Starfsmönnum Jóa Fel sem kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt sagt upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 16:50 Tveimur starfsmönnum Jóa Fel var sagt upp störfum eftir að þeir kröfðust þess að kjarasamningum yrði fylgt og sá þriðji sagði upp eftir að honum voru ekki greiddir veikindadagar sem hann skilaði inn læknisvottorði fyrir. Samsett mynd Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. Tveir þeirra fengu ekki veikindadaga útgreidda og þeim þriðja var sagt upp eftir að hann krafðist þess að fá kjarabundna launahækkun. Bakarí Jóa Fel hefur þá ekki greitt iðgjöld í Lífeyrissjóð Verslunarmanna né félagsgjöld til VR frá því í mars í fyrra. Þá hafa stjórnendur fyrirtækisins gert ítrekaðar tilraunir til að komast hjá því að greiða starfsmönnum sínum ýmsar kjarabundnar greiðslur, eins og kjarabundna launahækkun, veikindadaga og fleira samkvæmt heimildum fréttastofu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur krafist þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Málið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 9. september næstkomandi. Fyrirtækið hefur dregið iðgjöld og félagsgjöld af launum starfsfólks en greiðslurnar ekki borist lífeyrissjóðnum og VR frá því snemma á síðasta ári samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hafa greiðslur í séreignasparnað starfsmanna ekki borist frá því í mars í fyrra. Þá hefur bakaríi Jóa Fel í Borgartúni lokað. Samkvæmt frétt mbl.is hefur eigandi húsnæðisins ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar húsaleigu. Fékk ekki kjarabundna launahækkun og var sagt upp í kjölfarið Fyrrverandi starfsmaður bakarís Jóa Fel sem fréttastofa hefur rætt við segir að sér hafi verið sagt upp eftir að hann leitaði réttar síns hjá verkalýðsfélaginu. Hann hafi ekki fengið kjarabundna launahækkun þegar aðrir starfsmenn fengu hana og þegar hann hafi bent á það við stjórnendur fyrirtækisins hafi hann verið boðaður á fund. Þar hafi honum verið gefnir tveir kostir: að sætta sig við hlutina eins og þeir væru eða honum væri sagt upp. Hann hafi þá lýst því yfir að hann myndi ekki sætta sig við kjarabrot og var honum sagt upp í kjölfarið. Tveir aðrir starfsmenn bakarísins sem fréttastofa hefur rætt við hafa lent í svipuðu atviki, þar sem þeir hröktust úr starfi eftir að hafa leitað réttar síns. Hjá öðrum þeirra hafi starfshlutfall verið minnkað úr fullu starfi niður í hálft starf. Þegar hann hafi leitað réttar síns hjá VR, sem hafði samband við Jóhannes Felixsson, hafi hann brugðist illa við í tölvupósti, sem fréttastofa hefur undir höndum, og sagt að enginn starfsmaður gæti verið í 100% starfi. Það hafi verið svoleiðis hjá honum í yfir tíu ár og engin undantekning yrði gerð fyrir umræddan starfsmann. Þá hafði starfsmaðurinn ekki fengið greidda út veikindadaga sem hann skilaði inn vottorði um. Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel.Vísir Í kjölfarið, eftir að starfmaðurinn krafðist þess að hann fengi að vinna þá vinnutíma sem um var samið, sendi Jói starfsmanninum tölvupóst sem fréttastofa hefur undir höndum. Svar Jóa var á þá vegu að hann hafi verið í samskiptum við VR og væru hann og fulltrúar VR ekki sammála. Starfsmanninum yrði sagt upp um mánaðarmótin. „Þú verður bara að leggja fram kæru eða kvörtun til þeirra svona er þetta bara og því miður er ekki vinna fyrir þig. Þér verður svo sagt upp um mánaðarmótin.,“ segir í póstinum. Notaði bikinímynd af starfsmanni sem rök fyrir að greiða ekki út veikindaleyfi Þriðji starfsmaðurinn greindi fréttastofu frá því að honum hafi ekki borist greiðslur fyrir veikindadaga sem hann skilaði inn vottorði fyrir. Þá hafi orlofsgreiðslur og desemberuppbót heldur ekki borist. Þegar hann hafi spurst fyrir um málið hafi Jói svarað honum í tölvupósti, sem fréttastofa hefur undir höndum, að orlof og desemberuppbót yrðu greidd en að hann efaðist að starfsmaðurinn hafi verið veikur. Þá sendi Jói skjáskot sem tekið var af Instagram-reikningi starfsmannsins þar sem hann var klæddur bikiníi einum fata og spurði: „Hvað er t.d. dæmis að þér á þessari mynd.“ Starfsmaðurinn benti þá á að myndin væri gömul og að Instagram-aðgangurinn væri lokaður. Hann setti einnig spurningamerki við það hvernig Jói hafi nálgast myndina. Starfsmaðurinn sagði í kjölfarið upp störfum. Í lok júlímánaðar, þegar aðrir starfsmenn höfðu fengið launaseðla afhenta og laun greidd út, höfðu starfsmennirnir þrír ekki fengið launaseðla né launagreiðslur. Launagreiðslur bárust ekki fyrr en þann 4. ágúst eftir að starfsmennirnir höfðu ítrekað haft samband við yfirmenn sína. Þeir veikindadagar sem starfsmenn kröfðust að yrðu borgaðir út voru ekki greiddir. Ekki náðist í Jóa Fel þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kjaramál Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Bakarí Tengdar fréttir LIVE krefst gjaldþrotaskipta Jóa Fel Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. 22. ágúst 2020 08:08 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þrír fyrrverandi starfsmenn Jóa Fel hröktust úr starfi, var annað hvort sagt upp eða sögðu upp, eftir að laun þeirra voru ekki útgreidd samkvæmt kjarasamningum. Tveir þeirra fengu ekki veikindadaga útgreidda og þeim þriðja var sagt upp eftir að hann krafðist þess að fá kjarabundna launahækkun. Bakarí Jóa Fel hefur þá ekki greitt iðgjöld í Lífeyrissjóð Verslunarmanna né félagsgjöld til VR frá því í mars í fyrra. Þá hafa stjórnendur fyrirtækisins gert ítrekaðar tilraunir til að komast hjá því að greiða starfsmönnum sínum ýmsar kjarabundnar greiðslur, eins og kjarabundna launahækkun, veikindadaga og fleira samkvæmt heimildum fréttastofu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur krafist þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Málið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 9. september næstkomandi. Fyrirtækið hefur dregið iðgjöld og félagsgjöld af launum starfsfólks en greiðslurnar ekki borist lífeyrissjóðnum og VR frá því snemma á síðasta ári samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hafa greiðslur í séreignasparnað starfsmanna ekki borist frá því í mars í fyrra. Þá hefur bakaríi Jóa Fel í Borgartúni lokað. Samkvæmt frétt mbl.is hefur eigandi húsnæðisins ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar húsaleigu. Fékk ekki kjarabundna launahækkun og var sagt upp í kjölfarið Fyrrverandi starfsmaður bakarís Jóa Fel sem fréttastofa hefur rætt við segir að sér hafi verið sagt upp eftir að hann leitaði réttar síns hjá verkalýðsfélaginu. Hann hafi ekki fengið kjarabundna launahækkun þegar aðrir starfsmenn fengu hana og þegar hann hafi bent á það við stjórnendur fyrirtækisins hafi hann verið boðaður á fund. Þar hafi honum verið gefnir tveir kostir: að sætta sig við hlutina eins og þeir væru eða honum væri sagt upp. Hann hafi þá lýst því yfir að hann myndi ekki sætta sig við kjarabrot og var honum sagt upp í kjölfarið. Tveir aðrir starfsmenn bakarísins sem fréttastofa hefur rætt við hafa lent í svipuðu atviki, þar sem þeir hröktust úr starfi eftir að hafa leitað réttar síns. Hjá öðrum þeirra hafi starfshlutfall verið minnkað úr fullu starfi niður í hálft starf. Þegar hann hafi leitað réttar síns hjá VR, sem hafði samband við Jóhannes Felixsson, hafi hann brugðist illa við í tölvupósti, sem fréttastofa hefur undir höndum, og sagt að enginn starfsmaður gæti verið í 100% starfi. Það hafi verið svoleiðis hjá honum í yfir tíu ár og engin undantekning yrði gerð fyrir umræddan starfsmann. Þá hafði starfsmaðurinn ekki fengið greidda út veikindadaga sem hann skilaði inn vottorði um. Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel.Vísir Í kjölfarið, eftir að starfmaðurinn krafðist þess að hann fengi að vinna þá vinnutíma sem um var samið, sendi Jói starfsmanninum tölvupóst sem fréttastofa hefur undir höndum. Svar Jóa var á þá vegu að hann hafi verið í samskiptum við VR og væru hann og fulltrúar VR ekki sammála. Starfsmanninum yrði sagt upp um mánaðarmótin. „Þú verður bara að leggja fram kæru eða kvörtun til þeirra svona er þetta bara og því miður er ekki vinna fyrir þig. Þér verður svo sagt upp um mánaðarmótin.,“ segir í póstinum. Notaði bikinímynd af starfsmanni sem rök fyrir að greiða ekki út veikindaleyfi Þriðji starfsmaðurinn greindi fréttastofu frá því að honum hafi ekki borist greiðslur fyrir veikindadaga sem hann skilaði inn vottorði fyrir. Þá hafi orlofsgreiðslur og desemberuppbót heldur ekki borist. Þegar hann hafi spurst fyrir um málið hafi Jói svarað honum í tölvupósti, sem fréttastofa hefur undir höndum, að orlof og desemberuppbót yrðu greidd en að hann efaðist að starfsmaðurinn hafi verið veikur. Þá sendi Jói skjáskot sem tekið var af Instagram-reikningi starfsmannsins þar sem hann var klæddur bikiníi einum fata og spurði: „Hvað er t.d. dæmis að þér á þessari mynd.“ Starfsmaðurinn benti þá á að myndin væri gömul og að Instagram-aðgangurinn væri lokaður. Hann setti einnig spurningamerki við það hvernig Jói hafi nálgast myndina. Starfsmaðurinn sagði í kjölfarið upp störfum. Í lok júlímánaðar, þegar aðrir starfsmenn höfðu fengið launaseðla afhenta og laun greidd út, höfðu starfsmennirnir þrír ekki fengið launaseðla né launagreiðslur. Launagreiðslur bárust ekki fyrr en þann 4. ágúst eftir að starfsmennirnir höfðu ítrekað haft samband við yfirmenn sína. Þeir veikindadagar sem starfsmenn kröfðust að yrðu borgaðir út voru ekki greiddir. Ekki náðist í Jóa Fel þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Bakarí Tengdar fréttir LIVE krefst gjaldþrotaskipta Jóa Fel Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. 22. ágúst 2020 08:08 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
LIVE krefst gjaldþrotaskipta Jóa Fel Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. 22. ágúst 2020 08:08