Víkingur Ó. náði í stig í Safamýri | Víkingur R. kom til baka gegn Gróttu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 22:30 Gonzalo Zamorano skoraði mark Víkings Ólafsvíkur í kvöld. Vísir Víkingur Ólafsvík náði nokkuð óvæntu jafntefli gegn toppliði Fram í Safamýrinni í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Gonzalo Zamorano kom Víking yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi þess síðari. Voru gestirnir með 1-0 foryst allt þangað til heimamenn fengu einnig víti þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Alex Freyr Elísson fór á punktinn og skoraði af öryggi. Lokatölur því 1-1 og ljóst að Fram nagar sig í handarbökin yfir að ná ekki betra forskoti á toppi deildarinnar. Fram heldur toppsæti Lengjudeildarinnar en liðið er með 28 stig að loknum 13 umferðum. Víkingur Ólafsvík nældi á sama tíma í gott stig í fallbaráttunni, liðið er með 12 stig í 9. sæti. Þá gerðu Þróttur Reykjavík og Leiknir Fáskrúðsfjörður markalaust jafntefli í Laugardalnum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks virtist sem Bergsteinn Magnússon, markvörður Leiknis, hefði misst boltann í eigið net en dómari leiksins flautaði einfaldlega til hálfleiks. Stigið lyftir Þrótti upp fyrir Magna í töflunni en liðin eru bæði með átta stig á botni deildarinnar. Þar fyrir ofan situr Leiknir F. með 11 stig þegar 13 umferðum er lokið. Í Lengjudeild kvenna fór einn leikur fram. Grótta fékk Víking Reykjavík í heimsókn á Seltjarnarnesið. Tinna Jónsdóttir kom Gróttu yfir eftir aðeins níu mínútur og bætti við öðru marki sínu á 27. mínútu. Heimastúlkur voru yfir allt fram að lokum fyrri hálfleiks þegar Stefanía Ásta Tryggvadóttir minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu. Í síðari hálfleik var aðeins skorað eitt mark og það gerði Nadía Atladóttir í liði Víkings. Lokatölur því 2-2 og bæði lið fóru heim með aðeins eitt stig. Grótta hefði með sigri komust upp að hlið Keflavíkur í 2. sæti deildarinnar en er eftir jafntefli kvöldsins í 4. sæti með 19 stig. Víkingur er í harðri fallbaráttu og situr í 8. sæti með níu stig. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Leiknir fyrsta liðið til að leggja ÍBV | Magnavélin farin að malla Leiknir Reykjavík varð í kvöld fyrsta liðið til að sigra ÍBV í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Magni Grenivík sigur á Aftureldingu og Vestri valtaði yfir Þór Akureyri. 2. september 2020 19:50 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Víkingur Ólafsvík náði nokkuð óvæntu jafntefli gegn toppliði Fram í Safamýrinni í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Gonzalo Zamorano kom Víking yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi þess síðari. Voru gestirnir með 1-0 foryst allt þangað til heimamenn fengu einnig víti þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Alex Freyr Elísson fór á punktinn og skoraði af öryggi. Lokatölur því 1-1 og ljóst að Fram nagar sig í handarbökin yfir að ná ekki betra forskoti á toppi deildarinnar. Fram heldur toppsæti Lengjudeildarinnar en liðið er með 28 stig að loknum 13 umferðum. Víkingur Ólafsvík nældi á sama tíma í gott stig í fallbaráttunni, liðið er með 12 stig í 9. sæti. Þá gerðu Þróttur Reykjavík og Leiknir Fáskrúðsfjörður markalaust jafntefli í Laugardalnum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks virtist sem Bergsteinn Magnússon, markvörður Leiknis, hefði misst boltann í eigið net en dómari leiksins flautaði einfaldlega til hálfleiks. Stigið lyftir Þrótti upp fyrir Magna í töflunni en liðin eru bæði með átta stig á botni deildarinnar. Þar fyrir ofan situr Leiknir F. með 11 stig þegar 13 umferðum er lokið. Í Lengjudeild kvenna fór einn leikur fram. Grótta fékk Víking Reykjavík í heimsókn á Seltjarnarnesið. Tinna Jónsdóttir kom Gróttu yfir eftir aðeins níu mínútur og bætti við öðru marki sínu á 27. mínútu. Heimastúlkur voru yfir allt fram að lokum fyrri hálfleiks þegar Stefanía Ásta Tryggvadóttir minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu. Í síðari hálfleik var aðeins skorað eitt mark og það gerði Nadía Atladóttir í liði Víkings. Lokatölur því 2-2 og bæði lið fóru heim með aðeins eitt stig. Grótta hefði með sigri komust upp að hlið Keflavíkur í 2. sæti deildarinnar en er eftir jafntefli kvöldsins í 4. sæti með 19 stig. Víkingur er í harðri fallbaráttu og situr í 8. sæti með níu stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Fram Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Leiknir fyrsta liðið til að leggja ÍBV | Magnavélin farin að malla Leiknir Reykjavík varð í kvöld fyrsta liðið til að sigra ÍBV í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Magni Grenivík sigur á Aftureldingu og Vestri valtaði yfir Þór Akureyri. 2. september 2020 19:50 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Leiknir fyrsta liðið til að leggja ÍBV | Magnavélin farin að malla Leiknir Reykjavík varð í kvöld fyrsta liðið til að sigra ÍBV í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þá vann Magni Grenivík sigur á Aftureldingu og Vestri valtaði yfir Þór Akureyri. 2. september 2020 19:50