VG hefur engin góð áhrif haft á málefni flóttafólks Gunnar Smári Egilsson skrifar 18. september 2020 08:00 Katrín Jakobsdóttir skrifaði status á Facebook í gær þar sem hún hélt því fram að straumhvörf hefðu orðið í meðferð Útlendingastofnunar á umsóknum um vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Katrín rakti með grafi hvernig synjunum hafði fækkað frá 2015 sem hlutfalli af afgreiddum málum og samþykktum þar með fjölgað. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt, 2015-17 áður en VG kom í ríkisstjórn, og 2018-20 eftir að VG gekk inn í stjórn, þá er það rétt að á fyrra tímabilinu var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 27% en 60% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 13% á fyrra tímabilinu en 30% á síðara. En er þetta VG að þakka? Sumt fólk hætt að koma og sækja um Það er ýmislegt ólíkt með þessu tímabilum. Fyrir það fyrsta dró verulega úr umsóknum frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu, en á fyrra tímabilinu höfðu að meðaltali 491 sótt um vernd frá þessum löndum en aðeins 121 á því síðara. Þetta hefur mikil áhrif á samanburðinn sem Katrín sýndi, þar sem lang stærstum hluta þessara umsókna var hafnað. Ef við drögum þessi þrjú lönd frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 69% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 41% á síðara. Vensúela breytir miklu Annað frávik er fólk frá Venesúela. Það sótti ekki um hæli á fyrra tímabilinu en síðustu tvö ár hefur fleira fólk frá Venesúela fengið hér hæli en frá nokkru öðrum landi. Undanfarið hefur fleira fólk frá Suður-Ameríku fengið vernd en frá Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og austur til Afganistan og Pakistan, því svæði sem logað hefur af átökum undanfarin ár. En það er ekki bara fjöldinn sem er sérstakur við Venesúela heldur það að svo til allir þaðan fá vernd, 290 af 292 sem sótt hafa um. Ef við drögum Venesúela eining frá samtölunni breytist samanburðurinn aftur. Ef við tökum þessi fjögur lönd, Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu, frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 61% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 32% á síðara. Ekkert batnað hjá VG Það hefur því ekkert breyst hjá útlendingastofnun þótt VG hafi gengið inn í ríkisstjórn, mál eru þar afgreidd meira og minna með sama hætti. Stærsta breytingin er annars vegar að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu hefur gefist upp á að sækja hér um hæli og hins vegar hefur Útlendingastofnun, mögulega með þrýstingi frá utanríkisráðuneytinu, ákveðið að veita svo til öllum frá Venesúela vernd. Fólk frá öðrum landsvæðum, ekki síst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og nágrenni fær sama viðmót og fyrr. Ef við tökum svæðið frá Norður-Afríku í gegnum Mið-Austurlönd og Kákasus og til Afganistan og Pakistan þá var hlutfall samþykktra umsókna sem komu til efnislegrar meðferðar 66% á fyrra tímabilinu en 67% eftir að VG kom í ríkisstjórn. Hlutfall af öllum umsóknum fór úr 24% í 36%. Allt aðrar skýringar en mikilvægi VG En þeim hefur fjölgað sem hafa fengið vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það má sjá jafnvel þótt við tökum Venesúela frá. Leyfi til fólks frá öðrum löndum en Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu fjölgaði úr 105 að meðaltali á ári 2015-17 upp í 230 að meðaltali á ári 2018-20. En meginástæðan er að fleira fólk sótti um, ársmeðaltalið fór úr 374 í 712. Af fjölgun veittra leyfa um 125 má rekja 95 til fjölgunar umsókna en 30 til þess að fleiri umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu. Það er því ljóst að Katrín Jakobsdóttir teygði sig langt þegar hún vildi eigna VG heiðurinn af jákvæðari afgreiðslu útlendingastofnunar. Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um. Og svo aukinn þrýstingur almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifaði status á Facebook í gær þar sem hún hélt því fram að straumhvörf hefðu orðið í meðferð Útlendingastofnunar á umsóknum um vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Katrín rakti með grafi hvernig synjunum hafði fækkað frá 2015 sem hlutfalli af afgreiddum málum og samþykktum þar með fjölgað. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt, 2015-17 áður en VG kom í ríkisstjórn, og 2018-20 eftir að VG gekk inn í stjórn, þá er það rétt að á fyrra tímabilinu var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 27% en 60% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 13% á fyrra tímabilinu en 30% á síðara. En er þetta VG að þakka? Sumt fólk hætt að koma og sækja um Það er ýmislegt ólíkt með þessu tímabilum. Fyrir það fyrsta dró verulega úr umsóknum frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu, en á fyrra tímabilinu höfðu að meðaltali 491 sótt um vernd frá þessum löndum en aðeins 121 á því síðara. Þetta hefur mikil áhrif á samanburðinn sem Katrín sýndi, þar sem lang stærstum hluta þessara umsókna var hafnað. Ef við drögum þessi þrjú lönd frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 69% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 41% á síðara. Vensúela breytir miklu Annað frávik er fólk frá Venesúela. Það sótti ekki um hæli á fyrra tímabilinu en síðustu tvö ár hefur fleira fólk frá Venesúela fengið hér hæli en frá nokkru öðrum landi. Undanfarið hefur fleira fólk frá Suður-Ameríku fengið vernd en frá Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og austur til Afganistan og Pakistan, því svæði sem logað hefur af átökum undanfarin ár. En það er ekki bara fjöldinn sem er sérstakur við Venesúela heldur það að svo til allir þaðan fá vernd, 290 af 292 sem sótt hafa um. Ef við drögum Venesúela eining frá samtölunni breytist samanburðurinn aftur. Ef við tökum þessi fjögur lönd, Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu, frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 61% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 32% á síðara. Ekkert batnað hjá VG Það hefur því ekkert breyst hjá útlendingastofnun þótt VG hafi gengið inn í ríkisstjórn, mál eru þar afgreidd meira og minna með sama hætti. Stærsta breytingin er annars vegar að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu hefur gefist upp á að sækja hér um hæli og hins vegar hefur Útlendingastofnun, mögulega með þrýstingi frá utanríkisráðuneytinu, ákveðið að veita svo til öllum frá Venesúela vernd. Fólk frá öðrum landsvæðum, ekki síst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og nágrenni fær sama viðmót og fyrr. Ef við tökum svæðið frá Norður-Afríku í gegnum Mið-Austurlönd og Kákasus og til Afganistan og Pakistan þá var hlutfall samþykktra umsókna sem komu til efnislegrar meðferðar 66% á fyrra tímabilinu en 67% eftir að VG kom í ríkisstjórn. Hlutfall af öllum umsóknum fór úr 24% í 36%. Allt aðrar skýringar en mikilvægi VG En þeim hefur fjölgað sem hafa fengið vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það má sjá jafnvel þótt við tökum Venesúela frá. Leyfi til fólks frá öðrum löndum en Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu fjölgaði úr 105 að meðaltali á ári 2015-17 upp í 230 að meðaltali á ári 2018-20. En meginástæðan er að fleira fólk sótti um, ársmeðaltalið fór úr 374 í 712. Af fjölgun veittra leyfa um 125 má rekja 95 til fjölgunar umsókna en 30 til þess að fleiri umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu. Það er því ljóst að Katrín Jakobsdóttir teygði sig langt þegar hún vildi eigna VG heiðurinn af jákvæðari afgreiðslu útlendingastofnunar. Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um. Og svo aukinn þrýstingur almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun