Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. ágúst 2020 11:38 Styttan sem um ræðir. Mynd/Getty Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. Mótmælendurnir segja hann hafa verið hluta af mótun grimmilegrar stefnu sem leiddi til dauða fjölda innfæddra Kanadabúa seint á 19. öld. Á samfélagsmiðlum hafa birst myndbönd af því þegar styttan var rifin niður. Við það losnaði höfuð styttunnar af og heyra mátti mikinn fögnuð viðstaddra þegar hún féll til jarðar. Statue taken down today in so-called #Montreal #BlackLivesMatter #DefundPolice #manifencours #decolonize Kanada pic.twitter.com/0TYGayWUiK— Nore (@noreornot) August 29, 2020 Forsætisráðherra Québec, fylkisins þar sem Montreal er staðsett, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna. „Að eyðileggja hluta úr sögu okkar er engin lausn,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir François Legault forsætisráðherra. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn vegna málsins. Macdonald var forsætisráðherra Kanada á árunum 1867 til 1873 og aftur frá 1878 til 1891. Hann lagði meðal annars grunninn að svæðisskólakerfi Kanada. Í meira en öld var kerfið notað til þess að fjarlægja yfir 150.000 innfædd börn af heimilum sínum og flytja þau í heimavistarskóla á vegum ríkisins. Í skólunum var innfæddum börnum bannað að tala móðurmál sitt og lifa eftir sinni menningu. Þá voru mörg barnanna misnotuð og sum dóu í skólunum. Í skýrslu sem kanadíska ríkisstjórnin gaf út árið 2015 voru aðfarirnar kallaðar „menningarlegt þjóðarmorð.“ Þá hefur Macdonald verið sakaður um að leyfa hungursneyð og sjúkdómum að grassera í samfélögum innfæddra. Ríkisstjórn hans er sögð hafa neytt samfélög innfæddra til þess að yfirgefa heimaslóðir sínar með því að neita þeim um mat og vistir uns fólkið færði sig um set. Kanada Tengdar fréttir Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. Mótmælendurnir segja hann hafa verið hluta af mótun grimmilegrar stefnu sem leiddi til dauða fjölda innfæddra Kanadabúa seint á 19. öld. Á samfélagsmiðlum hafa birst myndbönd af því þegar styttan var rifin niður. Við það losnaði höfuð styttunnar af og heyra mátti mikinn fögnuð viðstaddra þegar hún féll til jarðar. Statue taken down today in so-called #Montreal #BlackLivesMatter #DefundPolice #manifencours #decolonize Kanada pic.twitter.com/0TYGayWUiK— Nore (@noreornot) August 29, 2020 Forsætisráðherra Québec, fylkisins þar sem Montreal er staðsett, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna. „Að eyðileggja hluta úr sögu okkar er engin lausn,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir François Legault forsætisráðherra. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn vegna málsins. Macdonald var forsætisráðherra Kanada á árunum 1867 til 1873 og aftur frá 1878 til 1891. Hann lagði meðal annars grunninn að svæðisskólakerfi Kanada. Í meira en öld var kerfið notað til þess að fjarlægja yfir 150.000 innfædd börn af heimilum sínum og flytja þau í heimavistarskóla á vegum ríkisins. Í skólunum var innfæddum börnum bannað að tala móðurmál sitt og lifa eftir sinni menningu. Þá voru mörg barnanna misnotuð og sum dóu í skólunum. Í skýrslu sem kanadíska ríkisstjórnin gaf út árið 2015 voru aðfarirnar kallaðar „menningarlegt þjóðarmorð.“ Þá hefur Macdonald verið sakaður um að leyfa hungursneyð og sjúkdómum að grassera í samfélögum innfæddra. Ríkisstjórn hans er sögð hafa neytt samfélög innfæddra til þess að yfirgefa heimaslóðir sínar með því að neita þeim um mat og vistir uns fólkið færði sig um set.
Kanada Tengdar fréttir Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21
Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28
Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45
Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18