Járnvilji í bestu dúfu landsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2020 20:00 Bréfdúfan Járnfrúin átti stórsigur á mótaröð sumarsins í keppnisflugi og hefur verið valin besta dúfa landsins. Eigandi hennar á yfir eitt hundrað dúfur og segist þekkja þær allar í sundur. „Þetta er bara eins og hjá sauðfjárbónda sem fer inn í rollukofann sinn. Hann þekkir allar kindrunar í sundur þó þær séu allar með horn og hvítar. Þær eru allar gjörólíkar fyrir mér,“ segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, dúfnaræktandi. Ekki nóg með að Vilhelm þekki allar 135 dúfurnar sínar í sundur heldur kann hann einig deili á forfeðrum þeirra. Enda hefur hann ræktað bréfdúfur til keppnisflugs í tugi ára. Þetta árið er hann með nokkrar hraðfleygustu dúfur landsins. Þar á meðal dúfuna sem var valin sú besta í ár. „Hún var send í tíu keppnir, var átta sinnum á meðal fyrstu fugla og tvisvar var hún í verðlaunasæti,“ segir hann. Hún hefur fengið nafnið Iron Lady, eða Járnfrúin, með vísan til breska forsætisráðherrans fyrrverandi. „Það lýsir hennar járnvilja. Hún flýgur mjög vel í erfiðum mótvindskeppnum og svo er hún með beina- og vöðvabyggingu úr stáli,“ segir Vilhelm. Það kemur sér vel í löngu keppnisfluginu. Í ár flaug hún til dæmis frá Langanesi og til Garðabæjar, þar sem hún á heima. „Við förum bara með þær eins langt og við getum farið með þær hérna á Íslandi. Það eru 400 kílómetrar.“ Vilhelm Ragnar Sigurjónsson hefur ræktað dúfur í tugi ára. Hann segir ekki algengt að dúfurnar týnist og þá er það helst ef þær þreytast eða lenda í ránfugli. Þær rati iðulega heim. „Þær fara eftir segulsviði jarðar, nota það og sólina. Þær fljúga hérna fyrir utan heima hjá sér og staðsetja sig og virðast mynda einhvers konar kort.“ Vilhelm er ásamt tveimur öðrum með ræktunina, sem nefnist Stjörnu-loft, enda felst í þessu mikil vinna. Dúfurnar borða sérstakt fæði og metnaður er lagður í undaneldi. Keppnisskapið er mikið og nú þegar hefur Járnfrúin verið pöruð með besta karlfugli landsins og munu ungar þeirra fá að spreyta sig næsta sumar. „Þessir ungar hafa allt sem góð bréfdúfa þarf að hafa,“ segir Vilhelm spenntur fyrir næsta tímabili. Dýr Fuglar Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Bréfdúfan Járnfrúin átti stórsigur á mótaröð sumarsins í keppnisflugi og hefur verið valin besta dúfa landsins. Eigandi hennar á yfir eitt hundrað dúfur og segist þekkja þær allar í sundur. „Þetta er bara eins og hjá sauðfjárbónda sem fer inn í rollukofann sinn. Hann þekkir allar kindrunar í sundur þó þær séu allar með horn og hvítar. Þær eru allar gjörólíkar fyrir mér,“ segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, dúfnaræktandi. Ekki nóg með að Vilhelm þekki allar 135 dúfurnar sínar í sundur heldur kann hann einig deili á forfeðrum þeirra. Enda hefur hann ræktað bréfdúfur til keppnisflugs í tugi ára. Þetta árið er hann með nokkrar hraðfleygustu dúfur landsins. Þar á meðal dúfuna sem var valin sú besta í ár. „Hún var send í tíu keppnir, var átta sinnum á meðal fyrstu fugla og tvisvar var hún í verðlaunasæti,“ segir hann. Hún hefur fengið nafnið Iron Lady, eða Járnfrúin, með vísan til breska forsætisráðherrans fyrrverandi. „Það lýsir hennar járnvilja. Hún flýgur mjög vel í erfiðum mótvindskeppnum og svo er hún með beina- og vöðvabyggingu úr stáli,“ segir Vilhelm. Það kemur sér vel í löngu keppnisfluginu. Í ár flaug hún til dæmis frá Langanesi og til Garðabæjar, þar sem hún á heima. „Við förum bara með þær eins langt og við getum farið með þær hérna á Íslandi. Það eru 400 kílómetrar.“ Vilhelm Ragnar Sigurjónsson hefur ræktað dúfur í tugi ára. Hann segir ekki algengt að dúfurnar týnist og þá er það helst ef þær þreytast eða lenda í ránfugli. Þær rati iðulega heim. „Þær fara eftir segulsviði jarðar, nota það og sólina. Þær fljúga hérna fyrir utan heima hjá sér og staðsetja sig og virðast mynda einhvers konar kort.“ Vilhelm er ásamt tveimur öðrum með ræktunina, sem nefnist Stjörnu-loft, enda felst í þessu mikil vinna. Dúfurnar borða sérstakt fæði og metnaður er lagður í undaneldi. Keppnisskapið er mikið og nú þegar hefur Járnfrúin verið pöruð með besta karlfugli landsins og munu ungar þeirra fá að spreyta sig næsta sumar. „Þessir ungar hafa allt sem góð bréfdúfa þarf að hafa,“ segir Vilhelm spenntur fyrir næsta tímabili.
Dýr Fuglar Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira