Blekkingarleikur forsætisráðherra Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 21. september 2020 08:01 Fyrir helgi birti forsætisráðherra færslu á Facebook þar sem hún fjallaði um þróunina á fjölda samþykktra umsókna um alþjóðlega vernd undanfarin ár. Færslunni fylgdi línurit sem sýndi mikla hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna milli ára. Samkvæmt línuritinu var hlutfall samþykktra umsókna aðeins 10% árið 2017, árið sem núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Ári seinna var hlutfallið komið upp í 20%, í fyrra var það 33% og það sem af er þessu ári er hlutfall samþykktra verndarumsókna komið upp í 61%. Þessa miklu hækkun skrifar forsætisráðherra á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Þessar tölur geta þó sagt okkur hvort við séum á réttri leið, hvort að þau skref sem við höfum tekið séu að skila árangri fyrir fólk,“ skrifar Katrín. „Hvort við séum að taka á móti fleira fólki á flótta eins og við einsettum okkur þegar stjórnarsáttmálinn var settur saman á árinu 2017.“ Ekki ríkisstjórninni að þakka Með því að setja þessar tölur fram einar og sér er auðvelt að draga upp þá mynd sem Katrín gerir. Almenningur hefur litlar forsendur til að draga tölurnar í efa eða velta fyrir sér hvað liggur þeim að baki. Staðreyndin er hins vegar sú að færsla Katrínar Jakobsdóttur er blekking. Hún er sett fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands. Athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Ástæðan fyrir því að ég kalla færsluna blekkingu er sú að hækkunin sem orðið hefur á hlutfalli samþykktra verndarumsókna á síðustu árum hefur ekkert að gera með ákvæði í stjórnarsáttmála eða stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar fyrir atbeina VG. Ytri þættir skýra þróunina Þrennt skýrir þessa breytingu á milli ára: Fækkun verndarumsókna frá öruggum ríkjum, fjölgun umsókna frá Venesúela og afleiðingar COVID-faraldursins. Árið 2017 voru 66% umsókna frá svokölluðum öruggum ríkjum. Þessar umsóknir eru að jafnaði ekki teknar til efnislegrar meðferðar, enda hefur 99% umsókna frá þessum ríkjum verið hafnað á síðustu árum. Það sem af er þessu ári er hlutfall umsókna frá öruggum ríkjum hins vegar aðeins 5%. Þetta skekkir myndina heilmikið og veldur því að hlutfall samþykktra umsókna hækkar töluvert án þess að það skýrist af einhverri stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Á sama tímabili hefur umsóknum frá Venesúela fjölgað töluvert. Það sem af er þessu ári hafa 126 einstaklingar frá Venesúela sótt um vernd, en það eru 21% allra umsókna þessa árs. Árið 2017 barst aðeins ein umsókn frá Venesúela. Útlendingastofnun hefur samþykkt 99% allra verndarumsókna frá Venesúela, en það er í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er þar í landi (https://www.visir.is/g/20191720121d). Þetta skýrist því heldur ekki af stefnu VG heldur af ytri aðstæðum. Örugg ríki og Venesúela eru augljóslega þættir sem sveiflast milli ára og skekkja heildarmyndina töluvert. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um það hvort áherslur Vinstri grænna hafi haft áhrif á þróunina. Ég hef því tekið saman tölur síðustu ára og undanskilið umsóknir frá öruggum ríkjum og Venesúela. Þá birtist önnur mynd en sú sem forsætisráðherra teiknaði upp í færslu sinni: Árið 2017 voru 28% umsókna samþykktar. Árið 2018 voru 29% umsókna samþykktar. Árið 2019 voru 27% umsókna samþykktar. Það sem af er árinu 2020 hafa 55% umsókna verið samþykktar. Í stað þeirrar stöðugu hlutfallshækkunar sem birtist í framsetningu Katrínar Jakobsdóttur sjáum við hér enga breytingu frá 2017 til 2019 en skyndilegt stökk það sem af er þessu ári. Hvað útskýrir þetta stökk? Í kjölfar COVID-faraldursins settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og mörg hver lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Vegna þessa varð Útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. Það er óljóst hver áhrifin af þessu verða en fram hefur komið að þessi ráðstöfun gæti haft áhrif á mál 225 einstaklinga sem annars hefðu ekki hlotið vernd hér á landi. Þarna er enn eitt dæmið um ytri aðstæður sem draga upp hlutfall samþykktra umsókna. Falsfréttir og upplýsingaóreiða Mynd Katrínar Jakobsdóttur af hlutfallslegri fjölgun samþykktra verndarumsókna sem „árangur“ VG á kjörtímabilinu fellur vel í kramið hjá stuðningsfólki flokksins sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið. En þegar öllu er á botninn hvolft og öllum steinum velt við kemur blekkingin í ljós. Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar. Það er umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning. Gerum betur. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir helgi birti forsætisráðherra færslu á Facebook þar sem hún fjallaði um þróunina á fjölda samþykktra umsókna um alþjóðlega vernd undanfarin ár. Færslunni fylgdi línurit sem sýndi mikla hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna milli ára. Samkvæmt línuritinu var hlutfall samþykktra umsókna aðeins 10% árið 2017, árið sem núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Ári seinna var hlutfallið komið upp í 20%, í fyrra var það 33% og það sem af er þessu ári er hlutfall samþykktra verndarumsókna komið upp í 61%. Þessa miklu hækkun skrifar forsætisráðherra á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Þessar tölur geta þó sagt okkur hvort við séum á réttri leið, hvort að þau skref sem við höfum tekið séu að skila árangri fyrir fólk,“ skrifar Katrín. „Hvort við séum að taka á móti fleira fólki á flótta eins og við einsettum okkur þegar stjórnarsáttmálinn var settur saman á árinu 2017.“ Ekki ríkisstjórninni að þakka Með því að setja þessar tölur fram einar og sér er auðvelt að draga upp þá mynd sem Katrín gerir. Almenningur hefur litlar forsendur til að draga tölurnar í efa eða velta fyrir sér hvað liggur þeim að baki. Staðreyndin er hins vegar sú að færsla Katrínar Jakobsdóttur er blekking. Hún er sett fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands. Athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Ástæðan fyrir því að ég kalla færsluna blekkingu er sú að hækkunin sem orðið hefur á hlutfalli samþykktra verndarumsókna á síðustu árum hefur ekkert að gera með ákvæði í stjórnarsáttmála eða stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar fyrir atbeina VG. Ytri þættir skýra þróunina Þrennt skýrir þessa breytingu á milli ára: Fækkun verndarumsókna frá öruggum ríkjum, fjölgun umsókna frá Venesúela og afleiðingar COVID-faraldursins. Árið 2017 voru 66% umsókna frá svokölluðum öruggum ríkjum. Þessar umsóknir eru að jafnaði ekki teknar til efnislegrar meðferðar, enda hefur 99% umsókna frá þessum ríkjum verið hafnað á síðustu árum. Það sem af er þessu ári er hlutfall umsókna frá öruggum ríkjum hins vegar aðeins 5%. Þetta skekkir myndina heilmikið og veldur því að hlutfall samþykktra umsókna hækkar töluvert án þess að það skýrist af einhverri stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Á sama tímabili hefur umsóknum frá Venesúela fjölgað töluvert. Það sem af er þessu ári hafa 126 einstaklingar frá Venesúela sótt um vernd, en það eru 21% allra umsókna þessa árs. Árið 2017 barst aðeins ein umsókn frá Venesúela. Útlendingastofnun hefur samþykkt 99% allra verndarumsókna frá Venesúela, en það er í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er þar í landi (https://www.visir.is/g/20191720121d). Þetta skýrist því heldur ekki af stefnu VG heldur af ytri aðstæðum. Örugg ríki og Venesúela eru augljóslega þættir sem sveiflast milli ára og skekkja heildarmyndina töluvert. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um það hvort áherslur Vinstri grænna hafi haft áhrif á þróunina. Ég hef því tekið saman tölur síðustu ára og undanskilið umsóknir frá öruggum ríkjum og Venesúela. Þá birtist önnur mynd en sú sem forsætisráðherra teiknaði upp í færslu sinni: Árið 2017 voru 28% umsókna samþykktar. Árið 2018 voru 29% umsókna samþykktar. Árið 2019 voru 27% umsókna samþykktar. Það sem af er árinu 2020 hafa 55% umsókna verið samþykktar. Í stað þeirrar stöðugu hlutfallshækkunar sem birtist í framsetningu Katrínar Jakobsdóttur sjáum við hér enga breytingu frá 2017 til 2019 en skyndilegt stökk það sem af er þessu ári. Hvað útskýrir þetta stökk? Í kjölfar COVID-faraldursins settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og mörg hver lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Vegna þessa varð Útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. Það er óljóst hver áhrifin af þessu verða en fram hefur komið að þessi ráðstöfun gæti haft áhrif á mál 225 einstaklinga sem annars hefðu ekki hlotið vernd hér á landi. Þarna er enn eitt dæmið um ytri aðstæður sem draga upp hlutfall samþykktra umsókna. Falsfréttir og upplýsingaóreiða Mynd Katrínar Jakobsdóttur af hlutfallslegri fjölgun samþykktra verndarumsókna sem „árangur“ VG á kjörtímabilinu fellur vel í kramið hjá stuðningsfólki flokksins sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið. En þegar öllu er á botninn hvolft og öllum steinum velt við kemur blekkingin í ljós. Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar. Það er umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning. Gerum betur. Höfundur er jafnaðarmaður.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun