Svaraði gagnrýninni fullum hálsi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2020 08:00 Svíar krupu fyrir síðasta landsleik sinn og munu gera slíkt hið sama á Laugardalsvelli. CARL SANDIN / BILDBYRÅN Sænska kvennalandsliðið – sem mætir því íslenska á þriðjudaginn í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu – fékk töluverða gagnrýni fyrir að krjúpa fyrir leik liðsins gegn Ungverjum í gærkvöld. Sænska liðið ákvað, líkt og íslenska karlalandsliðið gerði fyrir leikinn gegn Englandi, að krjúpa fyrir leik og mótmæla þar með því kynþáttabundna óréttlæti sem á sér stað í heiminum. Svíar unnu leikinn 8-0 en að vissu leyti snerist umræðan eftir leik meira um að þær hafi kropið. Hinn 27 ára gamla Eriksson ákvað að nýta Twitter-síðu sína til að tjá sig um málið. „Það var aldrei spurning hvort við myndum krjúpa eður ei. Þetta var það eina rétta í stöðunni. Við vitum hvað við stöndum fyrir og hvað við trúum á. Í gær krupum við til að sýna að við stöndum saman gegn kynþáttahatri og mismunun. Þetta snýst ekki um pólitík og var á engan hátt pólitísk aðgerð,“ segir Eriksson á Twitter-síðu sinni. My thoughts on the criticism we have received for taking a knee pic.twitter.com/U2xDZkmsVA— Magdalena Eriksson (@MagdaEricsson) September 18, 2020 „Þetta snýst um mannkynið og þá staðreynd að við trúum því að við séum öll jöfn. Húðlitur, kynþáttur, kynhneigð, ekkert af þessu á að skipta máli. Hatur á ekki heima í heimi okkar og við erum enn vissari um að við höfum gert það sem er rétt eftir að hafa fengið gagnrýni. Getið þið hvað … við munum gera þetta aftur. Við erum ekki vandamálið, fólkið sem er á móti því sem við gerðum er það hins vegar,“ segir einnig í tísti Eriksson. Sænska landsliðið mætir Íslandi á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag, 22. september. Bæði Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga og því ljóst að leikurinn mun skipta sköpum í hvort landið kemst beint á EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira
Sænska kvennalandsliðið – sem mætir því íslenska á þriðjudaginn í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu – fékk töluverða gagnrýni fyrir að krjúpa fyrir leik liðsins gegn Ungverjum í gærkvöld. Sænska liðið ákvað, líkt og íslenska karlalandsliðið gerði fyrir leikinn gegn Englandi, að krjúpa fyrir leik og mótmæla þar með því kynþáttabundna óréttlæti sem á sér stað í heiminum. Svíar unnu leikinn 8-0 en að vissu leyti snerist umræðan eftir leik meira um að þær hafi kropið. Hinn 27 ára gamla Eriksson ákvað að nýta Twitter-síðu sína til að tjá sig um málið. „Það var aldrei spurning hvort við myndum krjúpa eður ei. Þetta var það eina rétta í stöðunni. Við vitum hvað við stöndum fyrir og hvað við trúum á. Í gær krupum við til að sýna að við stöndum saman gegn kynþáttahatri og mismunun. Þetta snýst ekki um pólitík og var á engan hátt pólitísk aðgerð,“ segir Eriksson á Twitter-síðu sinni. My thoughts on the criticism we have received for taking a knee pic.twitter.com/U2xDZkmsVA— Magdalena Eriksson (@MagdaEricsson) September 18, 2020 „Þetta snýst um mannkynið og þá staðreynd að við trúum því að við séum öll jöfn. Húðlitur, kynþáttur, kynhneigð, ekkert af þessu á að skipta máli. Hatur á ekki heima í heimi okkar og við erum enn vissari um að við höfum gert það sem er rétt eftir að hafa fengið gagnrýni. Getið þið hvað … við munum gera þetta aftur. Við erum ekki vandamálið, fólkið sem er á móti því sem við gerðum er það hins vegar,“ segir einnig í tísti Eriksson. Sænska landsliðið mætir Íslandi á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag, 22. september. Bæði Ísland og Svíþjóð eru með fullt hús stiga og því ljóst að leikurinn mun skipta sköpum í hvort landið kemst beint á EM sem fram fer næsta sumar í Englandi. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í opinni dagskrá Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira