Eini enski landsliðsmaðurinn til að skora hjá Íslandi í Laugardalnum spilaði ekki fleiri landsleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 14:00 Paul Goddard sést hér með þeim Gary Owen, Tommy Caton og Sammy Lee sem unnu allir EM U21 með enska landsliðinu seinna um sumarið 1982. Getty/Peter Robinson Ísland og England mætast í Þjóðdeildinni í Laugardalnum á morgun og þá er gaman að rifja upp eina landsleikinn á ferli manns sem var kallaður „Sarge“. Ísland mætti Englandi síðasti í Laugardalnum 2. júní 1982 eða aðeins tveimur dögum áður en Ron Greenwood valdi enska landsliðshópinn fyrir HM 1982. Paul Goddard, kallaður „Sarge“, er eini enski landsliðsmaðurinn sem hefur skorað hjá íslenska landsliðinu í Laugardalnum en landsleikurinn í Laugardalnum fyrir 38 árum var einstakur á hans ferli. Vorið 1982 var Paul Goddard aðeins rúmlega 22 ára gamall og hafði spilað vel með nýliðum West Ham í ensku deildinni. 17 mörk í deildinni skiluðu Goddard sæti í 40 manna landsliðshóp Ron Greenwood fyrir HM á Spáni 1982. Paul Goddard í leik með liði West Ham United.Getty/Allsport Paul Goddard byrjaði á varamannabekknum á Laugardalsvelli 2. júní en átti eftir að koma inn á sem varamaður fyrir hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Goddard kom inn á 40. mínútu eftir að Cyrille Regis meiddist. Goddard bjargaði andliti enska landsliðsins með því að jafna metin á 69. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Glenn Hoddle. Íslenska liðið var þá búið að vera yfir í 46 mínútur eða í raun í heilan hálfleik. Paul Goddard var ekki valinn í HM-hóp enska landsliðsins tveimur dögum síðar og átti aldrei eftir að klæðast enska A-landsliðsbúningnum aftur. Leikmennirnir sem spiluðu leikinn á Íslandi voru þeir menn sem voru að reyna að vinna sér sæti í HM-hópnum og komust á endanum sex þeirra með á HM. Knattspyrnusamband Íslands fékk síðan enska knattspyrnusambandið til að skrá leikinn með A-landsleik en upphaflega ætluðu Englendingar að skrá hann sem b-landsleik. Paul Goddard skoraði hins vegar 5 mörk í 8 leikjum með 21 árs landsliðinu frá 1980 til 1982 en Goddard var í Evrópumeistaraliði Englendingar á U21 mótinu seinna um sumarið 1982. Goddard skoraði síðan tólf mörk í ensku deildinni tímabilið 1982-83 en missti síðan mikið úr á 1983-84 tímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist síðan illa á öxl í fyrsta leik 1985-86 tímabilsins og missti síðan sætið til Frank McAvennie á einu besta tímabili í sögu West Ham. Goddard spilaði sinn síðasta leik með West Ham í nóvember 1986 og hann kvaddi eftir 71 mark í 213 leikjum með liðinu. West Ham seldi hann til Newcastle fyrir nýtt félagsmet á þeim tíma eða 415 þúsund pund. Paul Goddard var seldur til Derby County 1988 og spilaði síðan með Millwall (1989-91) og Ipswich Town (1991-94) áður en skórnir fóru upp á hillu. Landsleikirnir urðu hins vegar ekki fleiri en þessi eini á Laugardalsvellinum á þessu júníkvöldi fyrir meira en 38 árum síðan. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á morgun og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.00 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
Ísland og England mætast í Þjóðdeildinni í Laugardalnum á morgun og þá er gaman að rifja upp eina landsleikinn á ferli manns sem var kallaður „Sarge“. Ísland mætti Englandi síðasti í Laugardalnum 2. júní 1982 eða aðeins tveimur dögum áður en Ron Greenwood valdi enska landsliðshópinn fyrir HM 1982. Paul Goddard, kallaður „Sarge“, er eini enski landsliðsmaðurinn sem hefur skorað hjá íslenska landsliðinu í Laugardalnum en landsleikurinn í Laugardalnum fyrir 38 árum var einstakur á hans ferli. Vorið 1982 var Paul Goddard aðeins rúmlega 22 ára gamall og hafði spilað vel með nýliðum West Ham í ensku deildinni. 17 mörk í deildinni skiluðu Goddard sæti í 40 manna landsliðshóp Ron Greenwood fyrir HM á Spáni 1982. Paul Goddard í leik með liði West Ham United.Getty/Allsport Paul Goddard byrjaði á varamannabekknum á Laugardalsvelli 2. júní en átti eftir að koma inn á sem varamaður fyrir hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Goddard kom inn á 40. mínútu eftir að Cyrille Regis meiddist. Goddard bjargaði andliti enska landsliðsins með því að jafna metin á 69. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Glenn Hoddle. Íslenska liðið var þá búið að vera yfir í 46 mínútur eða í raun í heilan hálfleik. Paul Goddard var ekki valinn í HM-hóp enska landsliðsins tveimur dögum síðar og átti aldrei eftir að klæðast enska A-landsliðsbúningnum aftur. Leikmennirnir sem spiluðu leikinn á Íslandi voru þeir menn sem voru að reyna að vinna sér sæti í HM-hópnum og komust á endanum sex þeirra með á HM. Knattspyrnusamband Íslands fékk síðan enska knattspyrnusambandið til að skrá leikinn með A-landsleik en upphaflega ætluðu Englendingar að skrá hann sem b-landsleik. Paul Goddard skoraði hins vegar 5 mörk í 8 leikjum með 21 árs landsliðinu frá 1980 til 1982 en Goddard var í Evrópumeistaraliði Englendingar á U21 mótinu seinna um sumarið 1982. Goddard skoraði síðan tólf mörk í ensku deildinni tímabilið 1982-83 en missti síðan mikið úr á 1983-84 tímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist síðan illa á öxl í fyrsta leik 1985-86 tímabilsins og missti síðan sætið til Frank McAvennie á einu besta tímabili í sögu West Ham. Goddard spilaði sinn síðasta leik með West Ham í nóvember 1986 og hann kvaddi eftir 71 mark í 213 leikjum með liðinu. West Ham seldi hann til Newcastle fyrir nýtt félagsmet á þeim tíma eða 415 þúsund pund. Paul Goddard var seldur til Derby County 1988 og spilaði síðan með Millwall (1989-91) og Ipswich Town (1991-94) áður en skórnir fóru upp á hillu. Landsleikirnir urðu hins vegar ekki fleiri en þessi eini á Laugardalsvellinum á þessu júníkvöldi fyrir meira en 38 árum síðan. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á morgun og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.00 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira