„Örvæntingaróp frá Íslandi“ til umfjöllunar á Sky Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 08:21 Adam Parsons, fréttamaður Sky News, á Breiðamerkurjökli. SKjáskot/Youtube Breska fréttastofan Sky News fjallar ítarlega um bráðnun jökla á Íslandi og áhrif hamfarahlýnunar á náttúru landsins í dag. Greinin er birt undir fyrirsögninni Örvæntingarfullt kall á hjálp frá Íslandi: „Jöklarnir okkar eru hitamælir heimsins – og þeir eru að hverfa“ en í henni lýsir fréttamaður Sky ferð sinni upp á Breiðamerkurjökul í fylgd íslensks jöklafræðings. Umfjöllunin hefst á því að rætt er við Hauk Einarsson leiðsögumann sem farið hefur með ferðamannahópa á Vatnajökul. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa þurrkað viðskiptin út á vormánuðum og aftur nú í ágúst en hann fylgir fréttamanni Sky að Breiðamerkurjökli. „Jökullinn væri við hliðina á veginum fyrir hundrað árum. Í stað þess, eftir að hafa hopað í heila öld, er hann yfir átta kílómetra í burtu,“ segir í umfjöllun Sky. „Jökullinn hefur smám saman bráðnað í burtu síðustu öldina, hörfað. Nú virðist hann bráðna hraðar en nokkru sinni fyrr.“ Fréttamaður Sky hittir fyrir Snævarr Guðmundsson jöklafræðing á Breiðamerkurjökli. Sá fyrrnefndi lýsir því í greininni að það komi honum á óvart að jökulbreiðan sé ekki skjannahvít heldur líti hún út fyrir að vera „skítug“. Snævarr lýsir því aðspurður að það sé algjört reiðarslag að fylgjast með jöklinum minnka með hverri heimsókninni. „Það kemur manni á óvart hversu hratt það gerist. Þú trúir því ekki hvað ísinn hefur verið þykkur fyrir hundrað eða 130 árum. Það er svo erfitt að trúa því að nákvæmlega þar sem við stöndum hafi yfirborð íssins verið um 250 metrum hærra en það er nú. Það er svo skrýtið að hugsa um það. Þú venst því aldrei,“ segir Snævarr. Þá innir fréttamaðurinn hann eftir því hvernig yrði umhorfs ef hann kæmi á sama stað eftir fimm ár. „Þú stæðir á jörðinni, ekki á ís,“ svarar Snævarr og yppir niðurlútur öxlum. Umfjöllunina má finna í formi myndbands hér ofar í fréttinni. Greinina í heild má nálgast hér. Hornafjörður Loftslagsmál Umhverfismál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Breska fréttastofan Sky News fjallar ítarlega um bráðnun jökla á Íslandi og áhrif hamfarahlýnunar á náttúru landsins í dag. Greinin er birt undir fyrirsögninni Örvæntingarfullt kall á hjálp frá Íslandi: „Jöklarnir okkar eru hitamælir heimsins – og þeir eru að hverfa“ en í henni lýsir fréttamaður Sky ferð sinni upp á Breiðamerkurjökul í fylgd íslensks jöklafræðings. Umfjöllunin hefst á því að rætt er við Hauk Einarsson leiðsögumann sem farið hefur með ferðamannahópa á Vatnajökul. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafa þurrkað viðskiptin út á vormánuðum og aftur nú í ágúst en hann fylgir fréttamanni Sky að Breiðamerkurjökli. „Jökullinn væri við hliðina á veginum fyrir hundrað árum. Í stað þess, eftir að hafa hopað í heila öld, er hann yfir átta kílómetra í burtu,“ segir í umfjöllun Sky. „Jökullinn hefur smám saman bráðnað í burtu síðustu öldina, hörfað. Nú virðist hann bráðna hraðar en nokkru sinni fyrr.“ Fréttamaður Sky hittir fyrir Snævarr Guðmundsson jöklafræðing á Breiðamerkurjökli. Sá fyrrnefndi lýsir því í greininni að það komi honum á óvart að jökulbreiðan sé ekki skjannahvít heldur líti hún út fyrir að vera „skítug“. Snævarr lýsir því aðspurður að það sé algjört reiðarslag að fylgjast með jöklinum minnka með hverri heimsókninni. „Það kemur manni á óvart hversu hratt það gerist. Þú trúir því ekki hvað ísinn hefur verið þykkur fyrir hundrað eða 130 árum. Það er svo erfitt að trúa því að nákvæmlega þar sem við stöndum hafi yfirborð íssins verið um 250 metrum hærra en það er nú. Það er svo skrýtið að hugsa um það. Þú venst því aldrei,“ segir Snævarr. Þá innir fréttamaðurinn hann eftir því hvernig yrði umhorfs ef hann kæmi á sama stað eftir fimm ár. „Þú stæðir á jörðinni, ekki á ís,“ svarar Snævarr og yppir niðurlútur öxlum. Umfjöllunina má finna í formi myndbands hér ofar í fréttinni. Greinina í heild má nálgast hér.
Hornafjörður Loftslagsmál Umhverfismál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Grænlandsjökull bráðnar tveimur vikum fyrr en vanalega Hitabylgja á norðurskautinu þjófstartaði bráðnunartímabili Grænlandsjökuls tveimur vikum fyrr en að meðaltali undanfarinna áratuga. Á sumum svæðum hefur verið allt að ellefu gráðum hlýrra en vanalega á þessum árstíma. 5. júní 2020 11:44
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03