Starfsfólk félagsins afar slegið yfir hinu „afdrifaríka atviki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2020 19:03 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. Vísar hún þar til mistaka sem gerð voru við skimun á leghálssýnum hjá Leitarstöðinni það ár. Þá kæmi það félaginu á óvart ef Sjúkratryggingar Íslands byggju yfir gögnum sem sýndu fram á að félagið stæðist ekki viðmið. Þetta kom fram í máli Höllu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Félagið hefur setið á fundum vegna málsins alla helgina og lauk fundi í dag skömmu fyrir kvöldfréttir. Halla bendir á að farið hafi af stað umræða og gagnrýni á félagið og því fylgi fundahöld. Málið sé viðkvæmt, margt þurfi að ræða og það taki tíma. Fram kom í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélaginu í dag að Sjúkratryggingar Íslands hefðu ekki lagt fram gögn sem styddu ummæli fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag þess efnis að starfsemi félagsins uppfyllti ekki gæðastaðla. Félagið hyggst loka starfsemi Leitarstöðvarinnar tafarlaust, leggi SÍ fram gögn sem styðja ummælin. Halla segir að Sjúkratryggingar hafi falið Krabbameinsfélaginu að sinna skimunum samkvæmt þjónustusamningum, sem gildi út árið 2020. „Þessir samningar auðvitað byggja á trausti og byggja á því að yfirvöld treysta félaginu fyrir þessu verkefni. Þar með hljótum við að ganga út frá því að þau treysti því að við uppfyllum þær kröfur sem eru gerðar. Við vitum ekki annað. Þannig að það kæmi okkur mjög á óvart, algjörlega í opna skjöldu raunar, ef raunin reyndist sú að Sjúkratryggingar eða önnur yfirvöld byggju yfir upplýsingum um að við stæðumst ekki þau viðmið sem gerð eru um þjónustuna.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að starfsfólk félagsins sé afar slegið yfir því „afdrifaríka atviki“ sem varð á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018. Vísar hún þar til mistaka sem gerð voru við skimun á leghálssýnum hjá Leitarstöðinni það ár. Þá kæmi það félaginu á óvart ef Sjúkratryggingar Íslands byggju yfir gögnum sem sýndu fram á að félagið stæðist ekki viðmið. Þetta kom fram í máli Höllu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Félagið hefur setið á fundum vegna málsins alla helgina og lauk fundi í dag skömmu fyrir kvöldfréttir. Halla bendir á að farið hafi af stað umræða og gagnrýni á félagið og því fylgi fundahöld. Málið sé viðkvæmt, margt þurfi að ræða og það taki tíma. Fram kom í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélaginu í dag að Sjúkratryggingar Íslands hefðu ekki lagt fram gögn sem styddu ummæli fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag þess efnis að starfsemi félagsins uppfyllti ekki gæðastaðla. Félagið hyggst loka starfsemi Leitarstöðvarinnar tafarlaust, leggi SÍ fram gögn sem styðja ummælin. Halla segir að Sjúkratryggingar hafi falið Krabbameinsfélaginu að sinna skimunum samkvæmt þjónustusamningum, sem gildi út árið 2020. „Þessir samningar auðvitað byggja á trausti og byggja á því að yfirvöld treysta félaginu fyrir þessu verkefni. Þar með hljótum við að ganga út frá því að þau treysti því að við uppfyllum þær kröfur sem eru gerðar. Við vitum ekki annað. Þannig að það kæmi okkur mjög á óvart, algjörlega í opna skjöldu raunar, ef raunin reyndist sú að Sjúkratryggingar eða önnur yfirvöld byggju yfir upplýsingum um að við stæðumst ekki þau viðmið sem gerð eru um þjónustuna.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58 Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48 Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Starfsfólk Leitarstöðvarinnar telur sig ekki geta unnið fyrr en gögnin berast Krabbameinsfélagið hefur birt erindi þar sem félagið ítrekar ósk sína um gögn sem renna stoðum undir fullyrðingar fulltrúa SÍ. 6. september 2020 15:58
Tilgangur með „neyðarfundi“ óljós og beiðninni því hafnað Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) segir að tilgangur með fundi sem Krabbameinsfélag Íslands óskaði eftir í dag hafi verið óljós. Því hafi SÍ ekki talið rétt að funda með félaginu á þessu stigi málsins. 5. september 2020 18:48
Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Þá telur félagið „grafalvarlegt“ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. 5. september 2020 17:30