Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2020 22:48 Flugstöðvarbyggingin sem búið er að teikna í Qaqortoq yrði 4.300 fermetrar að stærð. Mynd/Kalaallit Airports. Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að minnka umfang fyrirhugaðrar flugvallargerðar við bæinn Qaqortoq, bæði með því að skera niður stærð flugstöðvar og að stytta flugbraut. Í frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kemur fram að öllum tölum sé haldið leyndum og að trúnaður ríki um fjárhagslega endurskoðun verkefnisins. Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli.Mynd/Kalaallit Airports. Eins og Vísir skýrði frá í síðustu viku er bakslag komið í flugvallagerðina þar sem öll fimm tilboðin sem bárust reyndust hátt yfir fjárhagsramma. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda og áttu framkvæmdir að hefjast í sumar. Til stóð að leggja 1.500 metra langa flugbraut og byggja 4.300 fermetra flugstöð fyrir þennan stærsta bæ Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Til samanburðar má geta þess að gert er ráð fyrir að ný flugstöð, sem verið er að undirbúa á Reykjavíkurflugvelli, verði 1.600 fermetrar að stærð, eða aðeins 37% af stærð Qaqortoq-flugstöðvar. Ný flugstöð sem áformuð er í Reykjavík yrði talsvert minni en sú sem búið er að teikna fyrir Qaqortoq.Mynd/Kurtogpí. Flugvelli í Qaqortoq er ætlað að verða aðalflugvöllur Suður-Grænlands í stað Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjamenn byggðu í síðari heimstyrjöld, en hann er fjarri helstu þéttbýlisstöðum landshlutans. Brautin í Narsarsuaq er hins vegar 1.830 metra löng, nægilega löng fyrir Boeing 757-þotur. Með 1.500 metra braut í Qaqortoq er hugmyndin sú að völlurinn þjóni ekki aðeins innanlandsumferð á Grænlandi heldur geti einnig tekið við smærri farþegaþotum í millilandaflugi, eins og Airbus A220-100, sem þarf 1.460 metra braut. Lengri gerð þeirrar vélar hefur lent á aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem er 1.567 metra löng. Verði brautin í Qaqortoq stytt mikið niður fyrir 1.500 metra fer einnig að verða tvísýnt um að stærri vélar Air Iceland Connect, Bombardier Q400-vélarnar, geti notað völlinn, en þær þurfa fullhlaðnar liðlega 1.400 metra flugbraut. Svona er farþegasalurinn í Qaqortoq teiknaður.Mynd/Kalaallit Airports. Svona er farþegasalur Reykjavíkurflugvallar teiknaður.Mynd/Kurtogpí. Ef leggja á styttri flugbraut í Qaqortoq þarf lagabreytingu á grænlenska þinginu en sérlög um flugvallauppbyggingu Grænlands mæla fyrir um 1.500 metra braut í Qaqortoq og 2.200 metra brautir í Nuuk og Ilulissat. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Partii Naleraq sagði í viðtali við Sermitsiaq að ef stytta ætti brautina í Qaqortoq væri réttast að endurskoða allt flugvallaverkefnið og stytta allar brautirnar þrjár niður í 1.200 metra. Frétt Stöðvar 2 í febrúar um flugvallagerðina og með ímynduðu aðflugi að vellinum má sjá hér: Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Sjá meira
Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að minnka umfang fyrirhugaðrar flugvallargerðar við bæinn Qaqortoq, bæði með því að skera niður stærð flugstöðvar og að stytta flugbraut. Í frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kemur fram að öllum tölum sé haldið leyndum og að trúnaður ríki um fjárhagslega endurskoðun verkefnisins. Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli.Mynd/Kalaallit Airports. Eins og Vísir skýrði frá í síðustu viku er bakslag komið í flugvallagerðina þar sem öll fimm tilboðin sem bárust reyndust hátt yfir fjárhagsramma. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda og áttu framkvæmdir að hefjast í sumar. Til stóð að leggja 1.500 metra langa flugbraut og byggja 4.300 fermetra flugstöð fyrir þennan stærsta bæ Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Til samanburðar má geta þess að gert er ráð fyrir að ný flugstöð, sem verið er að undirbúa á Reykjavíkurflugvelli, verði 1.600 fermetrar að stærð, eða aðeins 37% af stærð Qaqortoq-flugstöðvar. Ný flugstöð sem áformuð er í Reykjavík yrði talsvert minni en sú sem búið er að teikna fyrir Qaqortoq.Mynd/Kurtogpí. Flugvelli í Qaqortoq er ætlað að verða aðalflugvöllur Suður-Grænlands í stað Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjamenn byggðu í síðari heimstyrjöld, en hann er fjarri helstu þéttbýlisstöðum landshlutans. Brautin í Narsarsuaq er hins vegar 1.830 metra löng, nægilega löng fyrir Boeing 757-þotur. Með 1.500 metra braut í Qaqortoq er hugmyndin sú að völlurinn þjóni ekki aðeins innanlandsumferð á Grænlandi heldur geti einnig tekið við smærri farþegaþotum í millilandaflugi, eins og Airbus A220-100, sem þarf 1.460 metra braut. Lengri gerð þeirrar vélar hefur lent á aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem er 1.567 metra löng. Verði brautin í Qaqortoq stytt mikið niður fyrir 1.500 metra fer einnig að verða tvísýnt um að stærri vélar Air Iceland Connect, Bombardier Q400-vélarnar, geti notað völlinn, en þær þurfa fullhlaðnar liðlega 1.400 metra flugbraut. Svona er farþegasalurinn í Qaqortoq teiknaður.Mynd/Kalaallit Airports. Svona er farþegasalur Reykjavíkurflugvallar teiknaður.Mynd/Kurtogpí. Ef leggja á styttri flugbraut í Qaqortoq þarf lagabreytingu á grænlenska þinginu en sérlög um flugvallauppbyggingu Grænlands mæla fyrir um 1.500 metra braut í Qaqortoq og 2.200 metra brautir í Nuuk og Ilulissat. Þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Partii Naleraq sagði í viðtali við Sermitsiaq að ef stytta ætti brautina í Qaqortoq væri réttast að endurskoða allt flugvallaverkefnið og stytta allar brautirnar þrjár niður í 1.200 metra. Frétt Stöðvar 2 í febrúar um flugvallagerðina og með ímynduðu aðflugi að vellinum má sjá hér:
Grænland Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Sjá meira
Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38
Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun. 12. júní 2020 23:02