Gjörbylting í meðferð krabbameina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. september 2020 19:00 Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. Í mars 2018 greindist Þorsteinn Fr. Sigurðsson með 4. stigs ólæknandi krabbamein. Hann lét vini sína og fjölskyldu vita af alvarleika málsins. Þorsteinn Fr. Sigurðsson greindist með fjórða stigs ólæknandi krabbamein árið 2018 en nú í lok ágúst var hann læknaður af meininu.Stöð 2 Það var svo í lok ágúst sem hann sagði frá kraftaverki, hann væri læknaður af krabbameininu en um var að ræða sortuæxli sem hafði dreift sér í lungu, nýru og lifur. Hann rakti sögu sína á Facebook en við greiningu hafi hann farið í mánaðarlega meðferð með nýju líftæknilyfi Nivolunab sem stóð í eitt ár. Hann fékk nokkra fylgikvilla eins og vöðvarýrnun. En líftæknilyfið virkaði og meinin minnkuðu og svo kom að segulómun sýndi að krabbameinið var horfið. Gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra „En Þorsteinn er ekki einn um að upplifa kraftaverk. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra einstaklinga með nýjum líftæknilyfjum,“ segir Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans. Agnes segir að þetta eigi sérstaklega við þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. „Það er algjör bylting með þessum lyfjum þessi lyf örvar ónæmiskerfið,“ segir Agnes. Hún segir þó að fylgikvillar geti komið upp. Agnes segir að um 60% allra krabbameinssjúklinga læknist sem sé gríðarleg breyting á fáum árum. „Við höfum séð miklar breytingar hjá þeim sem greinast með krabbamein á dreifðu stigi. Það eru miklu fleiri meðferðarmöguleikar þannig að við getum gefið miklu betri meðferð.“ Heilbrigðismál Vísindi Lyf Tengdar fréttir Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. Í mars 2018 greindist Þorsteinn Fr. Sigurðsson með 4. stigs ólæknandi krabbamein. Hann lét vini sína og fjölskyldu vita af alvarleika málsins. Þorsteinn Fr. Sigurðsson greindist með fjórða stigs ólæknandi krabbamein árið 2018 en nú í lok ágúst var hann læknaður af meininu.Stöð 2 Það var svo í lok ágúst sem hann sagði frá kraftaverki, hann væri læknaður af krabbameininu en um var að ræða sortuæxli sem hafði dreift sér í lungu, nýru og lifur. Hann rakti sögu sína á Facebook en við greiningu hafi hann farið í mánaðarlega meðferð með nýju líftæknilyfi Nivolunab sem stóð í eitt ár. Hann fékk nokkra fylgikvilla eins og vöðvarýrnun. En líftæknilyfið virkaði og meinin minnkuðu og svo kom að segulómun sýndi að krabbameinið var horfið. Gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra „En Þorsteinn er ekki einn um að upplifa kraftaverk. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra einstaklinga með nýjum líftæknilyfjum,“ segir Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans. Agnes segir að þetta eigi sérstaklega við þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. „Það er algjör bylting með þessum lyfjum þessi lyf örvar ónæmiskerfið,“ segir Agnes. Hún segir þó að fylgikvillar geti komið upp. Agnes segir að um 60% allra krabbameinssjúklinga læknist sem sé gríðarleg breyting á fáum árum. „Við höfum séð miklar breytingar hjá þeim sem greinast með krabbamein á dreifðu stigi. Það eru miklu fleiri meðferðarmöguleikar þannig að við getum gefið miklu betri meðferð.“
Heilbrigðismál Vísindi Lyf Tengdar fréttir Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48