Matarverð hækkar umtalsvert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 12:04 Verð á eplum hefur hækkað um þrjátíu prósent. Vísir/stefán Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þrjátíu prósent. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum. Hin dæmigerða matarkarfa, líkt og hún er mæld í vísitölu neysluverðs, hefur hækkað um 6,3 prósent á árinu. Þetta er gríðarleg breyting á milli ára en til samanburðar hækkaði hún einungis um 1,1 prósent í fyrra þegar krónan var nokkuð stöðug. Þetta er einnig mun meiri hækkun en almennu verðlagi, sem mælist um tvö og hálft prósent frá áramótum. Magnús Stefánsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir þróunina skýrast af genginu og veikingu krónunnar á árinu. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að gengisáhrif koma hraðar og af meiri þunga inn í verð á matvælum en inn í verð á öðru. Til dæmis vegna þess að veltuhraðinn er meiri í mat og drykkjarvörum og síðan er hlutfall innkaupaverðs hátt,“ segir Magnús. Stærstu útgjaldaliðirnir í þessari tilteknu matarkörfu eru kjöt, mjólk, ostar og egg og síðan kornvörur. Þar sem verð á matvörum hefur hækkað mismikið hefur samsetningin því vitanlega mikil áhrif á heildarreikninginn. Búast má við breyttum kaupvenjum samhliða óvenju mikilli verðhækkun á sumum matvörum.Mynd/ Vilhelm. Verðhækkunin á ýmsu grænmeti og ávöxtum er umtalsverð. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að verð á sveppum og lauk hefur til að mynda hækkað um fimmtán prósent, verð á kartöflum um ríflega tuttugu og þrjú prósent en verð á eplum hefur rokið upp um ríflega þrjátíu prósent. Magnús segir ómögulegt að segja hvers vegna eplaverð hefur snarhækkað. Búast megi við breyttum kaupvenjum samhliða þessu. „Þegar verð á eplum hækkar um þrjátíu prósent er fólk líklegra til að kaupa banana í staðinn en það er ekki tekið tillit til þessarar breyttu hegðunar í vísitölu neysluverðs. Þannig að þó að verðlag hafi hækkað um ríflega sex prósent er ég ekki viss um að matarreikningurinn hafi hækkað jafn mikið,“ segir Magnús. Hann telur erfitt að spá fyrir um verðþróunina, það fari eftir genginu. „Við birtum alltaf mánaðrspár um hvað við teljum að gerist milli mánaða og það er búið að gerast núna fimm mánuði í röð að vísitala neysluverðs hækkar meira en við áttum von á. Þannig það er eitthvað í gangi," segir Magnús. Verslun Neytendur Mest lesið Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Matarverð hefur hækkað mun meira en almennt verðlag á þessu ári og hefur verð á eplum til að mynda hækkað um þrjátíu prósent. Hagfræðingur segir veikingu krónunnar skila sér strax út í verð á matvælum. Hin dæmigerða matarkarfa, líkt og hún er mæld í vísitölu neysluverðs, hefur hækkað um 6,3 prósent á árinu. Þetta er gríðarleg breyting á milli ára en til samanburðar hækkaði hún einungis um 1,1 prósent í fyrra þegar krónan var nokkuð stöðug. Þetta er einnig mun meiri hækkun en almennu verðlagi, sem mælist um tvö og hálft prósent frá áramótum. Magnús Stefánsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir þróunina skýrast af genginu og veikingu krónunnar á árinu. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að gengisáhrif koma hraðar og af meiri þunga inn í verð á matvælum en inn í verð á öðru. Til dæmis vegna þess að veltuhraðinn er meiri í mat og drykkjarvörum og síðan er hlutfall innkaupaverðs hátt,“ segir Magnús. Stærstu útgjaldaliðirnir í þessari tilteknu matarkörfu eru kjöt, mjólk, ostar og egg og síðan kornvörur. Þar sem verð á matvörum hefur hækkað mismikið hefur samsetningin því vitanlega mikil áhrif á heildarreikninginn. Búast má við breyttum kaupvenjum samhliða óvenju mikilli verðhækkun á sumum matvörum.Mynd/ Vilhelm. Verðhækkunin á ýmsu grænmeti og ávöxtum er umtalsverð. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að verð á sveppum og lauk hefur til að mynda hækkað um fimmtán prósent, verð á kartöflum um ríflega tuttugu og þrjú prósent en verð á eplum hefur rokið upp um ríflega þrjátíu prósent. Magnús segir ómögulegt að segja hvers vegna eplaverð hefur snarhækkað. Búast megi við breyttum kaupvenjum samhliða þessu. „Þegar verð á eplum hækkar um þrjátíu prósent er fólk líklegra til að kaupa banana í staðinn en það er ekki tekið tillit til þessarar breyttu hegðunar í vísitölu neysluverðs. Þannig að þó að verðlag hafi hækkað um ríflega sex prósent er ég ekki viss um að matarreikningurinn hafi hækkað jafn mikið,“ segir Magnús. Hann telur erfitt að spá fyrir um verðþróunina, það fari eftir genginu. „Við birtum alltaf mánaðrspár um hvað við teljum að gerist milli mánaða og það er búið að gerast núna fimm mánuði í röð að vísitala neysluverðs hækkar meira en við áttum von á. Þannig það er eitthvað í gangi," segir Magnús.
Verslun Neytendur Mest lesið Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira