Eigið húsnæði fyrir tekjulága Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 25. september 2020 10:17 Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis. Um er að ræða svokölluð hlutdeildarlán. Þau virka þannig að kaupandi leggur til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% fasteignalán hjá lánastofnun. Ríkið lánar síðan einstaklingum sem eru að kaupa sína fyrstu eign, að vissum skilyrðum uppfylltum, ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem þeir hyggjast kaupa. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum en lántakendurnir endurgreiða hlutdeildarlánið þegar íbúðin er seld. Tekjumörk fyrir einstakling eru 7.560.000 krónur á ári og fyrir hjón eða sambúðarfólk 10.560.000 krónur. Það er löngu kominn tími til að mæta tekjulágu fólki sem vill eignast sitt eigið húsnæði og byggja upp eign í því til framtíðar en hefur ekki haft möguleika á að leggja fram þá fjármuni sem þurft hefur til þess að geta fjármagnað eigið húsnæði. Eins og við þekkjum getur jafnvel verið dýrara að greiða leigu á opnum leigumarkaði en að borga niður lán og vera þá að eignast í húsnæðinu. Það á að vera raunverulegt val fyrir fólki hvort það sé á leigumarkaði eða eigi sitt eigið húsnæði hvort sem það er tekjulágt eða efnað. Við gerðum jákvæðar breytingar í meðförum þingsins með því að tryggja að almennt skuli úthlutað að lágmarki 20 % á ársgrundvelli til kaupa á hagkvæmu húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins af þeim 4 milljörðum sem ætlaðir eru til þessa verkefnis á ári. Við sem búum á landsbyggðinni og þekkjum vel til vitum að mjög mikill sogkraftur í búferlaflutningum er frá landsbyggðunum á höfuðborgarsvæðið og vitum að rík þörf er fyrir hagkvæmt húsnæði á landsbyggðunum sem standi líka tekjulágu fólki þar til boða. Víða um land er verið að taka í gegn eldri fjölbýlishús og annað húsnæði sem telst hagkvæmt. Því þurfa ekki að vera eingöngu um nýbyggingar að ræða til þess að geta fallið að kröfum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ég tel að það muni styrkja landsbyggðirnar mjög mikið og búsetuþróun þar að í boði séu líka íbúðir og húsnæði fyrir tekjulága, þannig að fólk geti haldið áfram að búa á þeim stað sem það vill búa. Önnur úrræði hafa farið vel af stað til stuðnings við fólk á húsnæðismarkaði. Þar má nefna almennar leiguíbúðir sem byggðar hafa verið víðs vegar um landið í samvinnu við sveitarfélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig má nefna skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar á fasteignalán sem komið hafa mörgum vel. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að koma til móts við erfiða stöðu tekjulágra í samfélaginu m.a. með góðu aðgengi að heilbrigðiskerfinu, menntun og samgöngum og þrepaskiptu skattkerfi og þessi aðgerð er stór þáttur í því að tryggja sem best afkomuöryggi tekjulágra og fyrstu kaupenda húsnæðis og mætir því samkomulagi sem gert var í Lífskjarasamningunum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis. Um er að ræða svokölluð hlutdeildarlán. Þau virka þannig að kaupandi leggur til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% fasteignalán hjá lánastofnun. Ríkið lánar síðan einstaklingum sem eru að kaupa sína fyrstu eign, að vissum skilyrðum uppfylltum, ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem þeir hyggjast kaupa. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum en lántakendurnir endurgreiða hlutdeildarlánið þegar íbúðin er seld. Tekjumörk fyrir einstakling eru 7.560.000 krónur á ári og fyrir hjón eða sambúðarfólk 10.560.000 krónur. Það er löngu kominn tími til að mæta tekjulágu fólki sem vill eignast sitt eigið húsnæði og byggja upp eign í því til framtíðar en hefur ekki haft möguleika á að leggja fram þá fjármuni sem þurft hefur til þess að geta fjármagnað eigið húsnæði. Eins og við þekkjum getur jafnvel verið dýrara að greiða leigu á opnum leigumarkaði en að borga niður lán og vera þá að eignast í húsnæðinu. Það á að vera raunverulegt val fyrir fólki hvort það sé á leigumarkaði eða eigi sitt eigið húsnæði hvort sem það er tekjulágt eða efnað. Við gerðum jákvæðar breytingar í meðförum þingsins með því að tryggja að almennt skuli úthlutað að lágmarki 20 % á ársgrundvelli til kaupa á hagkvæmu húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins af þeim 4 milljörðum sem ætlaðir eru til þessa verkefnis á ári. Við sem búum á landsbyggðinni og þekkjum vel til vitum að mjög mikill sogkraftur í búferlaflutningum er frá landsbyggðunum á höfuðborgarsvæðið og vitum að rík þörf er fyrir hagkvæmt húsnæði á landsbyggðunum sem standi líka tekjulágu fólki þar til boða. Víða um land er verið að taka í gegn eldri fjölbýlishús og annað húsnæði sem telst hagkvæmt. Því þurfa ekki að vera eingöngu um nýbyggingar að ræða til þess að geta fallið að kröfum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ég tel að það muni styrkja landsbyggðirnar mjög mikið og búsetuþróun þar að í boði séu líka íbúðir og húsnæði fyrir tekjulága, þannig að fólk geti haldið áfram að búa á þeim stað sem það vill búa. Önnur úrræði hafa farið vel af stað til stuðnings við fólk á húsnæðismarkaði. Þar má nefna almennar leiguíbúðir sem byggðar hafa verið víðs vegar um landið í samvinnu við sveitarfélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig má nefna skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar á fasteignalán sem komið hafa mörgum vel. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að koma til móts við erfiða stöðu tekjulágra í samfélaginu m.a. með góðu aðgengi að heilbrigðiskerfinu, menntun og samgöngum og þrepaskiptu skattkerfi og þessi aðgerð er stór þáttur í því að tryggja sem best afkomuöryggi tekjulágra og fyrstu kaupenda húsnæðis og mætir því samkomulagi sem gert var í Lífskjarasamningunum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar