Alþjóðadagur til verndar ósonlaginu Heimsljós 16. september 2020 11:25 Í dag, á degi íslenskrar náttúru, er jafnframt alþjóðadagur til verndar ósonlaginu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í tilefni dagsins að samningar um ósonlagið séu upplífgandi dæmi sem sýni að þar sem pólitískur vilji sé fyrir hendi, séu því lítil takmörk sett hverju þjóðir geti áorkað þegar um sameiginleg markmið er að ræða. Mikilvægasti samningurinn til verndar ósonlaginu er kenndur við Montreal. Skrifað var undir hann 16. september 1987 og samningurinn felur í sér ákvæði um takmörkun á notkun efna sem eyða ósonlaginu. Því var ákveðið af hálfu Sameinuðu þjóðanna árið 1994 að velja þennan dag sem alþjóðlegan dag til verndar ósonlaginu. Jafnframt er alþjóðadagurinn nýttur til þess að vekja athygli á þeirri ógn sem felst í þynningu ósonlagsins. „Það er brýnt að við leggjum okkur fram og fjárfestum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum til verndar náttúrunni og vistkerfunum,“ segir Guterres í ávarpi í tilefni dagsins. Ósonlagið hindrar að megnið af skaðlegum útfjólubláum geislum sólar (UV-B) nái til jarðar. Meiri geislun leiðir til aukinnar tíðni húðkrabbameins og augnsjúkdóma og getur hugsanlega leitt til útrýmingar á svifþörungum sem eru grunnurinn að lífkeðju hafsins og skaðar landbúnaðarframleiðslu. Helstu efnin sem valda þynningunni eru klórflúorkolefni (CFC), sem er meðal annars notuð í kælikerfum, úðabrúsum og sem hreinsiefni, og halónar í slökkvitækjum. Vetnisklórflúorkolefni (HCFC) eiga einnig þátt í ósoneyðingunni. Slagorð alþjóðadagsins er „óson fyrir líf“ og Sameinuðu þjóðirnar segja það vera áminningu um að óson sé ekki aðeins lykilatriði fyrir líf á jörðinni heldur áskorun um að halda verði áfram að vernda ósonlagið fyrir komandi kynslóðir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent
Í dag, á degi íslenskrar náttúru, er jafnframt alþjóðadagur til verndar ósonlaginu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í tilefni dagsins að samningar um ósonlagið séu upplífgandi dæmi sem sýni að þar sem pólitískur vilji sé fyrir hendi, séu því lítil takmörk sett hverju þjóðir geti áorkað þegar um sameiginleg markmið er að ræða. Mikilvægasti samningurinn til verndar ósonlaginu er kenndur við Montreal. Skrifað var undir hann 16. september 1987 og samningurinn felur í sér ákvæði um takmörkun á notkun efna sem eyða ósonlaginu. Því var ákveðið af hálfu Sameinuðu þjóðanna árið 1994 að velja þennan dag sem alþjóðlegan dag til verndar ósonlaginu. Jafnframt er alþjóðadagurinn nýttur til þess að vekja athygli á þeirri ógn sem felst í þynningu ósonlagsins. „Það er brýnt að við leggjum okkur fram og fjárfestum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum til verndar náttúrunni og vistkerfunum,“ segir Guterres í ávarpi í tilefni dagsins. Ósonlagið hindrar að megnið af skaðlegum útfjólubláum geislum sólar (UV-B) nái til jarðar. Meiri geislun leiðir til aukinnar tíðni húðkrabbameins og augnsjúkdóma og getur hugsanlega leitt til útrýmingar á svifþörungum sem eru grunnurinn að lífkeðju hafsins og skaðar landbúnaðarframleiðslu. Helstu efnin sem valda þynningunni eru klórflúorkolefni (CFC), sem er meðal annars notuð í kælikerfum, úðabrúsum og sem hreinsiefni, og halónar í slökkvitækjum. Vetnisklórflúorkolefni (HCFC) eiga einnig þátt í ósoneyðingunni. Slagorð alþjóðadagsins er „óson fyrir líf“ og Sameinuðu þjóðirnar segja það vera áminningu um að óson sé ekki aðeins lykilatriði fyrir líf á jörðinni heldur áskorun um að halda verði áfram að vernda ósonlagið fyrir komandi kynslóðir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent