„Eins og hjarta höfuðborgarinnar sé uppfullt af fallegum skúrum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2020 13:00 Greinarhöfundur virðist mjög hrifinn af bárujárnshúsunum í Reykjavík. Getty/Arcaid-Universal Images Group Bandaríski vefmiðillinn Bloomberg birti í gær ítarlega umfjöllun um bárujárnshús í Reykjavík. Í röð tísta um greinina nefnir greinarhöfundur fjórar staðreyndir um bárujárnshúsin sem hann telur vera sérstaklega merkilegar. Greinin er hluti af greinaröð Bloomberg þar sem ákveðnar borgir eru teknar fyrir og ítarlega fjallað um hvers konar byggingar það eru sem einkenni viðkomandi borgir. Nú þegar er búið að fjalla um borgir á borð við Hanoi, Brussel, Aþenu, London og Berlín en nú er röðin komin að Íslandi. „Fyrir þann sem heimsækir Reykjavík í fyrsta skipti, þá kemur hún á óvart. Það er ekki bara þessar miklu öfgar á milli birtustigs eftir árstíðum, hið ótrúlega umhleypingasama veðurfar, eða klettótt ásýnd Esjunnar sem gnæfir yfir öllu. Það eru líka byggingarnar“, skrifar Fergus O'Sullivan, höfundur greinarinnar, og þar á hann við bárujárnshúsin, sem einnig má finna um allt land. Segir hann að líklega séu flestir gestir borgarinnar vanir því að sjá bárujárnið notað á iðnaðarhúsum eða bóndabæjum. Það geti því virst fyrir þeim sem gengur um bárujárnshúsin við Bergþórugötuna, og víðar, að miðborg Reykjavíkur sé uppfull af fallegum skúrum. „Eins og hjarta höfuðborgarinnar sé uppfullt af fallegum skúrum,“ skrifar O' Sullivan. Í greininni fer O'Sullivan yfir sögu bárujárnshúsana, hvernig það hafi komið til að bárujárnið hafi borist til Íslands, í skiptum fyrir sauðfé. Þá nefnir hann einnig að Íslendingum hafi tekist, með tilkomu bárujárnshúsanna, að meðtaka nýjar leiðir til þess að byggja hýbýli, án þess að glata ákveðnum sérkennum og sjarma sem fyrir var. Í röð tísta um greinina segir O'Sullivan frá því að það sem honum hafi fundist merkilegast við að skrifa greinina sé fjórþætt. Í fyrsta lagi að efri stéttin hér á landi hafi flutt inn þessi hús hingað til lands í pökkum. Í öðru lagi að bárujárnið hafi meðal annars slegið í gegn sem vernd fyrir rigningu sem féll lárétt til jarðar, í þriðja lagi að svalirnar hafi yfirleitt snúið í norður frá sólu og þannig virkað sem eins konar ísskápur til þess að kæla matvöru og í síðasta lagi að Íslendingar séu greinilega mjög hrifnir af steinsteypum húsum. Greinina má lesa í heild sinni hér, og tíst greinarhöfundar hér að neðan. Interesting things I learned writing this piece:1/ Iceland's tiny 19th century upper class used to import their houses as pre-fab kits, then hammer them together on site.https://t.co/Nz4cAr5tJ0— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 2/ Icelanders first got corrugated iron from trading live sheep with the UK. They used it to clad their houses to fight off rain that "falls horizontally"— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 3/ Older houses used to have north-facing balconies - not for sunning yourself on, but as a sort of shaded outdoor fridge.— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 4/ When concrete arrived as a mainstream building material, the Icelanders seem to have loved it. And to a large extent, they still do, referring to functionalist houses as "concrete classics".— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 Reykjavík Skipulag Húsavernd Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Bandaríski vefmiðillinn Bloomberg birti í gær ítarlega umfjöllun um bárujárnshús í Reykjavík. Í röð tísta um greinina nefnir greinarhöfundur fjórar staðreyndir um bárujárnshúsin sem hann telur vera sérstaklega merkilegar. Greinin er hluti af greinaröð Bloomberg þar sem ákveðnar borgir eru teknar fyrir og ítarlega fjallað um hvers konar byggingar það eru sem einkenni viðkomandi borgir. Nú þegar er búið að fjalla um borgir á borð við Hanoi, Brussel, Aþenu, London og Berlín en nú er röðin komin að Íslandi. „Fyrir þann sem heimsækir Reykjavík í fyrsta skipti, þá kemur hún á óvart. Það er ekki bara þessar miklu öfgar á milli birtustigs eftir árstíðum, hið ótrúlega umhleypingasama veðurfar, eða klettótt ásýnd Esjunnar sem gnæfir yfir öllu. Það eru líka byggingarnar“, skrifar Fergus O'Sullivan, höfundur greinarinnar, og þar á hann við bárujárnshúsin, sem einnig má finna um allt land. Segir hann að líklega séu flestir gestir borgarinnar vanir því að sjá bárujárnið notað á iðnaðarhúsum eða bóndabæjum. Það geti því virst fyrir þeim sem gengur um bárujárnshúsin við Bergþórugötuna, og víðar, að miðborg Reykjavíkur sé uppfull af fallegum skúrum. „Eins og hjarta höfuðborgarinnar sé uppfullt af fallegum skúrum,“ skrifar O' Sullivan. Í greininni fer O'Sullivan yfir sögu bárujárnshúsana, hvernig það hafi komið til að bárujárnið hafi borist til Íslands, í skiptum fyrir sauðfé. Þá nefnir hann einnig að Íslendingum hafi tekist, með tilkomu bárujárnshúsanna, að meðtaka nýjar leiðir til þess að byggja hýbýli, án þess að glata ákveðnum sérkennum og sjarma sem fyrir var. Í röð tísta um greinina segir O'Sullivan frá því að það sem honum hafi fundist merkilegast við að skrifa greinina sé fjórþætt. Í fyrsta lagi að efri stéttin hér á landi hafi flutt inn þessi hús hingað til lands í pökkum. Í öðru lagi að bárujárnið hafi meðal annars slegið í gegn sem vernd fyrir rigningu sem féll lárétt til jarðar, í þriðja lagi að svalirnar hafi yfirleitt snúið í norður frá sólu og þannig virkað sem eins konar ísskápur til þess að kæla matvöru og í síðasta lagi að Íslendingar séu greinilega mjög hrifnir af steinsteypum húsum. Greinina má lesa í heild sinni hér, og tíst greinarhöfundar hér að neðan. Interesting things I learned writing this piece:1/ Iceland's tiny 19th century upper class used to import their houses as pre-fab kits, then hammer them together on site.https://t.co/Nz4cAr5tJ0— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 2/ Icelanders first got corrugated iron from trading live sheep with the UK. They used it to clad their houses to fight off rain that "falls horizontally"— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 3/ Older houses used to have north-facing balconies - not for sunning yourself on, but as a sort of shaded outdoor fridge.— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 4/ When concrete arrived as a mainstream building material, the Icelanders seem to have loved it. And to a large extent, they still do, referring to functionalist houses as "concrete classics".— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020
Reykjavík Skipulag Húsavernd Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira