Fundur flokksráðs Miðflokksins hefst með ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns, flokksins, klukkan 13:00 í dag. Á meðal efni fundarins er tillaga um boðun aukalandsþings.
Hægt verður að fylgjast með ræðu Sigmundar Davíð í beinni útsendingu hér á vísi. Hún hefst um klukkan 13:10. Fundurinn er rafrænn að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins og fer fram í gegnum fjarfundarkerfið Zoom.
Auk tillögunnar um aukalandsþing stendur til að kynna stjórnmálaályktun ráðsins og vinnu laganefndar flokksins. Þá segir í dagskrá fundarins að leynigestur láti sjá sig síðar í dag.