Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2020 18:31 Svetlana Tsíkhanosvkaja flúði til Litáen í kjölfar kosninganna. Celestino Arce/NurPhoto via Getty Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. Tsíkhanovskaja laut í lægra haldi fyrir Alexander Lúkasjenkó í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi fyrr í þessum mánuði. Kosningarnar eru afar umdeildar og telja andstæðingar forsetans að brögð hafi verið í tafli. Óháðum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir teymi í kring um Tsíkhanovskaju að hún muni ávarpa Öryggisráðið á föstudag, í gegn um fjarfundabúnað. Þá mun hún ávarpa Evrópuráðið í næstu viku. Rússland er eitt þeirra ríkja sem á fast sæti í Öryggisráðinu. Hvíta-Rússland er nátengt Rússlandi, efnahagslega og í stjórnmálalegum skilningi. Lúkasjenkó hefur til að mynda lýst því yfir að hann hafi boðið Rússum að skerast í leikinn í Hvíta-Rússlandi og kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur. Þá hyggst Lúkasjenkó funda með Vladímír Pútín Rússlandsforseta á næstu vikum. Tsíkhanovskaja flúði til Litáens í kjölfar forsetakosninganna. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rúm 10 prósent atkvæða, en Lúkasjenkó rúm 80. Niðurstöður kosninganna hafa orðið tilefni fjölmennustu mótmæla í sögu Hvíta-Rússlands og fjölda verkfalla og vinnustöðvana. Mótmælendur segjast þá margir ekki ætla að una sér hvíldar fyrr en Lúkasjenkó fari úr embætti. Þeir ætli að fjölmenna á götur landsins og mótmæla í hverri viku uns forsetinn tekur pokann sinn. Í gær, á afmælisdegi Lúkasjenkó, mótmæltu tugir þúsunda forsetanum í miðbæ Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. Tugir mótmælenda voru handteknir þar og í öðrum borgum landsins. Minnst fjögur hafa látist og hundruð hafa slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í kjölfar kosninganna. Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. Tsíkhanovskaja laut í lægra haldi fyrir Alexander Lúkasjenkó í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi fyrr í þessum mánuði. Kosningarnar eru afar umdeildar og telja andstæðingar forsetans að brögð hafi verið í tafli. Óháðum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir teymi í kring um Tsíkhanovskaju að hún muni ávarpa Öryggisráðið á föstudag, í gegn um fjarfundabúnað. Þá mun hún ávarpa Evrópuráðið í næstu viku. Rússland er eitt þeirra ríkja sem á fast sæti í Öryggisráðinu. Hvíta-Rússland er nátengt Rússlandi, efnahagslega og í stjórnmálalegum skilningi. Lúkasjenkó hefur til að mynda lýst því yfir að hann hafi boðið Rússum að skerast í leikinn í Hvíta-Rússlandi og kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur. Þá hyggst Lúkasjenkó funda með Vladímír Pútín Rússlandsforseta á næstu vikum. Tsíkhanovskaja flúði til Litáens í kjölfar forsetakosninganna. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rúm 10 prósent atkvæða, en Lúkasjenkó rúm 80. Niðurstöður kosninganna hafa orðið tilefni fjölmennustu mótmæla í sögu Hvíta-Rússlands og fjölda verkfalla og vinnustöðvana. Mótmælendur segjast þá margir ekki ætla að una sér hvíldar fyrr en Lúkasjenkó fari úr embætti. Þeir ætli að fjölmenna á götur landsins og mótmæla í hverri viku uns forsetinn tekur pokann sinn. Í gær, á afmælisdegi Lúkasjenkó, mótmæltu tugir þúsunda forsetanum í miðbæ Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. Tugir mótmælenda voru handteknir þar og í öðrum borgum landsins. Minnst fjögur hafa látist og hundruð hafa slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í kjölfar kosninganna.
Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira