Ríflega sexhundruð börn fá ekki að fara í skólann á morgun vegna kórónuveirusmita starfsmanna skólanna. Við ræðum við Helga Grímsson sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í fréttum okkar klukkan 18:30.
Þá segjum við frá því að starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi viðLandsvirkjun.
Við ræðum við Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Norðurland um blikur sem eru á lofti í ferðaþjónustunni. Þá heimsækjum við nunnurnar í Stykkishólmi og heyrum þær taka lagið.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30 og má sjá á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og á Vísi hér.