Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 17:00 Margrét Lára Viðarsdóttir endaði landsliðsferilinn með því að skora gegn Lettum fyrir ellefu mánuðum síðan. Getty/Gauti Sveinsson Íslenska kvennalandsliðið spilar fyrsta leik sinn í undankeppni EM á þessu ári þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn á fimmtudagskvöldið. Fyrsti keppnisleikur íslenska kvennalandsliðsins í 345 daga verður á móti sömu þjóð og liðið spilaði síðast við í undankeppni EM. Íslensku stelpurnar enduðu árið 2019 með því að vinna Lettland 6-0 á útivelli. Leikurinn í Lettlandi 8. október 2019 verður alltaf stór hluti af sögu liðsins því þarna endaði Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, landsliðsferil sinn með því að koma inn á sem varamaður og skorað síðasta markið í sínum síðasta landsleik. Margrét Lára endaði ferilinn með 79 mörk í 124 landsleikjum. Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum hingað til en íslenska kvennalandsliðið hefur unnið þrjá leiki sína gegn þeim með samtals markatölunni 23-0. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað í öllum þessum þremur leikjum og samtals sex mörk. Margrét Lára skorar ekki fleiri mörk en í leiknum á fimmtudaginn eru þrír leikmenn sem skoruðu í 6-0 sigrinum í Lettlandi fyrir ellefu mánuðum síðan. Það eru Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn fyrir tæpu ári síðan. Klippa: Frétt Stöð 2 um 6-0 sigur á Lettlandi árið 2019 Fanndís Friðriksdóttir, sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum í Lettlandi, er komin í barnsburðarleyfi og er því ekki með liðinu í haust. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði ekki á móti Lettlandi í fyrra en hún skoraði aftur á móti í báðum sigurleikjunum á móti Eistlandi sem voru spilaði 2009 og 2010. Sara Björk skoraði eitt mark í 12-0 sigri í fyrri leiknum og tvö mörk í 5-0 sigri í þeim seinni. Rakel Hönnudóttir skoraði líka í öðrum leikjanna og spilaði þá báða en hún er líka með landsliðinu núna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. EM 2021 í Englandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar fyrsta leik sinn í undankeppni EM á þessu ári þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn á fimmtudagskvöldið. Fyrsti keppnisleikur íslenska kvennalandsliðsins í 345 daga verður á móti sömu þjóð og liðið spilaði síðast við í undankeppni EM. Íslensku stelpurnar enduðu árið 2019 með því að vinna Lettland 6-0 á útivelli. Leikurinn í Lettlandi 8. október 2019 verður alltaf stór hluti af sögu liðsins því þarna endaði Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, landsliðsferil sinn með því að koma inn á sem varamaður og skorað síðasta markið í sínum síðasta landsleik. Margrét Lára endaði ferilinn með 79 mörk í 124 landsleikjum. Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum hingað til en íslenska kvennalandsliðið hefur unnið þrjá leiki sína gegn þeim með samtals markatölunni 23-0. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað í öllum þessum þremur leikjum og samtals sex mörk. Margrét Lára skorar ekki fleiri mörk en í leiknum á fimmtudaginn eru þrír leikmenn sem skoruðu í 6-0 sigrinum í Lettlandi fyrir ellefu mánuðum síðan. Það eru Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn fyrir tæpu ári síðan. Klippa: Frétt Stöð 2 um 6-0 sigur á Lettlandi árið 2019 Fanndís Friðriksdóttir, sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum í Lettlandi, er komin í barnsburðarleyfi og er því ekki með liðinu í haust. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði ekki á móti Lettlandi í fyrra en hún skoraði aftur á móti í báðum sigurleikjunum á móti Eistlandi sem voru spilaði 2009 og 2010. Sara Björk skoraði eitt mark í 12-0 sigri í fyrri leiknum og tvö mörk í 5-0 sigri í þeim seinni. Rakel Hönnudóttir skoraði líka í öðrum leikjanna og spilaði þá báða en hún er líka með landsliðinu núna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira