Matarverð hækkar umtalsvert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 12:04 Verð á eplum hefur hækkað um þrjátíu prósent. Vísir/stefán Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þrjátíu prósent. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum. Hin dæmigerða matarkarfa, líkt og hún er mæld í vísitölu neysluverðs, hefur hækkað um 6,3 prósent á árinu. Þetta er gríðarleg breyting á milli ára en til samanburðar hækkaði hún einungis um 1,1 prósent í fyrra þegar krónan var nokkuð stöðug. Þetta er einnig mun meiri hækkun en almennu verðlagi, sem mælist um tvö og hálft prósent frá áramótum. Magnús Stefánsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir þróunina skýrast af genginu og veikingu krónunnar á árinu. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að gengisáhrif koma hraðar og af meiri þunga inn í verð á matvælum en inn í verð á öðru. Til dæmis vegna þess að veltuhraðinn er meiri í mat og drykkjarvörum og síðan er hlutfall innkaupaverðs hátt,“ segir Magnús. Stærstu útgjaldaliðirnir í þessari tilteknu matarkörfu eru kjöt, mjólk, ostar og egg og síðan kornvörur. Þar sem verð á matvörum hefur hækkað mismikið hefur samsetningin því vitanlega mikil áhrif á heildarreikninginn. Búast má við breyttum kaupvenjum samhliða óvenju mikilli verðhækkun á sumum matvörum.Mynd/ Vilhelm. Verðhækkunin á ýmsu grænmeti og ávöxtum er umtalsverð. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að verð á sveppum og lauk hefur til að mynda hækkað um fimmtán prósent, verð á kartöflum um ríflega tuttugu og þrjú prósent en verð á eplum hefur rokið upp um ríflega þrjátíu prósent. Magnús segir ómögulegt að segja hvers vegna eplaverð hefur snarhækkað. Búast megi við breyttum kaupvenjum samhliða þessu. „Þegar verð á eplum hækkar um þrjátíu prósent er fólk líklegra til að kaupa banana í staðinn en það er ekki tekið tillit til þessarar breyttu hegðunar í vísitölu neysluverðs. Þannig að þó að verðlag hafi hækkað um ríflega sex prósent er ég ekki viss um að matarreikningurinn hafi hækkað jafn mikið,“ segir Magnús. Hann telur erfitt að spá fyrir um verðþróunina, það fari eftir genginu. „Við birtum alltaf mánaðrspár um hvað við teljum að gerist milli mánaða og það er búið að gerast núna fimm mánuði í röð að vísitala neysluverðs hækkar meira en við áttum von á. Þannig það er eitthvað í gangi," segir Magnús. Verslun Neytendur Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þrjátíu prósent. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum. Hin dæmigerða matarkarfa, líkt og hún er mæld í vísitölu neysluverðs, hefur hækkað um 6,3 prósent á árinu. Þetta er gríðarleg breyting á milli ára en til samanburðar hækkaði hún einungis um 1,1 prósent í fyrra þegar krónan var nokkuð stöðug. Þetta er einnig mun meiri hækkun en almennu verðlagi, sem mælist um tvö og hálft prósent frá áramótum. Magnús Stefánsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir þróunina skýrast af genginu og veikingu krónunnar á árinu. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að gengisáhrif koma hraðar og af meiri þunga inn í verð á matvælum en inn í verð á öðru. Til dæmis vegna þess að veltuhraðinn er meiri í mat og drykkjarvörum og síðan er hlutfall innkaupaverðs hátt,“ segir Magnús. Stærstu útgjaldaliðirnir í þessari tilteknu matarkörfu eru kjöt, mjólk, ostar og egg og síðan kornvörur. Þar sem verð á matvörum hefur hækkað mismikið hefur samsetningin því vitanlega mikil áhrif á heildarreikninginn. Búast má við breyttum kaupvenjum samhliða óvenju mikilli verðhækkun á sumum matvörum.Mynd/ Vilhelm. Verðhækkunin á ýmsu grænmeti og ávöxtum er umtalsverð. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að verð á sveppum og lauk hefur til að mynda hækkað um fimmtán prósent, verð á kartöflum um ríflega tuttugu og þrjú prósent en verð á eplum hefur rokið upp um ríflega þrjátíu prósent. Magnús segir ómögulegt að segja hvers vegna eplaverð hefur snarhækkað. Búast megi við breyttum kaupvenjum samhliða þessu. „Þegar verð á eplum hækkar um þrjátíu prósent er fólk líklegra til að kaupa banana í staðinn en það er ekki tekið tillit til þessarar breyttu hegðunar í vísitölu neysluverðs. Þannig að þó að verðlag hafi hækkað um ríflega sex prósent er ég ekki viss um að matarreikningurinn hafi hækkað jafn mikið,“ segir Magnús. Hann telur erfitt að spá fyrir um verðþróunina, það fari eftir genginu. „Við birtum alltaf mánaðrspár um hvað við teljum að gerist milli mánaða og það er búið að gerast núna fimm mánuði í röð að vísitala neysluverðs hækkar meira en við áttum von á. Þannig það er eitthvað í gangi," segir Magnús.
Verslun Neytendur Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira