Aðgát skal höfð í nærveru sálar Jón Pétur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 16:30 Á undangengnum mánuðum hafa íbúar á Suðurnesjum hrokkið reglulega upp vegna jarðskjálftahrinu sem á upptök sín í námunda við Þorbjörn. Hið sama má segja um fréttaflutning af lögreglunni á Suðurnesjum en reglulega berast fréttir af óróa þar á bæ en nú hefur dómsmálaráðherra tekið þá ákvörðun að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, víki úr sinni stöðu. Sá sem þetta ritar starfaði sem deilarstjóri flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum til margra ára og þekkir því nokkuð vel til starfsemi embættisins og starfsmanna þess. Það voru miklar áskoranir sem lögreglan á Suðurnesjum stóð frammi fyrir á árunum 2011 til 2018 þegar farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll óx um 20-40% á ári, ár eftir ár, en beita þurfti ýmis konar úrræðum til að bregðast við því ástandi. Samhliða því fjölgaði íbúum á Suðurnesjum vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Helgi beitti sér af öllum mætti til þess að sinna þeim áskorunum sem starfsemi lögreglu á alþjóðaflugvellinum kallaði á en ekki síður að löggæslan í umdæminu væri eins og best væri á kosið. Lögreglustjórar landsins standa oft frammi fyrir erfiðum og umdeildum ákvörðunum og því hefur Ólafur Helgi kynnst. Við sem störfum í lögreglunni erum alls ekki hafin yfir gagnrýni og viljum við fá gagnrýni frá fólkinu sem við erum að þjóna. Óskað er þó eftir því að hún sé málefnaleg en ekki byggð á rógburði og getgátum. Umfjöllunin um embættið hefur verið óvægin og margar persónur nafngreindar, bæði sem þolendur eða gerendur í umfjölluninni. Það sem ég hef hins vegar sannfæringu fyrir er að hlutaðeigandi aðilar séu í sínum daglegum störfum að gera sitt besta og jafnvel meira til. Það verður að hafa það í huga að það eru persónur og fjölskyldur á bak við starfsmenn sem sinna löggæslustörfum og því er vel við hæfi að rifja upp spakmælin: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Kastljósinu hefur m.a. verið beint að lögfræðisviði embættisins sem Alda Hrönn Jóhannesdóttir fer fyrir. Alda hefur beitt sér fyrir margskonar umbótum í löggæslumálum. Má í því sambandi sérstaklega nefna málsmeðferð mansalsmála og innleiðing á aðgerðum gegn heimillsofbeldi. Vona ég svo sannarlega að við fáum að njóta krafta Öldu Hrannar í þeim verkefnum sem framundan eru. Heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina hefur áhrif á okkur öll. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum gegnir lykilhlutverki við eftirfylgni með sóttvarnaraðgerðum á landamærum og reynir þar á samhæfingu allra hlutaðeigandi aðila. Hafa lögreglumenn, landamæraverðir og aðrir starfsmenn embættisins hafa staðið vaktina af mikilli elju og þrautseigju. Nú tekur Grímur Hergeirsson við keflinu sem lögreglustjóri og Margrét K. Pálsdóttir verður honum til aðstoðar við að finna leiðir fram á veginn hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Óska ég þeim og öllum starfsmönnum embættisins alls hins besta á komandi mánuðum við úrlausn þeirra áskorana sem starfsmenn embættisins standa frammi fyrir. Þá þakka ég Ólafi Helga fyrir framlag hans til löggæslumála á Íslandi og óska honum alls hins besta í nýju starfi í dómsmálaráðuneytinu. Höfundur er lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (og fyrrum yfirmaður flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Lögreglan Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á undangengnum mánuðum hafa íbúar á Suðurnesjum hrokkið reglulega upp vegna jarðskjálftahrinu sem á upptök sín í námunda við Þorbjörn. Hið sama má segja um fréttaflutning af lögreglunni á Suðurnesjum en reglulega berast fréttir af óróa þar á bæ en nú hefur dómsmálaráðherra tekið þá ákvörðun að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, víki úr sinni stöðu. Sá sem þetta ritar starfaði sem deilarstjóri flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum til margra ára og þekkir því nokkuð vel til starfsemi embættisins og starfsmanna þess. Það voru miklar áskoranir sem lögreglan á Suðurnesjum stóð frammi fyrir á árunum 2011 til 2018 þegar farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll óx um 20-40% á ári, ár eftir ár, en beita þurfti ýmis konar úrræðum til að bregðast við því ástandi. Samhliða því fjölgaði íbúum á Suðurnesjum vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Helgi beitti sér af öllum mætti til þess að sinna þeim áskorunum sem starfsemi lögreglu á alþjóðaflugvellinum kallaði á en ekki síður að löggæslan í umdæminu væri eins og best væri á kosið. Lögreglustjórar landsins standa oft frammi fyrir erfiðum og umdeildum ákvörðunum og því hefur Ólafur Helgi kynnst. Við sem störfum í lögreglunni erum alls ekki hafin yfir gagnrýni og viljum við fá gagnrýni frá fólkinu sem við erum að þjóna. Óskað er þó eftir því að hún sé málefnaleg en ekki byggð á rógburði og getgátum. Umfjöllunin um embættið hefur verið óvægin og margar persónur nafngreindar, bæði sem þolendur eða gerendur í umfjölluninni. Það sem ég hef hins vegar sannfæringu fyrir er að hlutaðeigandi aðilar séu í sínum daglegum störfum að gera sitt besta og jafnvel meira til. Það verður að hafa það í huga að það eru persónur og fjölskyldur á bak við starfsmenn sem sinna löggæslustörfum og því er vel við hæfi að rifja upp spakmælin: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Kastljósinu hefur m.a. verið beint að lögfræðisviði embættisins sem Alda Hrönn Jóhannesdóttir fer fyrir. Alda hefur beitt sér fyrir margskonar umbótum í löggæslumálum. Má í því sambandi sérstaklega nefna málsmeðferð mansalsmála og innleiðing á aðgerðum gegn heimillsofbeldi. Vona ég svo sannarlega að við fáum að njóta krafta Öldu Hrannar í þeim verkefnum sem framundan eru. Heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina hefur áhrif á okkur öll. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum gegnir lykilhlutverki við eftirfylgni með sóttvarnaraðgerðum á landamærum og reynir þar á samhæfingu allra hlutaðeigandi aðila. Hafa lögreglumenn, landamæraverðir og aðrir starfsmenn embættisins hafa staðið vaktina af mikilli elju og þrautseigju. Nú tekur Grímur Hergeirsson við keflinu sem lögreglustjóri og Margrét K. Pálsdóttir verður honum til aðstoðar við að finna leiðir fram á veginn hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Óska ég þeim og öllum starfsmönnum embættisins alls hins besta á komandi mánuðum við úrlausn þeirra áskorana sem starfsmenn embættisins standa frammi fyrir. Þá þakka ég Ólafi Helga fyrir framlag hans til löggæslumála á Íslandi og óska honum alls hins besta í nýju starfi í dómsmálaráðuneytinu. Höfundur er lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (og fyrrum yfirmaður flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum)
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun