Betur fór en á horfðist þegar eldur kviknaði í loftræstingarröri hjá kjúklingabúinu Matfugli í Mosfellsbæ á tólfta tímanum. Um stórt útkall var að ræða en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu náði að drepa eldinn í fæðingu.
Slökkviliðsmenn frá stöðvunum í Mosfellsbæ og Tunguhálsi voru enn á vettvangi um klukka hálfeitt en farnir að að hugsa sér til hreyfings.
„Það er búið að afstýra miklu tjóni,“ segir slökkviliðsmaður á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.
Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, var staddur á starfstöð fyrirtækisins á Dalvík þegar Vísir náði af honum tali.
„Þetta hefur farið mun betur en hefði getað. Væntanlega þökk sé skjótu viðbragði,“ sagði Sveinn.