Bayern München vann enn einn bikarinn í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Sevilla eftir framlengdan leik í Ungverjalandi.
Lucas Ocampos kom Sevilla yfir af vítapunktinum á þrettándu mínútu en Leon Goretzka jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikhlé.
Robert Lewandowski fékk tækifæri til þess að koma Bayern yfir á 51. mínútu en hann klúðraði vítaspyrnu. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.
Sigurmarkið skoraði Javier Martinez á 104. mínútu fyrir framan tæplega tuttugu þúsund manns.
Þetta er einn af fáum leikjum sem hafa hleypt áhorfendum á völlinn eftir kórónuveiruna í Evrópuboltanum.
Around 20,000 fans are in attendance for the Uefa Super Cup final in Budapest.
— Match of the Day (@BBCMOTD) September 24, 2020
It's Bayern 0-1 Sevilla as we approach the half hour mark.
Live text: https://t.co/afniqKjoFH #bbcfootball pic.twitter.com/wYewyrNrWi