Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 19:32 Khedr-fjölskyldan. Til stóð að vísa henni úr landi á miðvikudag en hún er enn í felum. Vísir/Baldur Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. Sú málsástæða hafi því ekki verið tekin sérstaklega til umfjöllunar í niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Fram kom í frétt Mbl í gær að ekki hefði verið kannað hvort móðir og dóttir í Khedr-fjölskyldunni væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að „yfir 90 prósent kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu“. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar gagnrýndi Útlendingastofnun í samtali við Mbl fyrir að hafa ekki kannað þetta. Ítarlega hafi verið fjallað um það hversu algengar kynfæralimlestingar eru í Egyptalandi í máli annarrar egypskrar fjölskyldu sem tekin var ákvörðun um í fyrra. Sú fjölskylda hafi fengið hæli hér á landi. Útlendingastofnun kveðst hins vegar ekki hafa tekið þessa málsástæðu sérstaklega fyrir í máli fjölskyldunnar, þar sem fjölskyldumeðlimir hafi aldrei borið því við að þeir óttuðust limlestingar á kynfærum, líkt og áður segir. Þá bendir Útlendingastofnun á að í máli fjölskyldunnar hafi verið um að ræða beiðni um alþjóðlega vernd á grundvelli ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum. Tekin hafi verið viðtöl við foreldrana og eldri börnin tvö, auk þess sem talsmaður hafi lagt fram greinargerð í málinu. Tilkynningu Útlendingastofnunar má nálgast í heild hér. Lögregla lýsti formlega eftir fjölskyldunni í gærkvöldi en hún hefur verið í felum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar hafa borist lögreglu og nokkrum hefur verið fylgt eftir. Fæstar þeirra standast þó skoðun. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05 Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. Sú málsástæða hafi því ekki verið tekin sérstaklega til umfjöllunar í niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Fram kom í frétt Mbl í gær að ekki hefði verið kannað hvort móðir og dóttir í Khedr-fjölskyldunni væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að „yfir 90 prósent kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu“. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar gagnrýndi Útlendingastofnun í samtali við Mbl fyrir að hafa ekki kannað þetta. Ítarlega hafi verið fjallað um það hversu algengar kynfæralimlestingar eru í Egyptalandi í máli annarrar egypskrar fjölskyldu sem tekin var ákvörðun um í fyrra. Sú fjölskylda hafi fengið hæli hér á landi. Útlendingastofnun kveðst hins vegar ekki hafa tekið þessa málsástæðu sérstaklega fyrir í máli fjölskyldunnar, þar sem fjölskyldumeðlimir hafi aldrei borið því við að þeir óttuðust limlestingar á kynfærum, líkt og áður segir. Þá bendir Útlendingastofnun á að í máli fjölskyldunnar hafi verið um að ræða beiðni um alþjóðlega vernd á grundvelli ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum. Tekin hafi verið viðtöl við foreldrana og eldri börnin tvö, auk þess sem talsmaður hafi lagt fram greinargerð í málinu. Tilkynningu Útlendingastofnunar má nálgast í heild hér. Lögregla lýsti formlega eftir fjölskyldunni í gærkvöldi en hún hefur verið í felum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar hafa borist lögreglu og nokkrum hefur verið fylgt eftir. Fæstar þeirra standast þó skoðun.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05 Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05
Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59
Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32