Margrét Lára gefur „síðustu treyjuna í síðasta leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 09:00 Margrét Lára Viðarsdóttir átti magnaðan sextán ára feril með íslenska landsliðinu frá 2003 til 2019. Vísir/Bára Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi gefur áhugasömum tækifæri á að vinna sögulega landsliðstreyju sína og styrkja um leið Ljónshjarta. Margrét Lára Viðarsdóttir lék 124. og síðasta A-landsleikinn sinn 8. október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri á Lettlandi. Margrét Lára skoraði með sinni síðustu snertingu í síðasta leiknum og innsiglaði stórsigur íslenska liðsins. Hún tilkynnti nokkru síðar að hún væri búin að setja skóna upp á hillu. Markið hennar á móti Lettlandi var 79. markið hennar fyrir kvennalandsliðið sem er það langmesta í sögunni. Sú næsta á eftir henni á listanum er Hólmfríður Magnúsdóttir með 37 mörk eða 42 mörkum færra en Margrét Lára. Nú hefur Margrét Lára ákveðið að gefa treyju sína úr leiknum í Lettlandi í söfnun fyrir Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. Margrét Lára vakti athygli á þessu á fésbókarsíðu sinni en hún hefur áritað treyjuna. Síðasta treyjan, í seinasta leiknum til styrktar Ljónshjarta Posted by Margrét Lára Viðarsdóttir on Þriðjudagur, 15. september 2020 Treyjan er verðlaun í happdrætti á vegum CharityShirts.is en hver miði mun kosta þúsund krónur. Öll innkoma mun renna til Ljónshjarta. Það þótti vel við hæfi að markadrottningin skoraði í síðasta leiknum sínum en hún hafi einnig skorað í fyrsta landsleiknum sínum aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sá leikur var 14. júní 2003 á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli. Margrét Lára klæddist landsliðstreyjunni alls 167 sinnum því hún lék einnig 43 landsleiki fyrir yngri landsliðin. Margrét Lára skoraði alls 109 mörk fyrir öll landslið Íslands þar af þrjátíu þeirra fyrir yngri landsliðin. EM 2021 í Englandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi gefur áhugasömum tækifæri á að vinna sögulega landsliðstreyju sína og styrkja um leið Ljónshjarta. Margrét Lára Viðarsdóttir lék 124. og síðasta A-landsleikinn sinn 8. október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri á Lettlandi. Margrét Lára skoraði með sinni síðustu snertingu í síðasta leiknum og innsiglaði stórsigur íslenska liðsins. Hún tilkynnti nokkru síðar að hún væri búin að setja skóna upp á hillu. Markið hennar á móti Lettlandi var 79. markið hennar fyrir kvennalandsliðið sem er það langmesta í sögunni. Sú næsta á eftir henni á listanum er Hólmfríður Magnúsdóttir með 37 mörk eða 42 mörkum færra en Margrét Lára. Nú hefur Margrét Lára ákveðið að gefa treyju sína úr leiknum í Lettlandi í söfnun fyrir Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. Margrét Lára vakti athygli á þessu á fésbókarsíðu sinni en hún hefur áritað treyjuna. Síðasta treyjan, í seinasta leiknum til styrktar Ljónshjarta Posted by Margrét Lára Viðarsdóttir on Þriðjudagur, 15. september 2020 Treyjan er verðlaun í happdrætti á vegum CharityShirts.is en hver miði mun kosta þúsund krónur. Öll innkoma mun renna til Ljónshjarta. Það þótti vel við hæfi að markadrottningin skoraði í síðasta leiknum sínum en hún hafi einnig skorað í fyrsta landsleiknum sínum aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sá leikur var 14. júní 2003 á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli. Margrét Lára klæddist landsliðstreyjunni alls 167 sinnum því hún lék einnig 43 landsleiki fyrir yngri landsliðin. Margrét Lára skoraði alls 109 mörk fyrir öll landslið Íslands þar af þrjátíu þeirra fyrir yngri landsliðin.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira