Forstjóri Rio Tinto hættir eftir umdeildar hellasprengingar Kristín Ólafsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 11. september 2020 06:26 Jean-Sebastien Jacques, fráfarandi forstjóri Rio Tinto. Getty/Scott Barbour/Stringer Forstjóri námurisans Rio Tinto, sem meðal annars rekur álver ISAL í Straumsvík, mun láta af störfum ásamt nokkrum öðrum háttsettum starfsmönnum fyrirtækisins vegna framgöngu Rio Tinto í Ástralíu. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að eyðileggja heilaga staði frumbyggja Ástralíu en í maí síðastliðnum voru tveir hellar í Pilbara í Vestur-Ástralíu sprengdir í loft upp. Það var gert þrátt fyrir áköf mótmæli frumbyggjasamfélagsins en hellarnir voru taldir með merkilegri stöðum í landinu með tilliti til fornleifarannsókna. Mannvistarleifar hafa fundist í hellunum sem bentu til þess að fólk hafi haft þar búsetu fyrir 46 þúsund árum. Undir hellunum var hinsvegar verðmætt járngrýti sem Rio Tinto ásældist og því var ákveðið að sprengja þá. Í morgun kom loks yfirlýsing frá stjórn Rio Tinto þar sem sagði að í ljósi mótmæla almennings og hluthafa hafi forstjóranum, Jean-Sébastien Jacques, verið gefinn kostur á að láta af störfum. Hann mun þó gegna stöðu forstjóra fram í mars á næsta ári, eða uns nýr forstjóri kemur til starfa. Rekstur Rio Tinto á Íslandi hefur verið þungur undanfarin ár. Endurskoðun hefur staðið yfir á starfseminni í Straumsvík og hefur ISAL sagst hafa lokun álversins til skoðunar. Þá er kjaradeila starfsmanna álversins við fyrirtækið komin á borð ríkissáttasemjara. Ástralía Stóriðja Tengdar fréttir Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. 20. ágúst 2020 07:27 Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forstjóri námurisans Rio Tinto, sem meðal annars rekur álver ISAL í Straumsvík, mun láta af störfum ásamt nokkrum öðrum háttsettum starfsmönnum fyrirtækisins vegna framgöngu Rio Tinto í Ástralíu. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að eyðileggja heilaga staði frumbyggja Ástralíu en í maí síðastliðnum voru tveir hellar í Pilbara í Vestur-Ástralíu sprengdir í loft upp. Það var gert þrátt fyrir áköf mótmæli frumbyggjasamfélagsins en hellarnir voru taldir með merkilegri stöðum í landinu með tilliti til fornleifarannsókna. Mannvistarleifar hafa fundist í hellunum sem bentu til þess að fólk hafi haft þar búsetu fyrir 46 þúsund árum. Undir hellunum var hinsvegar verðmætt járngrýti sem Rio Tinto ásældist og því var ákveðið að sprengja þá. Í morgun kom loks yfirlýsing frá stjórn Rio Tinto þar sem sagði að í ljósi mótmæla almennings og hluthafa hafi forstjóranum, Jean-Sébastien Jacques, verið gefinn kostur á að láta af störfum. Hann mun þó gegna stöðu forstjóra fram í mars á næsta ári, eða uns nýr forstjóri kemur til starfa. Rekstur Rio Tinto á Íslandi hefur verið þungur undanfarin ár. Endurskoðun hefur staðið yfir á starfseminni í Straumsvík og hefur ISAL sagst hafa lokun álversins til skoðunar. Þá er kjaradeila starfsmanna álversins við fyrirtækið komin á borð ríkissáttasemjara.
Ástralía Stóriðja Tengdar fréttir Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. 20. ágúst 2020 07:27 Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50
Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. 20. ágúst 2020 07:27
Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11