Nýr fjölnota þjóðarleikvangur á Suðurnesjum Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 17. september 2020 06:00 Í desember 2015 kynnti ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur ehf. sem þá var í helmingseigu undirritaðs stutta skýrslu fyrir stjórn KSÍ. Skýrslan reifaði niðurstöður vinnu sem hafði það að markmiði að athuga með skipulögðum hætti hvort grundvöllur væri fyrir byggingu fjölnota þjóðarleikvangs í Laugardal sem uppfyllti nútímakröfur til knattspyrnuiðkunar á alþjóðavísu. Samtal við eigendur vallarins og aðra hagsmunaaðila á svæðinu hafði leitt í ljós að verulegrar óánægju gætti varðandi málefni hans. Átti það við um rekstrarlegar forsendur, nýtingu, fjármögnun, viðhald og aðstöðu fyrir leikmenn, áhorfendur og fjölmiðlafólk. Í skýrslunni lagði Borgarbragur fram nýja nálgun og hugmyndafræði varðandi mögulega uppbyggingu vallarins, einkum með tilliti til nýtingar og rekstrar. Ríki, borg og KSÍ Skýrslan og ríkur vilji innan KSÍ varð til þess að eftir áralanga kyrrstöðu í málefnum Laugardalsvallar komst hreyfing á málið. Í kjölfarið hófst umfangsmikil vinna við hagkvæmnisathuganir, greiningar og þróun á hugmyndafræði í kringum nýjan fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Talsverðu opinberu fé var kostað til vinnunnar og erlendir og innlendir sérfræðingar fengnir til verksins. Viljayfirlýsingar voru undirritaðar og ekki spillti fyrir stórkostlegt gengi íslensku landsliðanna í knattspyrnu samhliða miklu hagvaxtarskeiði í samfélaginu. Í janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fór yfir ofangreindar skýrslur og hugmyndir, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu sem birtust í skýrslu í apríl sama ár. Ein af niðurstöðum starfshópsins var að stofna ætti undirbúningsfélag í eigu Reykjavíkurborgar, ríkis og KSÍ strax í maí 2018. Undirbúningsfélagið var loks stofnað í júní 2019 og það skipað nýju fólki. Síðan þá hefur lítið heyrst af framgangi verkefnisins annað en orðrómur um að fyrirliggjandi vinnu og greiningum hafi verið sópað útaf borðinu og verkefnið endurræst með tilheyrandi kostnaði. Ferli á borð við þetta er kunnuglegt í opinberri stjórnsýslu og ekki annars að vænta en að ný skýrsla líti brátt dagsins ljós. Ef til vill verður niðurstaða hennar sú að skipa þurfi nýja nefnd. Forgangsröðun framkvæmda Þetta er allt saman áhugavert, ekki síst í ljósi þess að í síðustu viku samþykkti borgarráð stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til ársins 2030 þar sem forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja er sett fram. Þar er hvergi minnst á nýjan Laugardalsvöll en þó sagt að: „Verði af þátttöku Reykjavíkurborgar í þjóðarleikvangaverkefnum er það mat hópsins að borgin eigi að leggja áherslu á að hugsanleg aðkoma borgarinnar taki mið af sömu markmiðum og horft var til við forgangsröðun íþróttamannvirkja: Að tryggja æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir börn, unglinga, almenning og afreksfólk, eða þau geti nýst í skólastarfi.” Ósagt skal látið hvernig þessi forgangsröðun kemur við KSÍ en ljóst er að nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er ekki á meðal þeirra 18 íþróttamannvirkja sem borgin hyggst fjárfesta í á næstu 10 árum samkvæmt skýrslu stýrihópsins. Hvað er þá til ráða fyrir knattspyrnu- og tónleikaþyrsta þjóð? Stór tækifæri á Suðurnesjum Eitt af því sem ekki var gert á sínum tíma þegar vinnan í kringum leikvanginn stóð sem hæst var að framkvæma staðarvalsgreiningu. Ástæðan var sú að þjóðarleikvangurinn ætti best heima í höfuðborg landsins og fyrir því voru færð fjölmörg góð rök. Í ljósi alls ofangreinds er hinsvegar ekki úr vegi að nefna aðra kosti. Einn möguleiki sem hefur fram til þessa ekki verið skoðaður er flugvallarsvæðið í Keflavík. Þar er starfrækt þróunarfélagið Kadeco sem er í eigu ríkisins og hefur alla burði til að standa að að umfangsmikilli undirbúnings- og þróunarvinnu fyrir flókin verkefni. Það er ljóst að rekstrarforsendur fjölnota þjóðarleikvangs standa og falla með því að búa til nýjan markað fyrir stóra og alþjóðlega viðburði og þar kemur flugvallarsvæðið sterkt inn. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, nóg pláss og gott aðgengi er fyrir stór tæki og tól sem fylgja slíkum viðburðum, hávaðamengun vegna tónleikahalds er ekki vandamál, mikil þekking og mannauður er til staðar m.t.t. hverskyns öryggis- og aðgengismála og ekki skortir bílastæði. Þá hentar nálægðin við flugvöllinn vel fyrir listamenn og/eða ráðstefnugesti sem vilja komast hratt og örugglega á milli landa. Loks eru allir aðrir innviðir á borð við hótel og veitingastaði til staðar á svæðinu. Síðast en ekki síst gæti verkefni af þeirri stærðargráðu sem fjölnota þjóðarleikvangur er reynst mikilvæg og verðskulduð innspýting fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum sem búa nú við mikla óvissu og erfitt atvinnuástand í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í desember 2015 kynnti ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur ehf. sem þá var í helmingseigu undirritaðs stutta skýrslu fyrir stjórn KSÍ. Skýrslan reifaði niðurstöður vinnu sem hafði það að markmiði að athuga með skipulögðum hætti hvort grundvöllur væri fyrir byggingu fjölnota þjóðarleikvangs í Laugardal sem uppfyllti nútímakröfur til knattspyrnuiðkunar á alþjóðavísu. Samtal við eigendur vallarins og aðra hagsmunaaðila á svæðinu hafði leitt í ljós að verulegrar óánægju gætti varðandi málefni hans. Átti það við um rekstrarlegar forsendur, nýtingu, fjármögnun, viðhald og aðstöðu fyrir leikmenn, áhorfendur og fjölmiðlafólk. Í skýrslunni lagði Borgarbragur fram nýja nálgun og hugmyndafræði varðandi mögulega uppbyggingu vallarins, einkum með tilliti til nýtingar og rekstrar. Ríki, borg og KSÍ Skýrslan og ríkur vilji innan KSÍ varð til þess að eftir áralanga kyrrstöðu í málefnum Laugardalsvallar komst hreyfing á málið. Í kjölfarið hófst umfangsmikil vinna við hagkvæmnisathuganir, greiningar og þróun á hugmyndafræði í kringum nýjan fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Talsverðu opinberu fé var kostað til vinnunnar og erlendir og innlendir sérfræðingar fengnir til verksins. Viljayfirlýsingar voru undirritaðar og ekki spillti fyrir stórkostlegt gengi íslensku landsliðanna í knattspyrnu samhliða miklu hagvaxtarskeiði í samfélaginu. Í janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fór yfir ofangreindar skýrslur og hugmyndir, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu sem birtust í skýrslu í apríl sama ár. Ein af niðurstöðum starfshópsins var að stofna ætti undirbúningsfélag í eigu Reykjavíkurborgar, ríkis og KSÍ strax í maí 2018. Undirbúningsfélagið var loks stofnað í júní 2019 og það skipað nýju fólki. Síðan þá hefur lítið heyrst af framgangi verkefnisins annað en orðrómur um að fyrirliggjandi vinnu og greiningum hafi verið sópað útaf borðinu og verkefnið endurræst með tilheyrandi kostnaði. Ferli á borð við þetta er kunnuglegt í opinberri stjórnsýslu og ekki annars að vænta en að ný skýrsla líti brátt dagsins ljós. Ef til vill verður niðurstaða hennar sú að skipa þurfi nýja nefnd. Forgangsröðun framkvæmda Þetta er allt saman áhugavert, ekki síst í ljósi þess að í síðustu viku samþykkti borgarráð stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til ársins 2030 þar sem forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja er sett fram. Þar er hvergi minnst á nýjan Laugardalsvöll en þó sagt að: „Verði af þátttöku Reykjavíkurborgar í þjóðarleikvangaverkefnum er það mat hópsins að borgin eigi að leggja áherslu á að hugsanleg aðkoma borgarinnar taki mið af sömu markmiðum og horft var til við forgangsröðun íþróttamannvirkja: Að tryggja æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir börn, unglinga, almenning og afreksfólk, eða þau geti nýst í skólastarfi.” Ósagt skal látið hvernig þessi forgangsröðun kemur við KSÍ en ljóst er að nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er ekki á meðal þeirra 18 íþróttamannvirkja sem borgin hyggst fjárfesta í á næstu 10 árum samkvæmt skýrslu stýrihópsins. Hvað er þá til ráða fyrir knattspyrnu- og tónleikaþyrsta þjóð? Stór tækifæri á Suðurnesjum Eitt af því sem ekki var gert á sínum tíma þegar vinnan í kringum leikvanginn stóð sem hæst var að framkvæma staðarvalsgreiningu. Ástæðan var sú að þjóðarleikvangurinn ætti best heima í höfuðborg landsins og fyrir því voru færð fjölmörg góð rök. Í ljósi alls ofangreinds er hinsvegar ekki úr vegi að nefna aðra kosti. Einn möguleiki sem hefur fram til þessa ekki verið skoðaður er flugvallarsvæðið í Keflavík. Þar er starfrækt þróunarfélagið Kadeco sem er í eigu ríkisins og hefur alla burði til að standa að að umfangsmikilli undirbúnings- og þróunarvinnu fyrir flókin verkefni. Það er ljóst að rekstrarforsendur fjölnota þjóðarleikvangs standa og falla með því að búa til nýjan markað fyrir stóra og alþjóðlega viðburði og þar kemur flugvallarsvæðið sterkt inn. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, nóg pláss og gott aðgengi er fyrir stór tæki og tól sem fylgja slíkum viðburðum, hávaðamengun vegna tónleikahalds er ekki vandamál, mikil þekking og mannauður er til staðar m.t.t. hverskyns öryggis- og aðgengismála og ekki skortir bílastæði. Þá hentar nálægðin við flugvöllinn vel fyrir listamenn og/eða ráðstefnugesti sem vilja komast hratt og örugglega á milli landa. Loks eru allir aðrir innviðir á borð við hótel og veitingastaði til staðar á svæðinu. Síðast en ekki síst gæti verkefni af þeirri stærðargráðu sem fjölnota þjóðarleikvangur er reynst mikilvæg og verðskulduð innspýting fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum sem búa nú við mikla óvissu og erfitt atvinnuástand í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar