Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:03 Cameron Mander dómari gaf sér góðan tíma við dómsuppkvaðninguna í morgun. Getty/John Kirk-Anderson Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem kveðinn hefur verið upp á Nýja-Sjálandi en þar er ekki heimild fyrir dauðarefsingum. Að auki játaði Tarrant á sig fjörutíu morðtilraunir og hryðjuverk. Voðaverkin, sem send voru út í beinni útsendingu á Facebook, voru fordæmd um allan heim. Við aðalmeðferð málsins kom fram að Tarrant hafi ætlað sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Þar að auki hafi hann ætlað sér að ráðast á þriðju moskuna. Fjölmiðlum var meinað að greina frá aðalmeðferðinni í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rataði ekki frekar fyrir almenningssjónir. Fréttamönnum voru auk þess settar hömlur á hverju mátti greina frá og hverju ekki. Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna í morgun að morðin hefðu verið hrottafenginn, Tarrant væri kaldlyndur og nær ómennskur. Dómarinn varði um klukkustund í að minna þann dæmda á öll þau sem hann myrti en næstum 90 aðstandendur þeirra höfðu áður borið vitni. Tarrant sat þögull meðan dómurinn yfir honum var kveðinn upp, en verjandi hans las upp yfirlýsingu um að hann myndi sætta sig við dóminn án athugasemda. Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, sagði að hennar von væri að nafn mannsins myndi gleymast um aldur og ævi, en vottaði um leið samúð fórnarlömbum hans og eftirlifendum sem þurfa að lifa með afleiðingum gjörða hans. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem kveðinn hefur verið upp á Nýja-Sjálandi en þar er ekki heimild fyrir dauðarefsingum. Að auki játaði Tarrant á sig fjörutíu morðtilraunir og hryðjuverk. Voðaverkin, sem send voru út í beinni útsendingu á Facebook, voru fordæmd um allan heim. Við aðalmeðferð málsins kom fram að Tarrant hafi ætlað sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Þar að auki hafi hann ætlað sér að ráðast á þriðju moskuna. Fjölmiðlum var meinað að greina frá aðalmeðferðinni í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rataði ekki frekar fyrir almenningssjónir. Fréttamönnum voru auk þess settar hömlur á hverju mátti greina frá og hverju ekki. Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna í morgun að morðin hefðu verið hrottafenginn, Tarrant væri kaldlyndur og nær ómennskur. Dómarinn varði um klukkustund í að minna þann dæmda á öll þau sem hann myrti en næstum 90 aðstandendur þeirra höfðu áður borið vitni. Tarrant sat þögull meðan dómurinn yfir honum var kveðinn upp, en verjandi hans las upp yfirlýsingu um að hann myndi sætta sig við dóminn án athugasemda. Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, sagði að hennar von væri að nafn mannsins myndi gleymast um aldur og ævi, en vottaði um leið samúð fórnarlömbum hans og eftirlifendum sem þurfa að lifa með afleiðingum gjörða hans.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42
Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29