Garðbæingurinn Kristófer Ingi Kristinsson er kominn til hollenska stórveldisins PSV Eindhoven þar sem honum er ætlað að spila fyrir U23-lið félagsins.
Kristófer Ingi, sem er 21 árs, kemur til PSV að láni frá Grenoble í Frakklandi þar sem hann hefur verið síðasta árið. Áður bjó hann einnig í Hollandi og var leikmaður Willem II.
Welkom Kristófer!
— PSV (@PSV) August 27, 2020
An who s ready to show himself at
Samkvæmt samningi verður Kristófer Ingi að láni hjá PSV fram á næsta sumar.
Kristófer Ingi, sem er sóknarsinnaður leikmaður, á að baki sex leiki með U21-landsliði Íslands. Hann er uppalinn hjá Stjörnunni en fór 18 ára gamall til Hollands sumarið 2017.