Styttist í opnun Dýrafjarðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2020 21:54 Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn milli Dýrafjarðarganga og Dýrafjarðarbrúar fyrr í mánuðinum. Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október, að sögn Baldvins Jónbjarnarsonar, sem annast verkeftirlit. „Það væri svo sem hægt að opna á þetta svona. En það er mikil frágangsvinna eftir, veðurfarsháðir þættir eru eftir. Þetta er mikið af smáverkum út um allt,“ sagði Baldvin í samtali við fréttastofu í dag. Göngin eru nánast tilbúin að innan. Búið er að malbika akbrautina og raflýsing er komin.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Öll lýsing er komin upp í göngunum og malbikun þeirra lauk í sumar. Á vegina að göngunum er búið að klæða fyrra slitlagið, bæði Arnarfjarðar- og Dýrafjarðarmegin, og stefnt að því að klæða seinna lagið á föstudag. Þá er byrjað að setja upp vegrið og von á verktaka til að setja upp stjórnbúnað til að fjarstýra ljósum og blásurum. Uppsetningu skilta er ólokið sem og vegmerkingum. Þá er eftir að ganga frá vegfláum og jarðvegi við jarðgangamunna. Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn í Dýrafirði.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hófust sumarið 2017 og fyrsta sprenging var þá um haustið. Síðasta haftið í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum var svo sprengt í apríl 2019. Jarðgöngin leysa 552 metra háa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Hér má sjá þegar slegið var í gegn í fyrra: Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október, að sögn Baldvins Jónbjarnarsonar, sem annast verkeftirlit. „Það væri svo sem hægt að opna á þetta svona. En það er mikil frágangsvinna eftir, veðurfarsháðir þættir eru eftir. Þetta er mikið af smáverkum út um allt,“ sagði Baldvin í samtali við fréttastofu í dag. Göngin eru nánast tilbúin að innan. Búið er að malbika akbrautina og raflýsing er komin.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Öll lýsing er komin upp í göngunum og malbikun þeirra lauk í sumar. Á vegina að göngunum er búið að klæða fyrra slitlagið, bæði Arnarfjarðar- og Dýrafjarðarmegin, og stefnt að því að klæða seinna lagið á föstudag. Þá er byrjað að setja upp vegrið og von á verktaka til að setja upp stjórnbúnað til að fjarstýra ljósum og blásurum. Uppsetningu skilta er ólokið sem og vegmerkingum. Þá er eftir að ganga frá vegfláum og jarðvegi við jarðgangamunna. Frá lagningu bundins slitlags á nýja veginn í Dýrafirði.Mynd/Verkeftirlit Dýrafjarðarganga. Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hófust sumarið 2017 og fyrsta sprenging var þá um haustið. Síðasta haftið í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum var svo sprengt í apríl 2019. Jarðgöngin leysa 552 metra háa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Hér má sjá þegar slegið var í gegn í fyrra:
Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35