Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2020 14:23 Rósa Björk á þingi ásamt fyrrverandi félaga sínum í Vinstri grænum, Kolbeini Óttarssyni Proppé. visir/vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri. Í tilkynningu sem hún var að senda frá sér nú rétt í þessu segir hún ástæðuna vera brottvísun egypsku fjölskyldunnar. Hún segir að það hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún eigi ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Fyrr í vetur sagði félagi hennar, Andrés Ingi Jónsson, sig einnig úr Vinstri grænum en hvorki hann né Rósa Björk skrifuðu undir stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar; þau voru bæði mótfallin því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Nú er staðan sú, að eftir að Rósa Björk hefur sagt sig úr þingflokknum, að ríkisstjórnin hefur þriggja þingmanna meirihluta á þinginu; 33 þingmenn gegn 30 þingmönnum stjórnarandstöðu. Yfirlýsingu Rósu má lesa í heild sinni hér neðar: „Ég hef átt fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn mína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni. Nýlegir atburðir er varða brottvísun stjórnvalda á barnafjölskyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mánuði og viðbrögð ríkisstjórnar sem VG er í forystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn endanlega að ég á ekki lengur samleið með þingflokki VG. Þetta er alls ekki auðveld ákvörðun, sér í lagi gagnvart kjósendum VG og félögum VG í Suðvesturkjördæmi. Ég þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn, traustið og samfylgdina síðastliðin ár og vonast eftir því að þau sýni ákvörðun minni skilning. Ég mun þrátt fyrir þetta halda áfram að vinna af krafti og einurð að góðum málum á Alþingi, sérstaklega er varða mannréttindi, umhverfis- og loftslagsmál, kynjajafnrétti og fleiri góðum málum. Rósa Björk tilheyrir nú hópi stjórnarandstöðuþingmanna. Staðan er nú sú á þinginu að stjórnin hefur 3 manna meirihluta.visir/vilhelm Þetta mál er samt þess eðlis að það er ekki hægt annað en að taka afstöðu með mannúðinni, með réttindum barna á flótta sem hér hafa fest rætur og myndað tengsl. Og taka afstöðu gegn því að íslensk yfirvöld vísi á brott börnum og barnafjölskyldum. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í ríkisstjórn hefur lítið sem ekkert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda eða að fylgja mannúðarsjónarmiðum í málaflokknum, sem er þó það sem ríkisstjórnin lofaði. Það er mjög miður. Sem varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins hef ég fengist mikið við málefni fólks á flótta og sérstaklega mála sem varða barna á flótta sem ég hef unnið ötullega að. Í því ljósi finnst mér þessi stefnubreyting og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sérstaklega dapurleg og bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar. Ég óska fyrrum félögum mínum í VG góðs gengis.“ Alþingi Vinstri græn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna og hreyfingunni sem slíkri. Í tilkynningu sem hún var að senda frá sér nú rétt í þessu segir hún ástæðuna vera brottvísun egypsku fjölskyldunnar. Hún segir að það hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún eigi ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Fyrr í vetur sagði félagi hennar, Andrés Ingi Jónsson, sig einnig úr Vinstri grænum en hvorki hann né Rósa Björk skrifuðu undir stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar; þau voru bæði mótfallin því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Nú er staðan sú, að eftir að Rósa Björk hefur sagt sig úr þingflokknum, að ríkisstjórnin hefur þriggja þingmanna meirihluta á þinginu; 33 þingmenn gegn 30 þingmönnum stjórnarandstöðu. Yfirlýsingu Rósu má lesa í heild sinni hér neðar: „Ég hef átt fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn mína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni. Nýlegir atburðir er varða brottvísun stjórnvalda á barnafjölskyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mánuði og viðbrögð ríkisstjórnar sem VG er í forystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn endanlega að ég á ekki lengur samleið með þingflokki VG. Þetta er alls ekki auðveld ákvörðun, sér í lagi gagnvart kjósendum VG og félögum VG í Suðvesturkjördæmi. Ég þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn, traustið og samfylgdina síðastliðin ár og vonast eftir því að þau sýni ákvörðun minni skilning. Ég mun þrátt fyrir þetta halda áfram að vinna af krafti og einurð að góðum málum á Alþingi, sérstaklega er varða mannréttindi, umhverfis- og loftslagsmál, kynjajafnrétti og fleiri góðum málum. Rósa Björk tilheyrir nú hópi stjórnarandstöðuþingmanna. Staðan er nú sú á þinginu að stjórnin hefur 3 manna meirihluta.visir/vilhelm Þetta mál er samt þess eðlis að það er ekki hægt annað en að taka afstöðu með mannúðinni, með réttindum barna á flótta sem hér hafa fest rætur og myndað tengsl. Og taka afstöðu gegn því að íslensk yfirvöld vísi á brott börnum og barnafjölskyldum. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í ríkisstjórn hefur lítið sem ekkert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda eða að fylgja mannúðarsjónarmiðum í málaflokknum, sem er þó það sem ríkisstjórnin lofaði. Það er mjög miður. Sem varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins hef ég fengist mikið við málefni fólks á flótta og sérstaklega mála sem varða barna á flótta sem ég hef unnið ötullega að. Í því ljósi finnst mér þessi stefnubreyting og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sérstaklega dapurleg og bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum málaflokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórnarandstöðu og fyrir kosningar. Ég óska fyrrum félögum mínum í VG góðs gengis.“
Alþingi Vinstri græn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Sjá meira