borginni.Margvíslegar kjarabætur aðrar en grunnlaunahækkanir eru í samningnum, svo sem stytting vinnuvikunnar, útfærð bæði fyrir dagvinnu- og vaktavinnufólk. Greiðsla 10 yfirvinnutíma á mánuði til leikskólastarfsfólks er nú tryggð í kjarasamningi í formi nýrrar sérgreiðslu. Námskeiðum og fræðslu er gefið aukið vægi í launamyndun einstakra starfsmanna.Samningurinn nær til um 1.850 Eflingarfélaga í störfum hjá Reykjavíkurborg. Langflestir þeirra eru konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum við umönnun, þrif, þvotta og mötuneytisstörf. Aðrir starfa m.a. við gatnaviðhald og sorphirðu. Gildistími samningsins er til 31. mars 2023. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. Eins og Vísir greindi frá á fjórða tímanum tókst deiluaðilum að undirrita nýjan kjarasamning, eftir rúmlega mánaðarlangar verkfallsaðgerðir Eflingar. Með undirritun samnings er verkfallsaðgerðum Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg, sem settu margvíslegan svip á daglegt líf í höfuðborginni, lokið. Samningurinn verður nú kynntur félagsmönnum og borin undir atkvæði þeirra. Efling sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í nótt þar sem stiklað er á stóru um innihald kjarasamningsins sem sagt er „mikilvægt skref í átt að kjaraleiðréttingu láglaunafólks og kvennastétta.“ Kjaradeilu Eflingar við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er þó enn ólokið.Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýstMeðal þess sem samið var um í nótt er eftirfarandi, að sögn Eflingar:Með samningnum hækka byrjunarlaun Eflingarfélaga í lægstu launaflokkum um allt að rúmlega 112.000 krónur á samningstímanum miðað við fullt starf. Hækkunum umfram 90 þúsund króna taxtahækkun að fyrirmynd almenna vinnumarkaðarins er náð fram með töflubreytingu sem skapar að meðaltali um 7.800 krónur í viðbótargrunnlaunahækkun hjá öllum Eflingarfélögum og einnig er samið um sérstaka viðbótarhækkun lægstu launa í formi sérgreiðslu.Sérgreiðslan sem um samdist er 15.000 krónur í lægstu launaflokkum og fjarar út eftir því sem ofar dregur í launaflokkum. Sérgreiðslan kemur á 26 starfsheiti Eflingar önnur en þau sem þegar hafa sérstaka kaupauka. Hún mun skila sér í stiglækkandi mynd til tæplega þriggja af hverjum fjórum Eflingarfélagum hjá borginni.Margvíslegar kjarabætur aðrar en grunnlaunahækkanir eru í samningnum, svo sem stytting vinnuvikunnar, útfærð bæði fyrir dagvinnu- og vaktavinnufólk. Greiðsla 10 yfirvinnutíma á mánuði til leikskólastarfsfólks er nú tryggð í kjarasamningi í formi nýrrar sérgreiðslu. Námskeiðum og fræðslu er gefið aukið vægi í launamyndun einstakra starfsmanna.Samningurinn nær til um 1.850 Eflingarfélaga í störfum hjá Reykjavíkurborg. Langflestir þeirra eru konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum við umönnun, þrif, þvotta og mötuneytisstörf. Aðrir starfa m.a. við gatnaviðhald og sorphirðu. Gildistími samningsins er til 31. mars 2023.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45