Bein útsending: Mike The Jacket í Yoda hellinum í Hjörleifshöfða Tinni Sveinsson skrifar 17. september 2020 18:20 Yoda hellirinn er í Hjörleifsshöfða á Suðurlandi. Tónlistarmaðurinn Mike the Jacket spilar tónlist í svokölluðum Yoda helli í Hjörleifshöfða í útsendingu sem hefst hér á Vísi klukkan 20 í kvöld. Yoda hellirinn er nefndur svo vegna þess að þegar staðið er inni í honum líkist hellismynnið útlínum Yoda úr Star Wars. Hann hefur á síðustu árum vaxið mjög að vinsældum meðal ferðamanna á Íslandi. Útsendingin er á vegum íslenska viðburðafyrirtækisins Volume sem sérhæfir sig í útsendingum þar sem plötusnúðar þeyta skífum á framandi stöðum. Um Friðrik Thorlacius Mike the Jacket er hliðarsjálf tónlistarmannsins Friðriks Thorlacius og eru ferli hans gerð góð skil í fréttatilkynningu frá Volume: „Listamaðurinn, próduserinn og hinn almenni gleðigjafi, Friðrik Thorlacius betur þekktur sem Mike The Jacket, fer í ferðalag sem þú vilt ekki missa af enda plötusnúður sem að hefur komið víða í tónlistarsenunni hér heima og erlendis. „Áður en Mike The Jacket verkefnið fór af stað fyrir alvöru þá komst Friðrik meðal annars í topp 10 í keppni tónlistarmannsins og Íslandsvinarins DeadMau5 árið 2011. Þá var Friðrik hluti af þríeykinu Plugg’d sem gerði magnaða hluti fyrir senuna 2006-2012 ásamt Techno.is. Þau hituðu upp fyrir rjómann af stærstu og flottustu plötusnúðum heims sem sóttu landið á þeim tíma og voru skemmtistaðirnir Nasa og Broadway vinsælustu staðirnir þá. Strákarnir áttu miklar vinsældir með remixum eins og Kocaloka eftir partýdrengina í hljómsveitinni Dr. Mister & Mister Handsome. Þar á eftir tók við nýtt ævintýri undir nafninu KSF (Killer Sounding Frequencies). Þá fór Friðrik sínar eigin leiðir í tónlistinni og sannaði sig sem ferskur upprennandi danstónlistarmaður sem vildi helst allar reglur brjóta en gera það með stæl og prófa allt ... og það virkaði. KSF vann meðal annars risastóra remix-keppni á vegum Groove Cruise árið 2016. Groove Cruise er hátíð á 14. hæða skemmtiferðaskipi sem siglir milli Miami og Jamaica. KSF hefur líka spilað á öllum hátíðum Secret Solstice í Laugardalnum og skipuðu sig sem eitt stærsta íslenska tónlistar duo-ið á hátíðinni síðustu ár. Friðrik hefur einnig unnið að fjölmörgum auglýsingaverkefnum í gegnum árin. Hann gerir allt sitt myndefni og tónlistarmyndbönd sjálfur. 24. september verður frumsýningarpartý á Dillon fyrir nýtt myndband hliðarverkefnisins K.A.T (Kaoz & Thrills). Þar er Friðrik í samstarfi við Ívar úr Dr.Mister & Mister Handsome og Jórunni Steinson. Myndbandið var tekið upp á Spáni fyrr á árinu í miklum erfiðleikum þar sem að Covid-19 var að herja á heimsbyggðina en útkoman er vægast sagt stórkostleg og tekin upp á Samsung (S8) og Gopro.“ Tengdar fréttir Bein útsending: Ezeo spilar í Gufunesi Klukkan 21 í kvöld verður tónlist spiluð í Gufunesi og streymt hér á Vísi. 23. ágúst 2020 20:30 Bein útsending: Elsa Bje spilar danstónlist á Nesjavöllum Klukkan 20 í kvöld verður tónlist spiluð á Nesjavöllum og streymt hér á Vísi. 2. júlí 2020 19:30 Bein útsending: Nightshock í Raufarhólshelli Klukkan 21 í kvöld verður tónlist spiluð í Raufarhólshelli og streymt hér á Vísi. 8. júní 2020 19:30 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Mike the Jacket spilar tónlist í svokölluðum Yoda helli í Hjörleifshöfða í útsendingu sem hefst hér á Vísi klukkan 20 í kvöld. Yoda hellirinn er nefndur svo vegna þess að þegar staðið er inni í honum líkist hellismynnið útlínum Yoda úr Star Wars. Hann hefur á síðustu árum vaxið mjög að vinsældum meðal ferðamanna á Íslandi. Útsendingin er á vegum íslenska viðburðafyrirtækisins Volume sem sérhæfir sig í útsendingum þar sem plötusnúðar þeyta skífum á framandi stöðum. Um Friðrik Thorlacius Mike the Jacket er hliðarsjálf tónlistarmannsins Friðriks Thorlacius og eru ferli hans gerð góð skil í fréttatilkynningu frá Volume: „Listamaðurinn, próduserinn og hinn almenni gleðigjafi, Friðrik Thorlacius betur þekktur sem Mike The Jacket, fer í ferðalag sem þú vilt ekki missa af enda plötusnúður sem að hefur komið víða í tónlistarsenunni hér heima og erlendis. „Áður en Mike The Jacket verkefnið fór af stað fyrir alvöru þá komst Friðrik meðal annars í topp 10 í keppni tónlistarmannsins og Íslandsvinarins DeadMau5 árið 2011. Þá var Friðrik hluti af þríeykinu Plugg’d sem gerði magnaða hluti fyrir senuna 2006-2012 ásamt Techno.is. Þau hituðu upp fyrir rjómann af stærstu og flottustu plötusnúðum heims sem sóttu landið á þeim tíma og voru skemmtistaðirnir Nasa og Broadway vinsælustu staðirnir þá. Strákarnir áttu miklar vinsældir með remixum eins og Kocaloka eftir partýdrengina í hljómsveitinni Dr. Mister & Mister Handsome. Þar á eftir tók við nýtt ævintýri undir nafninu KSF (Killer Sounding Frequencies). Þá fór Friðrik sínar eigin leiðir í tónlistinni og sannaði sig sem ferskur upprennandi danstónlistarmaður sem vildi helst allar reglur brjóta en gera það með stæl og prófa allt ... og það virkaði. KSF vann meðal annars risastóra remix-keppni á vegum Groove Cruise árið 2016. Groove Cruise er hátíð á 14. hæða skemmtiferðaskipi sem siglir milli Miami og Jamaica. KSF hefur líka spilað á öllum hátíðum Secret Solstice í Laugardalnum og skipuðu sig sem eitt stærsta íslenska tónlistar duo-ið á hátíðinni síðustu ár. Friðrik hefur einnig unnið að fjölmörgum auglýsingaverkefnum í gegnum árin. Hann gerir allt sitt myndefni og tónlistarmyndbönd sjálfur. 24. september verður frumsýningarpartý á Dillon fyrir nýtt myndband hliðarverkefnisins K.A.T (Kaoz & Thrills). Þar er Friðrik í samstarfi við Ívar úr Dr.Mister & Mister Handsome og Jórunni Steinson. Myndbandið var tekið upp á Spáni fyrr á árinu í miklum erfiðleikum þar sem að Covid-19 var að herja á heimsbyggðina en útkoman er vægast sagt stórkostleg og tekin upp á Samsung (S8) og Gopro.“
Tengdar fréttir Bein útsending: Ezeo spilar í Gufunesi Klukkan 21 í kvöld verður tónlist spiluð í Gufunesi og streymt hér á Vísi. 23. ágúst 2020 20:30 Bein útsending: Elsa Bje spilar danstónlist á Nesjavöllum Klukkan 20 í kvöld verður tónlist spiluð á Nesjavöllum og streymt hér á Vísi. 2. júlí 2020 19:30 Bein útsending: Nightshock í Raufarhólshelli Klukkan 21 í kvöld verður tónlist spiluð í Raufarhólshelli og streymt hér á Vísi. 8. júní 2020 19:30 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bein útsending: Ezeo spilar í Gufunesi Klukkan 21 í kvöld verður tónlist spiluð í Gufunesi og streymt hér á Vísi. 23. ágúst 2020 20:30
Bein útsending: Elsa Bje spilar danstónlist á Nesjavöllum Klukkan 20 í kvöld verður tónlist spiluð á Nesjavöllum og streymt hér á Vísi. 2. júlí 2020 19:30
Bein útsending: Nightshock í Raufarhólshelli Klukkan 21 í kvöld verður tónlist spiluð í Raufarhólshelli og streymt hér á Vísi. 8. júní 2020 19:30