Kona var flutt á Landspítalann í Reykjavík með sjúkraflugi frá Sauðárkróki eftir að bíll hennar lenti utan vegar á þjóðvegi 1, skammt frá bænum Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu, í morgun. Mbl.is greindi fyrst frá.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var konan fyrst flutt með sjúkrabíl á Sauðárkrók en flutt þaðan með sjúkraflugi á Landspítalann, en ekki fengust nánari upplýsingar um líðan konunnar.
Talið er að konan hafi misst stjórn á bílnum en ástæður þess liggja ekki fyrir. Bíllinn er talinn ónýtur, enda mikið skemmdur.